Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 í Djúpadal. Næst eru tjöld vcgavinnumatina, — Handan við þau sjest bærinn Djúpadalur. henni og alla vangafylluna. Þau urðu afdrif Kerlingar að Gull-Þór- ir hrakti hana í gil er síðan heitir Kerlingargil. Svo segir sagan. En tvö eru Kerlingargil á þessum slóð- um, annað í Djúpafirði, hitt í Þorskafirði, skamt fyrir innan Gröf. Liggur þaðan gata heim að bænum og við hana stendur stein- drangi, sem kallaður er Kerling. Mun gilið draga nafn af honum, og sama máii mun gegna um hitt gil- ið að það dregur nafn af einhverri kerlingu, sem enn stendur þar. Djúpadalur nær langt inn á milli fjalla og inni á dalnum eru engj- ar, en þó fremur litlar. í fjallinu yfir bænum eru margir gangar og holur og hafa ýmsar kalksteinategundir sest í holurnar. Silfurberg finst í lækjarskriðum á iniJIi Djúpadals og Miðhúsa, en þó aðallega í djúpu gili liátt í fjallinu skamt frá bænum. Er neðsta kalk- lagið þar um 300 fet yfir sjó, segir Þorv, Thoroddsen, og rannsakaði Jiann það alt að 450 feta Jiæð, þótt illt væri að komast að því. Silfur- bergið er alt gulleitt og því ekki verslunarvara eins og siJiurbergið úr HeJgustaðanámu. Samt Jiefir á seiruú aruru verið sutt þangað ajl- mikið af því og flutt hingað til Reykjavíkur og haft malað í múr- húðun utan á hús. Annars er þarna mikið af ýmsum öðrum fallegum steinum. I sóknarlýsingu frá því um 1840 er getið um einn forláta stein og segir svo frá fundi hans: „Fyrir um 50 árum fann kona hjer í sókn útnorðantil í Reipliólsfjallahálsi Iioit eitt, sem liún segir hafi eins og dunkað undir fætinum, en ver- ið mjög lítið ummáls. Holtið segir hún hafi verið alt með ýmislega litum glansandi steinum, af hvörj- um hún segist hafa tekið einn í fljótlæti og síðan gefið hann konu sjera Runólfs sáluga, sem þá var hjer í Gufudal. Þar eftir hafi prest- urinn ýtarlega spurt sig hvar hún hafi fundið steininn, og þá hann vissi það, hafi hann beðið sig að úlvega þar fleiri steina, en þótt hún reyndi til, segist hún aldrei hafa getað fundið holtið aftur“. — .Fögru steinarnir liggja því þarna enn og bíða eftir fjallgöngumönn- um, sem kanna vilja Reiphóls- fjöll. Djúpadalsá rennur eftir dalnum og er hún enn óbrúuð. Nú var lítið í henni eins og ölluni öðrum berg- vatnsám. Við ókum þvert yfir dal- inn og svo út með firðinum að vestan. Þá fór landslag þegar að fríkka. Tók nú við gróðursæl hjallahlíð með þroskavænlegu kjarri og handan við fjörðinn er hlíðin jafnfríð tilsýndar út að Barmi og þaðan út undir Grónes. Hjer var fje víða á beit og voru dilkarnir stórir og bústnir. Nokkuð utan við Miðhús sáum við tvö tjöld í sljettu skógarrjóðri. Þar var líka grind úr stóru sam- komutjaldi. Þarna hafa bygða- menn haft skemtistað í sumar og haldið þar samkomur. Er þar skjólsamt og fagurt, klettar og skógur, hvammar og dældir, tipl- andi lækur og há brekkubrún á bak við. Þarna hjá tjöldunum sveigir vegurinn upp á hálsinn og liggur þar skáhalt utan í snar- brattri skógarhlíðinni upp að há- Samkoniustaðurinn lijá Údrjúgshálsi. Vegurinn úr Djúpadal liggur utan í snarbrattri hlíðinni upp á klettinn, scia ber jfir tjoldin. j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.