Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 4
652 >* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ENGINN ÞARF AÐ SVELTA HUNGUR er óvinur, sem hefur ekkert þjóðemi. Það deyðir hvern sem fyrir því verður, án nokkurr- ar miskunnar. Atomsprengja hefur engin áhrif á það. Góðgirni eða kærleikur geta ekki sefað það — Eina leiðin til að eyða því er fæða, nóg fæða, til að allir fái nægi- legt. Frá því sögur hófust hefur heim- inum ekki tekist að vinna bug á hungrinu. Síðastliðið ár þurkaði hungrið út eins mörg líf og síðari heimsstyrjöldin, sem stóð í nærri sex ár. Það má segja að hungur leiði af sjer meira hungur, því náttúran reynir að jafna upp hung- urdauðann með því að auka barns- fæðingar. Það er aðferð hennar til að koma í veg fyrir að tegundirnar deyi út. Ef horft er framundan, vaknar sú spurning, hvort þjóðir þær sem lifa í allsnægtum, og þá fvrst og fremst Bandaríkjamenn, geti lifað í fríði í heimi þar sem % mann- kynsins fær aldrei nóg að borða. Þetta er óþægileg spurning, því við vitum að hvorutveggja er til, hung- ur og ailsnægtir. Það er ekki mjög langt síðan að korn lá í kornhlöð- um í Punjab, meðan trylltur og hungraður lýðurinn barðist um úr- gang á götum Calcutta, undir hin- um athugulu augum gammanna. Það er heldur ekki mörg ár síð- an að hveitikorni í Argentínu var brennt. Hversvegna? Svarið er sorglega einfalt: Hinir % svöngu hlutar mannkynsins hafa ekki ráð á að borga matinn. Á öld atomklofninga og margra undursamlegra uppgötvana, hafa miklir hlutar mannkynsins ekki enn lært að notfæra sjer gufuaflið. Helmingur vinnandi manna í heim inum, hefir minna en fjóra doll- ara í kaup á viku. Kínverjar, sem eru Vs hluti mannkynsins, unnu sjer inn að meðaltali 1.80 dollara þangað til kreppan gerði mestan hluta þess að engu. Hvað er þá hægt að gera? Það eru tvær leiðir um að velja: sein- virka og fljótvirka. Hungraðar þjóðir geta smám saman veitt sjer eða framleitt nægi lega fæðu handa sjer, ef þær fá í hendur nýtísku tæki og tækni, annaðhvort til að framleiða fæðu sjálfar eða til að framleiða vörur, sem þær selja öðrum, sem svo framleiða mat fyrir þær. Þetta er grundvöllur hinna víðtæku ráð- stafana sem Sir John Boyd Orr reyndi að fá Sameinuðu þjóðirnar til að aðhyllast. En pólitísk og þjóð- fjelagsleg samhæfing er ekki fljót- virk. Vera kann að hungraður lýð- ur verði farinn að fylkja sjer um nýjan „foringja“ áður en efnahags- kerfið er komið í lag. Önnur og fljótvirkari leið er að nota það, sem þegar er til af fæðu en sem hingað til hefur verið ónot- uð. Vísindin hafa uppgötvað nýj- ar fæðulindir, nýjar íæðutegund- ir, sem við höfum aldrei lært að borða, en sem innihalda öll nauð- synleg efni. Ýms gerfiefni og auka- efni, sem koma fram við fram- leiðslu annara, fæðulindir, sem ekki hafa verið notaðar nærri til fullnustu hingað til, svo sem sjór- inn, sem mætti framleiða úr miklu meira af ódýrri fæðu á ódýran hátt en gert hefur verið. Nýting á þessu, sem að framan hefur verið drep- ið á mundi forða heiminum frá hungri. Hjer er merkilegt verkefni fyr- ir Sameinuðu þjóðimar, engu þýð- ingarminna til viðhalds friði, en eftirlit með atomorku og afvopn- un og hvað annað. Auðvitað kost- ar þetta peninga en harla litla í samanburði við það sem heims- styrjöldin siðari kostaði einn ein- asta dag, eða það sem matvæla- stofnun Unrra kostaði á einiun mánuði með sínu gamaldags sniði. Fulltrúi Norðmanna stakk upp á því að stofnaður yrði sjóður með eins dags launum allra meðlima Sameínuðu þjóðanna. Fengist þannig ef til vill 7750 millj. dollara upphæð. Sennilega myndi slík upp- hæð nægja til að koma fyrnefndri áætlun í gang. Lykillinn að þessum nýju gnægð um er lífefnagreining fæðuefn- anna, en þau eru: feiti og kolhydröt til framleiðslu hita og orku, eggja- hvítuefni og aminosýrur þeirra til viðhalds líkamanum, sölt til að frumurnar geti starfað og' fjörefni sem nokkurskonar kveikju til að næringarefnin notist að fullu. Frá alda öðli hafa menn aðallcga leitað þessara fæðutegunda í til- tölulega fáum efnum, svo sem korni og kjöti, mjólk og eggjum, sem eru afurðir húsdýra, sem fóðr- uð eru með korni og grænmeti. Nú eru vísindin tekin að veita öðr- um fæðulindum meiri og meiri at- hygli og reyna að auka fæðufram- leiðslu úr eldri fæðulindum. Hjer skulu nefnd nokkur dæmi um þær leiðir, sem vísindin fara til rann- sóknar á þessum efnum. Kjötlaust kjöt. Hinn venjulegi eggjahvítugjafi er kjöt. En nýar tegundir af gervikjöti hafa inni að halda jafngott eggja- hvítuefni og langtum meiri vitamin með margfalt minni kostnaði. í keri sem er tíu teningsfet að rúm- máli, má framleiða eins mikið af eggjahvítuefni á tíu dögum og hægt er að framleiða á eitt þúsund ekra beitilandi fyrir búpening í heilt ár Bragðið? Sum afbrigði af geri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.