Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 samband Reykjavíkur og Seltjarn- arnesshrepps um framfærslu þurfamanna. Dýrtíð og vöruskort- ur svarf meir og meir að fólkinu og eru þar um hörmulegar sögur. Árið 1813 segir bæarfógeti svo í skýrslu til stjórnarinnar, að þá gangi neyðin nær mönnum held- ur en hann viti til af eigin reynd og nú stórsjái á % af íbúunum í Reykjavík. Castenskjöld var þá orðinn stiftamtmaður, og hóf hann nú máls á því, að rjett væri að slíta sambandi Réykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps. En bæarfó- geti var því andvígur og kvað það ekki geta komið til mála, því að aldrei hefði ástandið verið alvar- legra en nú. Og við það sat í það skifti. LEIÐ NXJ og beið fram til ársins 1834. Á því ári öndverðu voru gefnar út reglur um fátækramál- efni. Segir þar að hver hreppur skuli vera sjerstök framfærslusveit, með þeirri undantekningu að Reykjavík skuli vera í sambandi við Seltjarnarnesshrepp um fá- tækramál. Segir þó, að ef ráðlegt teljist að þessu sje breytt þá skuli amtmaður senda álit og tillögur um það til Kansellí. Árið eftir gerist svo það, að lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur er stækkað að mun. Er þá bætt við það Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Seli, Örfirisey, Arnarhóli og Rauð- ará, ásamt öllum kotum í landi þeirra. Urðu þá takmörk lögsagn- arumdæmisins þessi: Að vestan lönd Eiðis og Lambastaða, að sunnan Skildinganesland, að aust- an Laugarnessland. Með þessari breytingu fekk Reykjavík í sinn hlut flesta þá tómthúsmenn, er hjer höfðU sest að. EEYKJAVÍK var -itú órðih svb stór, að ’full áataeðc þótti -ti! að hún fengi regiugerð um -bsearmél- efni sin. Því var það á öndverðu ári 1839 að amtmaðurinn í Suður- amtinu skrifaði Kansellí brjef um þetta og sendi með frumvarp að slíkri tilskipun. Var hún alveg sniðin eftir tilskipun um bæar- málefni í Danmörk, nema hvað gert var ráð fyrir því að enn heldist samband kaupstaðarins og hrepps- ins um fátækramálefni. Kansellí sendi frumvarpið til embættis- mannanefndarinnar, sem settist á rökstóla þá um sumarið, og bað um álit hennar. Nefndin varð sam- mála um að gera þá höfuðbreyt- ingu á frumvarpinu, að sambandi Reykjavíkur og Seltjannarness skyldi slitið og fjárskifti fara fram að bestu manna yfirsýn. Nefndin rökstyður þetta á þann hátt, að ástæðan fyrir fjelagi bæar og hrepps um fátækramál hafi fallið niður um leið og lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur var stækkað. Áður hefði það ekki verið nema sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í fátækraframfærslu tómthús- manna, sem bjuggu utan lögsagn- arumdæmisins en stunduðu vinnu í bænum. Áður en tillögur embættis- mannanefndar væri sendar Kan- sellí, leitaði stiftamtmaður álits bæ- arstjórnar Reykjavíkur og hrepp- stjórans í .Seltjarnarnesshreppi. Á- lit bæjarstjórnar fór í þveröfuga átt við skoðanir embættismanna- nefndarinnar. Segir svo í því: „Áður en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað var fult af þurfamönnum á næstu bæum. Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Sauða- gerði, Seli, Rauðará o. s. frv. Voru þeir aðallega hjer úr sýslunni, en þó víðs vegar að af landinu. Það gerði ekki svo mikið til á meðan íátækraframfærslan var sameigin- Jeg, þótt lögsagnarumdæmi Réykja víkur væri stækkað, en-hefði -rhehh þá-grunað að -aðskilnaður fátækra- mélefna-hreppsms og-þqeorins vær. í aðsigi, hlutu menn að sjá að stækkun lögsagnarumdæmisins yrði til tjóns fyrir bæinn og mjög þungbær, því að á þessu svæði býr fjöldi þurfamanna úr sýslunni. Það hefði því verið happadrýgst fyrir Reykvíkinga, að lögsagnarumdæm- ið hefði ekki verið stækkað, því að þótt hreppurinn tæki nú við öll- um þeim þurfamönnum, sem þar eru, þá er hætt við að fátæktin verði þar svo arfgeng, að fjöldinn allur af þeim tómthúsmönnum, sem eftir verða, muni þurfa á mik- illi fátækrahjálp að halda, einkum ef harðnar í ári. Vjer teljum því, að skilnaður bæar og hrepps muni verða bænum mjög þungbær þeg- ar fram í sækir, nema því að- eins að lögsagnarumdæmi Reykja- víkur verði aftur minkað, og látið vera eins og það var fyrir breyt- inguna 1835“, HJER KEMUR allgreinilega fram sú einangrunarstefna, sem þá ríkti hjer í bænum, og átti eílaust upp- tök sín hjá hinum dönsku kaup- mönnum, sem sáu eftir hverjum eyri til almenningsþarfa, þótt þeir hfðu sjálfir í sukki og sællífi. Bæn- um var orðin hin mesta nauðsyn á því að færa út kvíarnar en samt vildi bæarstjórn nú vinna það til fvrir meðlag nokkurra þurfamanna að marka bænum sinn upphaflega bás á landi jarðarinnar Víkur. Þetta var þó aðeins fljótfærni hjá bæarfulltrúunum, eins og þeir sáu siðar Vegna þéssarar afstöðu bæar fulltrúanna þótti Kansellí viðsjár- vert að fara fram á skilnað bæar og hrepps. Sendi það því frumvarp- ið aftur til embættismanna nefnd- arinnar og bað hana að taka það til athugunar að nýu. Jafnframt Ijét Kansellí ■ þess getið að það teldi að -Seltjarnarneshreppur mur.di bíðs. tjór. af-skilhaðipurn, er. ReýkjaviK. giteða á honum. Hœtta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.