Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Skúla Thorlacius í Kaupmanna- höfn, en hvergi nærri hans jafn- ingi. Páll Jakobsson, sem verið hafði konrektor í Skálholti, var skipaður konrektor, en svikist var um að skipa þriðja kennarann. Húsakynnin. Öllum heimildum ber saman um það, að ljelegri skólabygging hafi aldrei verið til á íslandi heldur en Hólavallarskóli, nje ólánlegri að öllu leyti. Að vísu var skólanum valinn einhver fegursti staðurinn í Reykjavík. En sá galli var á, að þar var mjög veðrasamt og stóð austanáttin beint upp á dyrnar. Þar í kverkinni milli aðalhúss og álmu safnaðist ætíð snjór þegar hríðar voru og hlóðst þar upp í skafla, sem náðu upp á miðja glugga. Alt var húsið gisið og hrip- lekt frá upphafi. Er það og ófögur lýsing, sem skólameistari gefur biskupi á því þegar á öðrum vetri, sem skólinn starfar þar, en hún er á þessa leið: „Læsestuen er þá þann veg á sig komin, að nær eð stríð snjófjúk tilfalla, láta hennar gluggar inn- drífa, svovel um kring trjekarma, sem um blýramma, so mikinn snjó, að hann í bunkum safnast í og undir hverjum glugga að innan, hvör fótum þjappaður treðst í gadd og lætur sig ei so hreint síðan burt hreinsa, að ei endel þar af smeltist og á grundvöll falli. Aftur á móti þá megn hlákuveður tilvilja, drífa stríðir straumar greinavís frá hverj -um glugga, eð móti veðri horfir. Þessi vatnsþorre leitar þá gegnum gólf, hvar liann optast frýs og aflar ubehagelige Fölger. Iivörn trekk síiker gluggar orsaka, þarf ei mælda.... Svefnherbergið er að þaki svo óþjett, að hvorki heldur úti snjó nje vatni.... Stuttlega oftir nærverandi nú tauldu. ástandi, or vafla fyrirsjáwlegt, að Disci- plene kmyae til langframa við 'slík Ljelegheit heilsu halda, en síður líkvænlegt, að æskilegum fram- faurum tekið geta í ■ sínum bók- námsiðkunum, og vilji þeim ei heilsa endast, munu þeirra kjör ei alkdðunanleg í slíku' værelsi/1 Út af þessari umkvörtun var það, að nokkur viðgerð fór fram á skóla- húsinu sumarið 1790, eða nær tveimur árum seinna. Til eru þó lýsingar skólapilta sjálfra á húsa- kynnunum eftir að þessi viðgerð fór fram. Guttormi Pálssyni, er varð kennari við skólann og seinna prestur í Vallanesi, segist svo frá: „Á svefnlofíi pilta snjóaði inn á gólf, þegar hríð var úti og hvass- viðri, svo að piltar áttu fult í fangi með að halda á sjer hita í rúmun- um. Veturinn 1791, þegar jeg var þar í skóla, gerði 18 stiga frost nokkra daga í desember, og eftir fyrstu nóttina vorum við piltar svo stirðir af kulda, er við áttum að fara á fætur um morguninn, að við naumast gátum hreyft okkur. Næstu næturnar gripum við til þeirra ráða, að leggjast undir efri undirsæng'ina og stinga skónum okkar, sem voru votir eftir útiveru okkar, undir höfðalagið, til þess að geta komist í,þá næsta morgun.“ Bjarni Þorsteinsson amtmaður, sem kom í skóla 1795, segir að „piltarnir nálega alhr, nema hinir hraustustu, urðu sjúkir af kláða og öðrum kvillum, sem stafaði af kulda og illu mataræði.“ Og Sveinn Pálsson getur þess, að af 32 piltum sem voru í skólanum 1803, hafi 24 veikst af skyrbjúg, að vísu ekki allir á jafn háu stigi, en þó svo, að 9 urðu að liggja rúm- íastir vikum saman. Námstyrkur skólapilla var 24 rdl. en nokkrir skildmgar voru dregnir af hverjum til þess að greiða landlækni í Nesi eftirlit með heilsuí'ari í skólanum. En á Jiinn bóginn var alls ekki gext ráð fyrir því, þegar skóhnn-var reistur,- íll að piltar gæti veikst eða þurft á hjúkrun að halda, því að þar var engin sjúkrastofa. Hefði þó verið full ástæða til þess, enda þótt skólahúsið hefði verið ágætt í alla staði, að þar hefði verið sjukra- stofa til vonar og vara, þar sem ekkert sjúkraskýli var til í bæn- um. En þar sem húsið var nú jafn bágborið og áður er lýst og vistin þar heilsuspillandi, var mörgum sinnum meiri þörf á sjúkrastofu. Sú varð einnig reynslan að heilsu- far pilta var mjög slæmt á hverj- um vetri, og jafnaðarlega margir sjúkir. Áttu sjúklingarnir eklii ann -ars'kost en liggja í rúmum sín- um á svefnloftinu í kulda og drag- súg, umhirðulausir að öðru en því er fjelagar þeirra gátu annast um þá. Væri um alvarlegan sjúkdóm að ræða varð að koma sjúklingn- um fyrir í einhverju kotinu, því að þótt þau þætti ljeleg, voru þau þó hlýrri en skólinn og aðbúnaður þar betri. Kennarar skólans Gísh Thórlacius skólameistari var sonur Þórðar Brynjólfssonar Thorlacius. Hafði hann stundað nám í Skálholtsskóla um tvo vetur, en síðan farið til Kaupmannahafn- ar, Iokið þar stúdentsprófi og tekið embættispróf í guðfræði 1768. Var hann síðan um 10 ára skeið hjer á landi, þar af 5 ár klausturhaldari á Þingeyrum, en var ytra þegar hann náði í skólameistaraembætt- ið. Hafði hann þótt alldrykkfeldur í skóla, en er hann var kominn til Reykjavíkur magnaðist drykkju- skapar ástríðan um allan helming. Kom hann stundum ekki til kenslu tímunum saman. Þeir Levetzow stiftamtmaður og Hannes biskup áttu að hafa yfirumsjón með skól- anum, en hvorugur var nær stadd- ur, biskup í Skálholti en stiftamt- maður á Bessastöðum, Auk þess var þá samkomulag þeirra ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.