Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5ö3 nagað svo djúp sár á faetur þeirra, að þau voru ekki læknandi. Rottur drepa stundum ung lömb. Og það hefur komið fyrir að þær hafa etið sig djúpt inn í flesk á lifandi svín- um. Þær hafa grafið sundur stíflu- garða og valdið stórflóðum. Þær hafa rifið sundur póstpoka og etið verðbrjefapóst. Þær hafa stundum lagst á ungbörn í vöggu. Einu sinni fór maður niður í yfirgefna kola- námu. Þar var fyrir fjöldi af soltn- um rottum. Þær rjeðust á hann og átu hann upp til agna. GRÆÐGI rottunnar er takmarka- laus og það er alveg ótrúlegt hve mikið fer í þær. Shipley segir frá því, að um 1860 hafi verið slátur- hús í Montfaucon, sem slátraði að- eins hestum. Oft var þar slátrað 35 hestum á dag, en á hverri nóttu komu rotturnar og átu alla skrokk- ana svo að ekkert var eftir. Þá kom manni til hugar að gaman væri að vita hve margar þær rottur væri sem gæti etið þessi ókjör á einni nóttu. Hann gerði sjer gildrú og egndi með nýu hrossaketi. Fyrstu nóttina veiddi hann 2650 rottur. Eftir einn mánuð hafði hann veitt 16.000 rottur. Árið 1881 var sjerstakur rottu- faraldur í ýmsum hjeruðum Ind- lands. Uppskera hafði brugðist tvö undanfarin ár, og það var rottum að kenna, því að þær höfðu lagst á akrana. Nú var hafin herferð gegn rottunum og verðlaunum heitið fyrir hverja drepna rottu., Árangurfnn varð sá, að stjórnin varð að borga verðlaun fyrir 12 miljónir rotta, sem drepnar voru, Shipley segir að um eitt skeið hafi líklega verið 40 miljónir rotta i Englandi. En tjónið, sem þær valda árlega þar og í írlandi er tnetið á 15 miljónir Sterlingspunda. Gistfhúsaeigendur i Bandaríkjun- um segja að hver rotta í húsinu y^ldi sjer að m.ir.?t3 ko^ti 5 dclÍ3í3- tjóni á ári. En í stórborgum Banda- ríkjanna er talið að rotturnar sje eins margar og fólkið. Árið 1909 var reynt að komast að því hve miklu tjóni rottur mundu valda í Washington og Baltemore á einu ári. Niðurstaðan varð sú að tjónið í Washington næmi 400.000 dollara og í Baltemore 700.000 dollara, og var það um $ 1.27 til jafnaðar á hvert mannsbarn. Á sama hátt var reiknað að tjónið, sem rottur gerðu bændum í Bandaríkjunum, rnundi nema 35 miljónum dollara á ári í Danmörk er tjónið viðlíka mikið hlutfallslega, ofurlitið lægra í Frakklandi, en minst í Þýskalandi Árið 1878 ollu rottur hungurs- neyð í Panama með því að eta kornið af ökrunum áður en upp- skerutíminn var kominn. Árið 1615 fluttust svartar rottur til Bermuda og á næstu tveimur ár- um fjölgaði þeim svo ákaft að þær voru orðnar landplága. Þær átu upp ávexti af trjánum, eyðilögðu akra og garða, nöguðu börk af trjám, svo að þau dóu. Afleiðingin varð hungursneyð meðal íbuanna. Þá voru sett lög, er skylduðu hvern mann til þess að hafa tólf rottu- gildrur engdar dag og nótt. Þetta dugði ekkert. En svo hurfu rott- urnar skyndilega. Það var eins Og þeim hefði verið sópað burt og enginn skildi neitt í þessu. Sjálfsagt hafa þær allar drepist úr einhverri pest. Er þetta dæmi einstakt um það hvernig rottur koma alt í einu eins óg stefnivargur, en hverfa svo aftur jafn skjótlega, SIÐAN rottan lagði lag sitt við manninn, hætti að lifa á víðavangi en settist að í bygð, hafa þessar tvær skepnur verið óaðskiJjanlegar og þó ált í sífeldri styrjöld. Hvor- ug hefur getað útrymt hinni og margt er likt með þeim. Rottan er alæta, eins og maður- um, og hun elur 3fhv*ím á hvaðg tíma árs sem er, eins og maðurinn. Hjá rottunum er karldýrið stærra, en kvendýrið feitara, líkt og hjá mönnunum. Rottur þrífast alls staðar, við hina ólíkustu veðráttu, eins og maðurinn. Þær eiga sífelt í stríði innbyrðis, eins og maður- inn Þær gera engri annari skepnu gagn, og hið sama má segja um manninn. Það munu vandfundnar aðrar lífverur á jörðinni, sem ekki gera einhverjum gagn. Skordýrin, sem gera mikið ógagn, gera líka mikið gagn. Flestar skepnur láta sjer nægja sitt afskamtaða upp- eldi, en rottur og menn lifa ein- göngu á rányrkju á öllum sviðum. Útrýmingarstyrjöld brúnu rott- unnar gegn systur sinni svörtu rottunni, á enga hhðstæðu í sögu jarðarinnar, nema hvað maðurinn er nú að búa sig undir það að verða ekki eftirbátur rottunnar að þessu leyti. Mennirnir eru grimmir og miskunnarlausir eins og rotturnar. En rottan hefur eina afsökun, sem maðurinn hefur ekki. Rottan hef- ur ekki sál, það er að segja hún hefur enga meðvitund um gott nje illt, rjettlæti nje ranglæti. Það eru nú um 2500 ár síðan þeir Plato, Buddha og Konfucius voru uppi. Urn 2000 ár síðan Krist- ur var uppi. Síðan hefur mannkyn- ið eignast marga afbragðs andans menn, sem gnæft hafa yfir fjöld- ann. Þeir haia smárn saman lyft mamikyninu hærra og hærra. Þeir hafa verið forvígismenn þeirrar framvindu, sem gefið hefur vonir um að maimkynið ínundi þroskast syo, að það losaöi sig algjörlega við dýrseðlið. En undanfarandi tvær heimsstyrjaldir sýna hve enn er dýrseðlið rótgróið í mönnunum. Og liefjist nú þi'iðja heimsstyrjöldin, þá hefur mannkynið sett sig niður á rottustigið. ^ íW 4' 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.