Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1951, Qupperneq 1
HEILOG JOHAMNA Þættir úr íormála Bernard Shaw SAGA HEILAGRAR JÓHÖNNU hefur orðið viðfangsefni margra sagnfræðinga og skálda. Bókment- irnar um hana hófust þegar í sam- tíma hennar. Hún kemur fyrir í ein- um söguleik Shakespeares: Hinrik VI. og talin þar sendiboði Satans. Chapelain yrkir um hana um miðja 17. öld og Voltaire svo sem öld seinna, (La Pucelle, 1756) og dró dár að henni og trúarboðskap henn- ar, þó að annarsstaðar hafi hann skrifað virðulegar um hana. Enska skáldið Southey orkti kvæði um hana. Schiller gerði um hana frægt leikrit, sem dr. Alexander Jóhannes- son þýddi á íslensku og flutt hefur verið hjer í útvarpið, (Mærin frá Orleans). Nýtt leikrit er einnig til um hana eftir ameríska skáldið Max- well Anderson (Joan of Lorrain 1947) og á grundvelli þess hefur ver- ið gerð kvikmyndin, sem sýnd var hjer í Gamla Bíó. Annað nýjasta leikritið um hana er eftir Josef Nowak (Jóhanna i Rúðu, 1948). Tvö af höfuðskáldum Frakka á seinustu tímum hafa skrifað mikil rit um Heilaga Jóhönnu: Anatole France og Charles Péguy. Merkasta skáldrit nú- tímans um heilaga Jóhönnu er leik- ur G. Bernard Shaw (frá 1924), sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu (í þýð- ingu Arna Guðnasonar) og er af flestum talinn hámark skáldskapar hans. Mörg og mikil heimildarrit um sögu heilagrar Jóhönnu hafa einnig verið gefin út, fyrst og fremst máls- skjölin úr rjettarrannsóknunum út af henni. Það eru fimm bindi (gefin út af Jules Quicheret 1840). Brjef hennar háfa líka verið gefin út og skjöl varðandi hana í páfagarði og rannsóknir á mýndum af henni. Er nú helst talið að samtíma myndir af henni sjeu ekki tíl áreiðanlegar. Það var franski sagnfræðingurinn Michelet sem einna fyrstur lýsti Jó- hönnu með þeim glæsibrag, sem gerði hana að þjóðhetju. Hann gerði sögu hennar að hámarki miðaldarsögu sinnar, en þá voru málsskjölin um hana nýkomin út. „Hvaða helgisaga er fegurri en þessi óræka saga“, sagði Michelet, ,,en við verðum samt að varast það að gera úr henni helgi- sögu“. Hann taldi Jóhönnu ekki að- eins síðasta fulltrúa líðandi tíma, heldur einnig fyrsta fulltrúa nýs tíma, sem var að byrja og lagði grundvöll föðurlandsins, Frakk- lands. Bæði sagnfræðingar og skáld hafa %» \ Likneski Jean d’Arc á torgi í Rúðuborg-. skifst í flokka um skoðanirnar á Heilagri Jóhönnu. Þótt það sje nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.