Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55 ( LÍFSHÁSKA SMÁSAGA EFTIR Guðmund Gíslason Hagalín ALLIR fullorðnu karlmennirnir — að undanskildum Jóni fjósa- manni — höfðu farið í hákarla- legu og mjer og Kristni, vini mín- um og jafnaldra, hafði verið falið það ábvrgðarmikla starf að sjá um beitarhúsfjenaðinn. Við vorum ekki nema ellefu ára gamlir, en við áttum að gefa fjörutíu ám morgungjöfina, reka þær á beit, smala þeim síðan og koma þeim í hús. Og ofan á allt þetta áttum við að hóa saman fimmtíu sauð- um. reka þá heim í Kerlingarhóla og telja þá þar. Við vorum nú búnir að þessu öllu saman, með hjálp hundanna, Skráms og Kátínu, og vorum á heiðleið. En af því að ennþá var biart og veðrið unaðslega gott, þó að sólin væri gengin undir og nokkur froststirðningur væri, höfð- um við ekki getað neitað okkur um að leggia dálitla lykkju á leið okk- ar. Við höfðum farið inn í Eyjólfs- nes til þess að athuga, hvort ekki lægi uppi selir á skerjunum á Djúpadalspolli eða á steinunum erfiðustu árin. Án skóganna og hins ifullkomna iðnað^r. sem lá honum byggist, hefði þjóðinni alls ekki ver- ið kleift að byggja upp landið á ný og afla sjer gjaldeyris fyrir þeim mikla innflutningi, sem Finnland get- ur ekki verið án, síst meðan verið er að greiða hernaðarskoðabæturnar. Án skóganna gætu Finri'ar ekki verið sjálfstæð þjóð, fram af nestánni. Og jú, jú, — það stóð heima. Á steinunum fram af nesinu lágu tveir fullorðnir land- selir. Ekki var nú svo vel, að við hefð- um byssuhólk. Okkur var meira að segja harðbannað að snerta a slíku verkfæri. En það var nú sama: Það var gaman að horfa á selina, og að nokkru leyti gátum við svalað þeim veiðihug, sem i okkur var. Við læddumst niður í fjöruna, skriðum á milli svartra klappa og eins langt fram og við gátum komist, án þess að selirnir yrðu okkar varir. Svo lágum við grafkyrrir og miðuðum á þá vísi- fingri hægri handar og sögðum dúm!! — þegar ekki varð betur miðað. En brátt þreyttust við á þessum leik, en störðum góða stund á selina. Þeir lágu þarna, hnellnir og gljáandi, tevgðu annað veifið úr álkunni og svipuðust um til þess að fullvissa sig um að öllu væri óhætt. Svo litu þeir hvor til ann- ars og rumdu við, byltu sjer síðan á steinunum, svo að það buldi í. já, stundum heyrðum við frosið blöðruþangið springa með stuttum, en snörpum hvelli. Svo fórum \dð að góla, revnd- um að góla eins og selir gera stund- um. En þá óróuðust hundarnir, sem stóðu uppi í fjörunni með niður- lagt skottið. Kátína fór að ýlfra og bopsa, og Skrámur tyllti sjer á rassinn, teygði úr hálsinum, fitj- aði upp á trýnið, ranghvolfdi aug- unum og spangólaði svo ámátlega, að það minti á útburðarvæl, sem við höfðum heyrt eitt kvöldið í vetur frammi í mýrum, þegar við vorum að sækja hestina. Sel- irnir ókyrrðust og við hættum að góla og sneyptum hund' . Allt í einu varð mjer litið út á spegilsljettan fjörðinn og það var ekki um að villast: Báturimi var á leið í land — sökkhlaðinn og með hákarla á seil. Þá var nú lík- lega eins gott að hraða sjer heim. Ekki máttum við fyrir nokkurn mun missa af þeirri skemmtun að sjá bátinn lenda með fullan skut- inn af lifur, barkann fylltan há- karlabolum — og með stærðar skepnur í eftirdragi. En nú vorum við niðri í Eyjólfs- nesi, og það var ærið langt upp á veginn inn yfir Djúpadalinn, og svo var það allt á fótinn. Hvort það mundi nú ekki undir því eig- andi að fara fjárgötuna, sem lá á ská inn og upp af Djúpadalspoll- inum? Hættulaust var það alls ekki. Það voru hamrar fram með sjón- um, þegar inn eftir dró, og gatan lá ofan við hamrana, sums staðar ærið nærri brúnunum — og aur- arnir voru brattir og víða svell og harðir skaflar. Hamrarnir voru kallaðir Tök — og gatan var nefnd Takagata. Við litum hvor á annan og hugs- uðum báðir það sama. Svo sagði Kristinn: „Ætli við leggjum ekki í það að fara Takagötuna?“ Jeg dró svarið við mig og sagði síðan: „Jeg veit ekki. .Teg er nú ekk- ert sjerlega fær — eins og þú veist. Það væri þá helst, ef þú tr ys+ir þjer til að pjakjca fyrir okkur spor — nógu dj--.p og örugg.“ „Þú ert nú engin kýr“ sagði Kristinn drjúgur, vissi, hv^ j har.n mátti bjóða sjáifum sjer. Hann var miklu færari en jeg í fjöllum og öðrum torfserum, þó að við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.