Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 4
440 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeir eru víst ekki mareir á land- inu svo sögur fari af. Fremst á Hallsteinsnesi heitir Grenitrjesnes. Segir Landnáma að Hallsteinn Þórólfsson Mostrar- skeggs, sem bygði þar fyrstur, hafi heitið á Þór að senda sjer öndveg- issúlur. Rak þá á nesinu 63 álna langt trje og tveggja faðma digurt ,.og eru þar af gerðar öndvegis- súlur nær á hverjum bæ um þver- ■ fjörðuna". Sennilega er þetta eina f stórtrjeð, sem borið hefir að landi r á þessum slóðum og eftir rúm þús- ' und ár sjást þess ekki nein merki. Öndvegissúlurnar eru horfnar af f öllum bæum og bygging víðast lje- f leg, því að ekki hefir verið heitið r á Þór að senda húsavið, en aðdrætt- ir á byggingarefni erfiðir. eins og áður er sagt. Mun margur bónd- inn hafa orðið að fara norður á Strandir til þess að fá rekavið, og síðan dregið hann á hestum alla þessa óraleið yfir fjöll og firn- indi. ★ Uppi á Hjallahálsi eru margir einkennilegir steinar, geislasteinar, sníkju-spat, krystallar, filigran og, [ glerungar. Geta menn tekið þar • einn fagran stein rjett við veginn til ' minja. En gullið hans Gull-Þóris r finnur víst enginn maður, (sumir segja að það sje í Gullkeldu hjá Hofstöðum), og ekki sjást leng- ur haugaeldar hjá Stað á Reykjanesi, en þar er gull fólgið í jörð. Hjer á hálsinum eru ýmis ör- nefni, sem kunn eru af Gull-Þóris sögu. Búlkárnes er niður við sjó- inn, en það er nú kallað Byrgis- tangi. Uppi á heiðinni er Mikla- vatn og í því er nykur. Úr því kemur Kálfá og fellur i Kálfár- gljúfri niður af hálsinum. Þar var maður er Kálfur hjet hrakinn á flótta í gljúfrið, en fjelagar hans, f Frakki og Bljúgur voru vegnir \ uppi á hálsinum þar sem enn heit- ir Frakkamýri og Bljúgslækur (nú nefndur Blýgslækur eða Bleiks- lækur). Skamt þar frá er Varða- fell (nú Vörðufell). Þar bjó jöt- unn er Varði hjet og átti dóttur, er Frosta nefndist og var flagð- kona. Kálfá er nú nefnd Hjallaá, en við hana stendur enn Helga- steinn, sem kendur er við Helga bónda á Hjöllum, er þar var veg- inn. ★ Við höldum nú ferðinni áfram vestur hálsinn og tekur brátt að halla undan hjólum. Vestar en á miðjum hálsi mætast tvö hrikaleg gljúfragil og heitir þar Krossgil. Kemur annað úr austri en hitt úr norðri og verða svo að einu gljúfra- gili, sem nær niður að Djúpafirði. Vegurinn liggur þar yfir er gilin mætast. í nyrðra gilinu þar rjett fyrir ofan er afar mikið bergþil eða hella. Er það blágrýtisgangur, sem komið hefir upp í sprungu og er einkennilegt að sú sprunga hef- ir haft aðra stefnu en venjulegt er, því að hún hefir legið út og suður. Skammt fyrir norðan Krossgil koma kjarri grónar brekkur, en lágt er birkið í loftinu, því að sums staðar gnæfa gulvíðihríslur og jafn- vel grávíðihríslur yfir það. Gróður eykst og hröðum skrefum eftir því sem neðar kemur og er þar skemti- legt um að litast. Á stöku stað má sjá að slegið hefir verið í brekk- um og sundum. Vegna þess hve túnin kól í vor og spretta varð lít- il vegna þurka og næturkulda, hafa flestir bændur orðið að taka sjer orf og ljá í hönd og leita uppi fjallslægjurnar eins og fyrrum var siður. Er þar víða vel sprottið. Sjest hjer enn að úthaginn getur orðið þrautalending þegar hin ræktaða jörð bregst. Djúpafjörður blasir nú við, en ekki veit jeg hvers vegna hann ber það nafn, því að hann má heita þur. Yst í fjarðarmvr.ninu er skerjagarður þvert yfir landa á milli og annar svipaður skerjagarð- ur lokar firðinum inst. Þar á milli eru leirur og eins og lítil tjörn í miðju. Nú var líka fjara. En með fjöru er sagt að fjörðurinn sje grænn yfir að líta, því að botninn sje þakinn marhálmi. Ekki sá jeg þennan græna lit og jeg hygg að lítið sje þar orðið um marhálm. Inn við fjarðarbotninn beygjum við fyrir klettanef og blasir þá við bærinn í Djúpadal. Handan við bæinn gnæfir skuggalegt fjall, gróðurlaust og eins og það sjahlað- ið úr hraungrýti og holurnar hálf- fyltar af sandi. Dalbotninn er varla annað en grjóteyrar og lykja um- hverfis túnið, en það er fremur lítið og varla hægt að íæra það út að neinum mun. Jeg hafði ekki hugsað mjer Djúpadal þannig, helt að þetta væri skjólsamur dal- ur með grænum grundum og grón- um hlíðum. Landnáma segir að Þorbjörn loki hafi numið Djúpafjörð. Þeir Djúp- dælir mægðust síðan við tvær af helstu ættum við norðanverðan Breiðafjörð, Reykhólamenn og Skarðverja. Af þeim eru síðan Sturlungar komnir. Djúpadalur er því sögufrægur. Þarna er og fædd- ur Björn Jónsson ritstjóri og ráð- herra. Tveir bæir aðrir hafa verið í Djúpadal, Barmur og Miðhús, en sá síðarnefndi er nú kominn í eyði. í Barmi bjó fyrst maður sá er Styrkár hjet og hafði komið út með Þorbirni loka. Samkvæmt Gull- Þóris sögu átti hann dóttur er Kerling hjet og þótti heldur marg- kunnug og átti í brösum við Þóri. Einu sinni flugust þær Þuríður drifkinn á í illu. Þuríður þreif í hár hennar og tók svo fast á að hún svifti af höfuðleðrinu, aftur af hnakka, en Kerling náði báðum höndum í eyra Þuríðar og sleit af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.