Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 7
r— LESBÓK: MORGUNBLAÐSINS ' 443 krúnuna or var það einnig bana* sár. Vegendurnir komust utan sum arið eftir. Gufudalur var prestsetur fram yfir seinustu aldamót. Seinasti prestur þar var sjera Guðmundur Guðmundsson, sem jafnan var kendur við Gufudal síðan. Nú er kirkjunni þjónað frá Stað á Reykja- nesL ★ Spölkorn fyrir framan Gufudal gengur Álftadalur norðvestur úr aðaldalnum. Eftir honum rennur á, sem Álftadalsá heitir og skilur hún lönd jarðanna. Koma oft vond hlaup í á þessa og ber hún þá fram grjót og aur. Einhvem tíma fyrir ævalöngu hefir hún borið fram svo mikið grjót að Gufudalsáin hefir stíflast og hefir því mymdast þar í dalnum stórt vatn og er í því mik- il silungsveiði. Svo var það um 1840 að mikið hlaup kom í Álfta- dalsá og hljóp hún á prestsetr- ið. Vildi prestur þá ekki eiga hana yfir höfði sjer og flutti bæinn upp í hlíðina og stóð hann þar neðst í skriðunum um 50 ára skeið. En kirkjan var eftir á sínum stað og Jdrkjugarðurinn, því að hvergi er hægt að taka gröf nema þar. Sjera Guðmundur ljet flytja bæinn aftur á sinn gamla stað um 1890 og eru nú aðeins fjárhúsin eftir uppi í hlíðinni og nokkurt tún þar um kring. Nú stendur bær og kirkja á lágum hóli á miðri slje’ttunni og byggja menn að þar hafi bærinn staðið frá öndverðu, Um túnið rennur lækur, sem nefnist Kirkju- lækur og metinn er á við kúgildi, því talið er að þar bregðist aldrei silungsveiði ,hvorki vetur nje sum- ar, og megi altaf sækja í soðið þang- að. — ★ Gufudalsháls er bæði hár og brattur. Hann nær alla leið norð- ur í Reiphólsfjöll og skiftir Gufu- dalssveitinni svo að segja í tvent, enda er í daglegu máli talað um Suðursveitina fyrir austan háisinn og Kollafjörð að vestan. (Hann er kendur við Dala-Koll er bygði þar fyrst en fluttist svo inn í Laxár- dal í Dalasýslu). Frá upphafi íslandsbygðar hefir Gufudalsháls verið einhver versta torfæran á leið um þessar sveitir. Því var það að fjölkunnugum manni kom eitt sinn það snjallræði í hug að nema hánn brott. Það var Ólafur tóni, sem numið hafði forn fræði af Straumfjarðar Höliu, og var um skeið ráðsmaður hjá Ólöfu ríku á Skarði. Hann gerði bændum það tilboð að taka Gufudalsháls og brúa með honum Gilsfjorð. Var þarna um tvöfalda vegabót að ræða og hina stórkostlegustu, sem nokkur einn maður hefir ætlað að færast í fang. Það hefði ekki einu Frh. á bls. 447.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.