Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 6
442 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um kletti, sem ber við loft á fjalls- brúninni. Er þetta brattasti kafli vegarins og ekki fullgerður enn, því að hann á að breikka, enda veitir ekki af því vegna þess hvað hliðarhallinn er mikill og altaf hrynur úr bakkanum niður á veg- inn og þrengir hann. Vegurinn er þó svo traustur að þriggja tonna bílar hafa farið hann upp og of- an í sumar. Hann er ruddur með jarðýtu og hefði alls ekki verið kominn, ef slíkt verkfæri væri ekki til. Skóflur og hakar hefði verið seinvirk þarna að rífa upp skóginn með rótum og moka þeim ókjörum af mold og möl og grjóti sem moka þurfti til þess að gera þennan breiða stall utan í hlíð- inni. Sumum kann að virðast v*eg- urinn noklcuð glæfralegur eins og hann er, en þegar fram í Sækir munu menn ekki firma til þess. Brattur verður hann þó altaf, með háum bakka á aðra hönd, þar sem skógarhríslurnar ber við loft, en annars vegar snarbrött hlíðin eins og brattasta húsþak. ★ Nú eru ekki teljandi fleiri brekkur á þessum hálsi, þvi að af- líðandi halli er væstur a_f honum. Hálsinn á sjer einkennilegt nafn. Hann er kallaður Ódrjúgsháls. Fyrir norðan hann er Brekkufjall og sunnan undir því er Brekku- dalur. Það er miklu fremur stór hvylft. Er þarna fjölbreyttur gróð- ur og öll hvylftin þakin lyngi og kjarri og er þar búsældarlegt um að litast. Vegurinn liðast niður brekkurnar með jöfnum halla og sjer nú út á Gufufjörð, ef fjörð skyldi kalla, þvd að þar er nú ekki annað að sjá en leirur, því að svo er útfiri mikið að fjörðurinn þorn- ar með hverri fjöru. Úti á Breiða- firði sjest eyamor og 'engst í suðri gnæfir Klofningsfjall. Við komum niður að baenum Brekku, sem stendur trndir grón- um núp. Þar er fallegt tún, en bygging fremur lítil og gömuL Á bæarþilinu eru tvö stór spjöld og stendur á öðru „Landsímastöð“ en á hinu „Pósthús.“ Þessi litli bær er því menningarmiðstöð hinnar strjálbygðu svæitar. Vegurinn beyg ir nú vestur fyrir núpinn og heitir þar Brekkubarmur. Þar lá gatan neðarlega áður og var þar kallað Einstigi. Þar fyrir neðan er kletta- brík eða gangur, sem nefnist Skor- hamar og diegur nafn af því að gat var þar í gegn og var þar manngengt. Einu sinni var prest- urinn í Gufudal á ferð um Ein- stigið. Kom þá að honum dönsk afturganga, sep)..nefnd var Stokk- frú óg geklc á stigvjelum, sem þá þektust ekki hjer. Varði hún presti Einstigið og er hann leitaði niður fyrir Skorhamar var hún komin þar og hafði farið í gegn um gat- ið. Gekk lengi á þessu að hún skaust í veginn fyrir prest hvora leiðina, sem hann ætlaði að fara og fór jafnan í gegn um gatið á hamrinum. Ekki er nú kunnugt hvemig þessu lauk, en prestur komst lífs af. Ljet hann síðan hlaða upp í gatið á hamrinum. Þá er mælt að Stokkfrú hafi vilt um fyrir syni prests, svo að hann varð úti. Langt er nú síðan Stokkfrú' hefir gert vart við sig og varla er hætta á að hún sitji fyrir bílum þarna. ★ Vegurinn liggur nú inn í Gufu- dal og þvert yfir engjar, sem eru upp af fjarðarbotninum. Síðan beygir hann út með Gufudalshálsi og hefir verið rutt með ýtu alla leið að Hofstöðum, sem standa við miðjan fjörðinn að vestan og hátt í hlíð og er túnið þar álíka bratt og í Suður-V,k í Mýrdal. Ekki er hægt að komast á bílum nema í miðjan dalinn, því að þar tekur við síki, sem er enn óbrúað. Svo láglent er þarna að sjór geng- ur í stórstraum langt upp á engj- arnar og ber á þær leir og sjávar- gróður, svo að þar verður jafnan besta spretta. Annars eru engjarn- ar votlendar og mættu batna mikið við áveitu. Verður upphleyptur vegurinn ábúanda til mikils hag- ræðis við að ná þarna uppistöðu- vatni, því að halli er sama sem enginn alt heim undir bæ. Gufudalurinn er langur og grös- ugur og eru þar tveir bæir, Fremri- Gufudalur og kirkjustaðurinn Gufudalur og er drjúg bæarleið á milli þeirra. Gufudalur er landnámsjörð og kendur við landnámsmanninn Ket- il gufu. Hafði hann verið fjögur ár á faraldsfæti áður en hann sett- ist að þarna, og eru við hann kend- ir íleiri staðir en nokkum annan mann: Gufuskálar á Hvalsnesi, Gufunes í Mosfellssveit, Gufuskál- ar og Gufá í Borgarfirði. Gufuskál- ar og Gufuskálamóða á Snæfells- nesi og loks Gufudalur. Annars kemur Guíudalur lítt við sögur, nema hvað Sturlunga getur eins sorgarleiks, sem þar gerðist. Það var á dögum Sturlu Sighvatssonár,. að vestur í Gufudal bjó Jón prest- ur krókur frændi hans. Kona prests hjet Halldóra. Þá bjó á Brekku sá maður er Oddvakur hjet og átti tvo sonu, Þorgils og Ara. Það varð Ara að hann átti barn við Halldóru konu prests. Var sæst á málið, en þeim feðgum óx mjög í augum fje- gjaldið. Sendi þá Ari mann norð- ur að Hornstöðum í Dölum eítir Sigurði Ólafssyni, en Jón prestur hafði látið drepa Ólaf íöður hans Þegar Sigurður kom að Breklcu yar sent eftir Jóni presti að hann skyldi taka við giöldum. Hann fór og var í skinnfeldi. En þegar hann kom lagð; Ari nuui i gegn meö sverði, Sigurður hjó á lendamar mikið sár, en þriðji maður hjó x

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.