Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5B7 ..*9_____ • V r r Vínuppskera í Burgund torginu við dynjandi fagnaðarlát áhorfenda. Hinir fjelagar hans birtast einn af öðrum sveittir og sumir, að því er virðist, örþreyttir. f’ylkingin hefir þynnst æði mikið frá því er skeiðið hófst. Fjölmargir hafa helst ur Jestinni. Ytirlið og of- þreyta, stærri og minni slys hafa verið daglegir viðburðir frá byrj- un. Frakkar í cssinu sínu! Dijon er öll á ferð og flugi allt fram til kvölds, eftir að sjálf „Tour de France“ aldan virðist gengin yfir. Auglýsinga- og prangarastarf- semin hefir gripið tækifærið og reynir óspart að hagnast á mann- söfnuðinum, sem kominn er sam- an í hjarta borgarinnar. Á einu götuhörni stendur ná- ungi hálf grafinn í bókaskræðum og gömlum tímaritum, sem hann með ópum og berserksgangi otar að vegfarendum. Sá næsti hefir á boðstólum skræplita myndaklúta, sem hann breiðir út og básúnar með svipuðum tilburðum og koll- ega hans fyrnefndur. Við næsta fótmál mætum við manntetri, hálf- sliguðum undir bunka af flosuðum gólfdreglum frá Marokko (að hans sögn!), sem liann ber um öxl. í hinni hendinni heldur hann á stórri körfu með allskonar glingri, speglum , skriffærum og haglega gerðum leðurmunum. Hann virðist of þjakaður undir byrðinni til að bjóða út varning sinn af öðrum eins eldmóði og hinir tveir, en held ur ráfi sínu áfram hægt og hálf vonleysislega. Ef til vill tyllir hann sjer niður, ef fyrir honum verður auður bekkur til að lofa þreytunni að líða um stund úr handleggjun- um. Jeg og rtnkona miti ein frá Eng- Itr.di, sem er með mjer, gerumst einnlg þreyttar á rápinu, svo að við leitum okkur hælis í uppáhalds griðastað okkar, yndælum skraut- garði við Darcy torgið, sem er hinn fallegasti af mörgum öðrum álíka, sem Dijon er viðurkennd fyrir. Þarna höfum við ágætt útsýni yfir lífið sem iðar á torginu fyrir framan í glampandi síðdegissól- inni. 100 ostategundir. Stórir auglýsingavagnar með alls konar útbúnaði og gjallandi hátöl- urum, til að draga að sjer athygli fólksins, mjakast gegnum þröng- ina. Af og til rignir niður allskon- ar blöðum og' bæklingum, sem vekja furðulegan æsing og óróa. Við hættum okkur í einn slíkan bardaga fyrir forvitni sakir, þar eð aðgangurinn virðist sjerlega á- kafur, svo okkur dettur í hug, að eitthvert dýrmæti kunni að vera annars vegar. Það, sem við höfum upp úr krafsinu er svo, eftir allt saman ekki annað en smápakki af auglýs- mgaspilum fyrir eina af ostateg- undum Frakka, sen> þeir stæra sig aí að sktpti hur.díuðum. Þessa teguud kalla þeir „Kýrin, sem hlær“. Myndin utan á pakkanum, sem rimman stóð um er samkvæmt því af kú, sem reyndar er veru- lega brosleit. Mjer verður á að óska, að til mín væri kominn snot- ur biti af þessum góða „hlæjandi kýrosti“, þó ekki væri nema tii samanburðar á „alvarlega kýrost- inum“, sem jeg borðaði á dögun- um og bragðaðist afbragðs vel. Dansað og drukkið dag og nótl. Við drögum okkur í hlje á ný og hlustum á hin margvíslegu hljóð frá torginu, sem renna sam- an í eina háværa glamrandi suðu. Við og' við fáum við greint óminn af dillandi Strauss-völsum eða væl- andi Ameríku-jazzi frá einu af vín- veitingahúsunum umhverfis torg- ið, þar sem drukkið er og dansað að því er virðisl dag og nótt. Já. Þarna eru Frakkarnir sann- arlega í essinu sínu. Háskólinn — 16 þjóðcrni. En þetta var nú Ijíttlynda hlið- in á Dijon. Ef við yíirgefum ysinn cg skarkalaím. á -Darcy torgmu og gongum þaðan eftir aðalgótu borg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.