Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 11
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 447 - Á NÝUM V£G/ Frh. af bls. 443. sinni orðið vegabót heldur einnig landbót, því að víðlend sljetta hefði þá komið þar sem hálsinn er nú, og munur hefði verið að geta farið beint á milli Króksfjarðarness og Tjaldaness í stað þess að krækja inn fyrir Gilsfjörð. Og þegar sú landbrú var komin mundi Gils- fjörður hafa þornað og orðið að engi. Því miður varð ekki úr þessu. Ólafur tóni vildi fá gjald af hverj- um bónda fyrir vikið, en þeir tímdu ekki að reiða það af höndum. Póstleiðin hggur yfir Gufudals- háls upp úr fjarðarbotninum og þar liggur símalína litlu utar þvert upp snarbratta hlíðina. Ofarlega í hálsinum hverfur hún, því að yfir hálsinn var lagður jarðsími vegna þess að þar helst ekki sími á staur- um sökum stórviðra. Ekki er á- rennilegt að fara þarna upp þar sem hinn svokallaði vegur er, enda er sagt að gatan liggi i 19 sneiðing- um upp með gili nokkru. Þó er hálsinn enn brattari að vestan og um leið hættulegri þar í dimmviðr- um vegna gljúfra. Þess vegna vígði Guðmundur biskup góði veginn yfir hálsinn. Stendur enn á hjalla nokkrum vestan í hálsinum flatur steinn, sem nefndur er Gvendar- altari. Á þessum steini er sagt að biskup hafi staðið og sungið tíðir, þegar hann vígði veginn Yfir þenn- an háls er engum bíl fært. Þó fóru nokkrir menn með jeppa þar yfir fyrir nokkrum árum og urðu hálf- gert að bera hann alla leið og voru 10 klukkustundir að fara það sem gengið er á IV2 klukkustund. Mun engan fýsa að leika það eftir. Nú legst þessi leið yfir hálsinn bráðum af að mestu þegar vegur- inn er kominn vestur fyrir Skála- nes og inn með Kollafirði. Er von- andi að sá vegur komi sem fyrst og komist innan fárra ára vestur yfir Þingmannaheiði. Þá hafa þessar sveitir fengið vegarsam- band við Patreksfjörð og jafn- framt eru þær komnar í samband við aðal vegakerfi landsins. Er óskandi að hinn nýi vegur leysi þessar sveitir úr álögum þannig, að enginn fýsist þaðan, búskapur aukist og ha^jr manna batni. Það var aðeins að byrja að bregða birtu er við komum á brún Hjallaháls á heimleið. Þá var far- ið að flæða. Þorskafjörður lá speg- ilsljettur fyrir fótum okkar og sá hvergi gára á honum. En á miðj- um firðinum var á einum stað að sjá eins og vellu á hver, eða brot við sker. Þar hvítfyssaði, sauð og vall á litlum bletti og var ein- kennilegt að horfa þar á. Þarna eru hinar svokölluðu Kóngavakir, en Konrad Maurer kallar þær Kólungavakir. Eðlilegt er að um þær hafi myndast ýmsar kynjasögur. Segir svo um það í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Á ýmsum stöðum á íslandi eru kallaðar „tvíbytnur“, það eru vötn sem sagt er að hafi samrensli und- ir jörðinni, en svo djúp, að enginn finnur botn í. Þannig eru kvarnir tvær í Þorskafirði, sem kallaðar eru Kóngavakir. Þorskafjörður er svo grunnur að menn geta riðið hann um fj'öru, en þessar vakir sje ómælanlega djúpar og hafi menn rent í þær 120 faðma löngu færi með sökku á, aðrir segja heilli færatunnu, og ekki náð til botns. Ekki leggur heldur sjóinn á þess um stað, eins og nafnið bendir á, eða mjög seint og sjaldan. Frá þess- um vökum er sagt að sje samrensli við ísafjörð og því sje jafnhátt í sjónum á báðum stöðum, bæði með aðfalii og útfalli. Til merkis um samgöngur fjarðanna er það sagt að einu sinni hafi stór fiyði'a, sem komið hafði á öngui í Isafirði en rifið sig af aftur, komið í ljós í þessum stað í Þorskafirði með öng- uiinn í sier.“ Unnur munnmash heima aö samrensli sje milli Þorskafjarðar og Steingrímsfjarðar. Þá segir og Gafudalsháls framuudan. Út með honum er bærinn Hofstaðir. Þangað hefur nú verið ruddur vegur eftir hjallanum. Sjer út á Gufufjörð, Reykjanesfjall í baksýn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.