Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 4H r / Asgeir Jónsson írd Gottorp Loga-mál VETURINN 1942—43 dvaldist jeg á Bessastöðum á ALftanesi. Marga góða gesti bar þar að garði. ílestir voru akapdi en nokkrir ríðandi. Af ríð- andi fólki veitti jeg sjerstaka athygli lijóftum úr Hafnarfirði, þeim Kristni liákonarsyni og frú hans, Sólveigu Baidvinsdóttur. Strax við fyrstu kynni komst jcg að þeirri niðurstöðu, að þau hefðu meíri hneigð til hesta og reiðlistar en alment gerðist. Kristinn reið mó- nösóttum hesti, sem virtist roskinn að árum. Hann var svipmikill og þróttlegur að útliti. Við nánari kynni leyndi það sjer ekki, að hann var skörungur í skapgerð, og einn af mestu skeiðhestum. Reiðhestur Sól- veigar var rauðstjörnóttur, þá á ell- efla vetur, og nefndur Logi. Hann var roeðalhestur á vöxt, grannbygð- ur, friður sýnum og fínlegur með grannan og reistan háls, fíngert klof- ið fax, falleg og vel borin eyru, höf- uðfriður, sviphreinn og svipglaður og hinn þekkilegasti hvar sem á hann var litið. Fótabyggingin virtist sjer- staklega liðleg og gallalaus, og að mikils maetti af þeim fótum vænta. Eftir fyrstu kynni við þessi vel nefndu hjón, varð það að samkomu- lagi að jeg fylgdi þeim stundum á- leiðis til Hafnarfjarðar, þegar þau komu að Bessastöðum nefndan vet- ur, og reið jeg þá jafnan Loga. Vorið eftir reið jeg honum einnig af skeið- vellinum við Elliðaár suður, þar sem vegir skiptast í Hafnarfjörð og að Bessastöðum. Eftir þessum kynnutn af Loga mætti ætla að jeg gæti eitt- hvað sagt um kosti Iians, og mun jeg hjer með eftirfarandi línum gera tilraun til þess. Logi er mikill fjörhestur, þó oft- ast glaðvær, taummjúkur og beygj- anlegur. Reisingin er mikil og höfuð- burðurinn fallegur. Haim getur reiðst mjög skarpt, þegar hann krefst að fá sprett, en er neitað um hann. En þessi geðbrigði lýsa sjer í glæsilegri ■w inynd. Lkki með klurmn átökum eða stífni, eins og sumum skaphestum hættir til. Hann reisir háls og höfuð enn hærra og hoppar Ijett og fim- lega, líkt og kiðlingur í vorglöðum leikdansi. En reiðiköst Loga vara sjaldan lengi. Hann er sáttiús og tekur vel öllum sanngjörnum iniðl- unaríeiðum. Jeg lit á þetta fyrirbrigði sem hjer hefur verið lýst, sem einn þátt í næstum ótæmandi fjölhæfni og listhneigð þessa hugljúfa gæðings. Þó yfirferð Loga hafi verið og sje ena mikií, og ferðin næstum jöfn á stökki og skeiði, þá tel jeg þó ferðhraðann út af fyrir sig ekki til mestu kosta hans, heldur hina listrænu fegurð og fjölhæfni í öllum þeim gangtegund- um, sem hann er gæddur, og hefur yfir að ráða, þar stendur hann fram- ar flestum gæðingum, sem jeg hef kynst um mína löngu æfi, og er þá mikið sagt. Mjer þykir fremur ó- sennilegt að margir íslendingar, sem nú eru á upprjettum fótum hafi kom- ist í kynni við jafn marga góðhesta og jeg hef átt kost á. Skeiðferð Loga er athyglisverð fyrir fegurð og sjerkenni. Hann legg- ur sig mjög fram á skeiðinu, og há- bogasveiflur limanna eru svo hvass- a* og hrífandi, að hrifni hlýtur að vekja hverri hestelskri sál. Þegar jeg kynntist Loga á fyrr um- getnu timabili, þá fanst mjer hann jafnaðarlega ljúfur á gangskiptin, þ. e. grípa skeiðið mcð lítilli bendingu af fyllstu stökkferð og halda skeið- inu á sprettenda, en þó er jeg ekki viss um að hann geri sjer alla menn jafna hvað þetta sncrtir. Jeg finn til vanmáttar þcgar lýsa skal milliferðargangi Loga. Þar stend ur hann að fjölhæfni og list flestum ef ekki öllum góðhestum framar, sem jeg hef kynst. Hann hefur sjálfstætt tvenns konar tölt. A öðru er hann lítið eitt lággengari, óvenju fettíður, og svo ásetumjúkur að þar verður fáu til jafnað. Jeg vil nefna þennan gang yndisspor. Hann svarar til hlið- stæðrar gangteguiidar í Signyar- Logi 10 vetra og þá talinn besti reið- hestur á Suðurlandi. Grána. Sjá bls. 36 í I. bindi ,,Horfnir góðhestar". Á hinu töltfyrirbrigðinu er tölthraðinn meiri, þá reisir hann höfuðið upp að brjósti manns og fóta- burðurinn verður svo gripfagur og háspilandi að maður hlýtur að undr- ast þessa þróttmiklu og fjaðurmögn- uðu beygjumýkt fótanna. Einnig er Logi gæddur ljettu og fjaðurmögn- uðu brokki, sem að mýkt gefur tölt- inu litið eftir. Honum er einkar Ijúft að.nota það, einkum á hrjúfum vegi. Tiltækur er honum einnig milliferð- argangur, sein erfitt er að lýsa rjett. Mjer finnst hann vera sambland af brokki og tölti. Jeg vil helst nefna hann hlaupgang eða ljettuspor. Þessi gangur gefur óvenju góða mýkt og þægilega hreyfingu, cn er ljettur fyr- ir hestinn. Hann kref'st ckki eins mikils taugaspemúngs og stælingar sem töltið. Eins og fyrr getur á Logi það til að bregða sjer á ljettan hopp- dans undir vissum skapbrigðum. En það sem gerir þessa fjölbreyttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.