Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 ganghæfni einkum athyglisverða er að hesturinn framkvæmir þessar ganglistir að mestu af eigin hvöt en ekki fyrir áhrif þess sem á honum situr. Og ennþá vckur það furðu að eig- endur Loga, sem bæði eni mjög vcl hestlagin, harðneita því að þau hafi með áhrifum sínum nokkuð kent honum af listum hans, heldur sje hann að öllu leyti sjálftamið náttúru- barn. Eins og framanskráður þáttur um Loga ber með sjer, þá hefur hann í aðalatriðum komið mjer þannig fyrir í sjón og raun, að hann væri heil- steyptur gæðingur, og fyrir margra hluta sakir fágætur hestur, sem verðskuldaði að minningu lians væri á loft haldið og í heiðri höfð. FÁGÆTT AFMÆLI Nú á þessu vori varð Logi tvítugur. í tilefni af því buðu þau hjón, Krist- inn Hákonarson og Sólveig Baldvins- dóttir, í Hafnarfirði nokkrum hest- unnandi kunningjum sínum í af- mælishóf hans, sem haldið var að heimili þeirra 9. júní 1951. Um kl. 3 e. h. munu allir boðsgestir hafa verið mættir. Var þá sest að hinu dýrleg- asta veisluborði. Samtimis braust blessuð sólin í gegnum skýaþyknið og glugga veislustofunnar, til meiri hlýu og unaðar þessum glaðværa hóp. En þennan morgun til hádegis var einliver mesta stórrigning, sem Höf. á Loga i skemtiferð á tvitugsafmæli gæðings- ins. ' ; -v ■ komið hefur á Suðurlandi um langan tíma (skýfall). Þessi veðrabrigði túlkaði einn veislugesta þannig, að hinni fjölfrjóvgandi lúmnadögg mætti líkja við sífrjóvga og marg- háttaða listkosti Loga, sem hann væri gæddur frá móður náttúru, en sólar- brosið þá staðreynd, að Logi hefði jafnan verið svo gæfusamur að eiga . I mm í * Góðir vinir, Logi og frú Solveig Baldvins- dóttir. HHHBH þá húsbændur, sem sköpuðu honum þau lífskjör, að vera altaí solarmegin á skeiðveUi lífsins. Um kl. 5 var borðum hrundið, söðl- aðir gæðingar og stigið á bak. Eftir að hesta og ístaðsskálar höfðu verið tæmdar, veittu hinir gestrisnu hús- bænduL- hverjum ferðafjelaga nestis- pela. Jeg lagði fyrst á bak Stóru-Jörp. Ilún var þæg og gangmjúk, og samdi okkur hið besta. Lagtvar af stað frá Hiaunhvammi í Hafnarfirði, um Hverfisgötu og Öldugötu, og sem leið liggur upp Kaldárselsveg og fyrst áð á Rjettar- flötum. Þar er að mestu vallgróið sljettlendi. Þarna er sprettfæri gott, og snoturt umhverfi, þó hrjórtugt sje. Þarna eru á hægri hönd svonefhdir Höfðar, en á vinstri Svínhoit, Set- bergslilið og Sljettalilíð. Með í förinni var kvikmyndari. — Þarna á Rjettarflötunum þótti kjör- inn ktikmyndastaður og var nú oð því ráði stefnt að ríða í r ðlum og hringum fyrir kvikmyndavjelina, eft- ir því sem henta þotti og eftir skipun listamannsins. Þegar lagt var af stað að nýu af Rjettarflötum, bauð frú Sólveig mjer að leggja á Loga. Jeg þáði þetta vin- samlega tilboð. Þegar jeg var stiginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.