Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1950, Blaðsíða 12
576 7 ins hafa vissulega að geyma fleiri þyrna en sæt aldin. Þó verður að telja þeim við- k\Fæmu mönnum, sem grimmd og órjettlæti hins sterka hryggir, það til ágætis, að þeir fylltust eldlegri hrifningu yfir öllum, sem kváðust vinna málstað hinna kúguðu og fullyrtu, að kerfi þeirra myndi í eitt skipti fyrir öll útrýma úr heim- inum öllum þeim óþörfu þjéning- um, sem mennimir valda hver öðrum. Silone segir um þetta: Hrifning hinnar rússnesku æsku á þessum fyrstu sköpunarárum nýrrar veraldar, sem við vonuðum allir, að yrði mannúðarfyllri en hin gamla, var fullkomlega sannfær- andi. Og hve bitur urðu þau von- brigði, eftir því sem árin hðu og hmu nýja stjórnarfari óx ásmegin, hagkerfi þess komst í fast form og árásirnar að utan hættu, að sjá þá hvergi hið löngu boðaða lýð- frelsi en í staðinn einræði, sem varð æ meira þvingunarstjórnar- far. Þó staðfestir Silone að lokum ó- bilandi trú sína á sósíalismanum, við lýðræðisleg skilyrði. Fyrstu árin kom gagnrýnin gegn sovjetkerfinu nær eingöngu frá menntuðum andstæðingum sósíal- ismans. En verulega lærdómsrík varð hún fyrst seinna, þegar einnig sósíalistar bættust í raðir þeirra, sem höfðu sjeð, að árangurinn i Rússlatldi samsvaraði engan veg inn því, sem þeir voru reiðubúnir að berjast fjTÍr. Sósíalismimi hafði þegar frá upphafi mörg ákveðin markmið: meiri jöfnuð manna á meðal, sterkari áhrif vinnuþega á launakjörin, takmörkun allrar ó- ábyrgrar valdbeitingar og að lok- um — baiði sem árangur og keppi- kefli — gífurlega aukning almennr- ar veimegunar. Til þess að na þessu marki taldi sósíalismicn sig tilr.&yddac að grípa til ýmissi ráða, sem yrðu sársaukafuil fyrir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hina efnuðu, og hlytu því að skapa ótta í fyrstu og siðan andstöðu. Þessi mótspyrna olli vaxandi gremju og stjettarbaráttu, og að lokum hafði hatrið orðið sterkara hjá mörgum en hinar mannúðlegu hugsjónir, sem byltingarskoðanir þeirra byggðust á. Marx hafði fagn -að baráttu og hatri. Þess vegna gilti það nú, — bæði tilfinninga- lega og skynsemislega, — ekki fyrst og fremst heill verkamann- anna heldur ófarir atvinnurekend- anna. Núverandi sovjetkerfi er heldur ekkert annað en hin Marx- íska mannfyrirlitning, sem brotist hefur út Hinar mismunandi einstakling- legu ástæður, sem þessir 6 rithöf- undar hafa haft til að segja skilið við kommúnismann, eru mjög at- hyglisverðar. Koestler varð í til- neyddu aðgerðarleysi í Franco- spönsku fangelsi skyndilega ljós þýðing einstaklingsins. Þegar Silone var beðinn um að sam- þykkja hina opinberu fordæmingu á skjali, sem Trotski hafði samið, og hann bað um að mega að minnsta kosti sjá fyrst viðkomandi skjal, var honum svarað því, að flokksaginn krefðist þess af hon- um, að hann fordæmdi það ólesið. Richard Wright vildi, þrátt fyrir það að hann var meðlimur í flokkn -um, halda áfram að vera rithöf- undur og varð fyrir svo mikillt tortryggni hinna amerísku fjelaga sinna gagnvart menntamönnum, að þeic/ sáu sig tilneydda að kæra hann sem svikara. André Gide sveið umfram allt hin trúarlega dýrkun á Stalín og skorturinn 4 andlegu og listalegu frelsi. Louis Fischer kvaddi eftir langan efa vegna þýsk-rússneska samnings- ins. Spender, sem aðeins var flokksmaður stuttan tíma, fjekk mikla andúð a þeim aðferðum, sem kojmnýnistarnir beittu ti! þess að kúga aðra flokka meðal h rma spönsku konungssinna, en það flýtti reyndar einnig fyrir því, að Arthur Koestler braust undan flokksofstækinu. Hvað mig snertir, þá álít jeg, að öll þessi atriði, hve rjettmætt sem hvert og eitt getur verið. sjeu öllu fremur veikindamerki heldur en hinn eiginlegi kjarni sjúkdómsins. Hin dýpri orsbk er að mínum dómi bölvun ofstækisins og hin full- komlega vöntun á mannúðlegri til- hneigingu. Báðir þessir gallar í sameiningu, — en annar er and- legs og hinn siðferðilegs eðlis — gefa einræðinu og hinum grimm- úðlegu meðulum þess til að ná marki sínu blekkjandi rjettlæt- ingu. Þessir gallar, sem báðir fyr- irfinnast þegar hjá Lenin, hlutu óhjákvæmilega að leiða til siðari mistaka, ef ekki væri komið í veg fyrir þau fyrir einhver utan að komandi áhrif. Sá sem vel er að sjer í sögu, þekkir mannlegt eðli og hefur á heimspekilegan hátt sjeð, hve rótfalskar kreddubundn- ar skoðanir geta verið, gæti ekki gjarna hafa búist við annarri þró- un en þeirri, sem varð. En þegar efinn og óvissan verða óþolandi, þegar eymd augnabliksins verðui- svo kvalafull á að horfa, að maður af hréinum tilfinningaástæðum óskar ómótstæðilega eftir skjótn' lækningu, þá vilja mennirnir ekk* lengur hlusta á varkár skynsemis- rök, héldur gripa eftir boðskap, sem virðist lofa líkn. Á þennan hátt hefur trúin orðið til hjá bestu a- hangendum kommúnismans. Sagan hefur sjeð mörg dæmi um emræði kennisetninga og þróunar- rás þeirra sem eru ekki bemt örvandi. Pythagoras, sem um tíma gerðist stjórnandi Kroton og hvatti þegna sína stöðugt til þess að gefa sig að rúmfræði og forðast að borða baun- ír, var hinn fyrstþ sem valdi ráð- gjaía elnvörðungu eítir trúar- játniagu þelrra. En íbúar borgar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.