Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 4
668 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS artnnar, „Rue de la Liberté*1, kom- um við eftir nokkrar mínútur að reisulegri háskólabyggingu, þar sem um 2000 stúdentar strita að námi •sínti meiri hluta ársins. Þetta er einn af 16 háskólum Frakklands, stofnaður í lok 18. ald- ar, fyrst og fremst sem lagaskóli og enn í dag er það lögfræðideild- in, sem skipar öndvegissessinn og nýtur álits og viðurkenningar út á við, enda fjölmennari en nokkur hinna deildanna við háskólann. Um alllangt skeið hefir hann, á samt fleiri frönskum háskólum, haldið uppi þeirri venju að skipu- leggja í sumarfríinu námskeið í frönsku fyrir útlenda stúdenta, og það er einmitt vegna þess, sem jeg dvel hjer um mánaðartíma. Stú- dentar af 16 þjóðernum eru hjer saman komnir, meiri hlutinn ítalsk- ur, þýskur og enskur, alt frá ný- bökuðum menntaskólastúdentum tíl roskinna og ráðsettra kennara, sem ekki eru enn fullsaddir á lær- dómi og námi. Daglega fara fram fyrirlestrar og kennsla í franskri málfræði, bókmenntum og sögu, í eitt. og allt. fræðandi og skemmtilegt, á meðan fyrirlesamir gerast ekki svo há- fleygir eða flugmælskir, að vísdóm- urinn fari fyrir ofan garð og neð- an hjá áheyrendunum eða á hinn bóginn svo hversdagslegir og fast- heldnir við ómissandi málfræði- reglur, að allur tíminn fari í drengi- lega baráttu þeirra gegn áleitnum geispum og andlegu aðgerðaleysi. — Hvort tveggja er til í dæminu. í boði borgarstjóra. Dag einn er hinn gestkomandi stúdentahópur hátíðlega boðinn að skál í ráðhúsi Dijon borgar, sem er eitt meðal hinna mörgu stórhýsa, sem byggð vftru á hertogatímabil- inu á 15. öld. Hvítvín og carsis gló- ir á glösum. Borgarstjóri kveður sjer hljóðs.og.|lytur stutt og hressi- legt ávarp. Gengur að því búnu allt um kring og heilsar hverjum og einum með handabandi, spyr að þjóðerni og hefir hnyttiyrði á tak- teinum. Röðin kemur að okkur, nokkrum Norðurlandastúdentum, sem höldum hópinn saman og mæl- um á Skandinavisku!, sem reyndar er brot á almennri samþykkt um, að jafnan beri að talast við á frönsku í hinu alþjóðlega samfje- lagi. Hvað um það. — Jeg tek kveðju háttvirts borgarstjórans eins kur- teislega og jeg get og kveðst koma frá íslandi. Hann er strax með á nótunum og gerir athugasemdina vanalegu, sem jeg nú orðið kann miklu meira en utan að: „Jæja — frá íslandi! Þjer eruð heldur enn ekki langt að komnar“. Ef til vill er hann einn meðal hinna mörgu, sem skipa íslandi og Norðurpóln- um í sama númerið. — Hann um það. Næst víkur hann sjer að Svía einum, sem stendur næstur mjer, og það er eins og hlakki ofurlítið í mjer, þegar hann virðist reka um stund í vörðurnar, er hinn sænski segir til síns föðurlands. Hann hafði þó að minnsta kosti kannast þegar í stað við nafnið ísland, hverjar sem hugmyndir hans um það kunna að vera. Nokkrar endurtekningar og út- skýringar af hálfu Svíans rýma fljótlega burt meinlokum úr huga borgarstjórans; en þetta atvik verð- ur samt sem áður til að minna mig á, að mjer var á dögunum sögð sú skilgreining á „typiskum“ Frakka, að hann væri 1) skraut- gjarn 2) illa að sjer í landafræði og 3) borðaði brauð við öll tæki- færi. Hreint ekki svo fjarri sanni, eft- ir því, sem jeg hefi komist næst. Litast um í Bourgogne. Öðru hvoru eru skipulagðar lengri eða skemmri skemmtiferðir um nágrenni Dijon, sem er víða fagurt. Geysi-víðóttumiklar vínekr- ur teygia sig kílómeter eftir kíló- meter með fram þjóðveginum og girnilegir vínberjaklasarnir, sem í gnægð sinni virðast ætla að sliga hinn veikbyggða móðurvið, glóa í heitri miðsumarssólinni. Jeg vildi gjarnan fara hjer hægt yfir og svala þorsta mínum í safa hinna gullnu þrúgna, en þær eru því mið- ur ekki fullþroskaðar enn, einnig sennilegt, að hlutaðeigandi bóndi yrði lítt hrifinn af heimsókn hins fjölmenna og framandi hóps í vín- garð sinn. Hinsvegar er ekki látið undir höfuð leggjast að knýja á dyr einn- ar vínstofunnar, sem á vegi okkar verður til að fá ,,bragð“ af ein- hverju af góðvínum þeim, sem þar eru á boðstólum — ókeypis sam- kvæmt vinsælli hefð, enda ekki veitt í stórskömmtum, þó að nokk- uð fari það eftir örlæti eða að- sjálni vínsölumannsins. Já — það er sannarlega blómlegt og búsældarlegt hjer um slóðir. Mjer dettur í hug, að gaman væri að dvelja um stund á frönskum bóndagarði til að kynnast ofurlítið lífi og háttum fólksins, sem byggir þessar frjósömu sveitir. Annars hefi jeg veitt því eftirtekt, að flest- ir bóndabæirnir, sem við fórum fram hjá virðast óhreinir og ó- hirðulegir, með hálfgerðum „drasl- arabrag", eins og við mundum orða það heima á íslandi. Nei, — mætti jeg þá heldur biðja um einhvern af sviphreinu og reisu legu bóndabæunum okkar heima við Djúp, þó að náttúran sje þar ekki alveg jafn blíð og brosandi. Stríðsvegsxunmerki — þorp I rústum. En mitt í allri hinni friðsælu sveitafegurð erum við allt í einu minnt ónotalega á ógnir og eyði-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.