Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 1
'ÁRNI ÓLA: Á IMVUIVI vegi Þverfirðirnir norðan Breiðafjarðar. Svarta línan sýnir hvert vegurinn er kominn, brotna línan hið fyrirhugaða vegarstæði. STRÖNDIN norðan Breiðafjarðar frá Hjarðarnesi að Reykjanesi, er ákaflega vogskorin. Eru þar langir og mjóir firðir og löng og mjó nes milli þeirra. Vestast er Kjálka- fjörður, þá Kerlingarfjörður, þá Skálmarfjörður, þá Kvígindis- fjörður, þá Kollafjörður þá Gufu- fjörður, þá Djúpafjörður og sein- ast Þorskafjörður. Inn frá fjörðum þessum ganga dalir og falla eftir þeim ár, sem stundum eru straum- harðar og illar yfirferðar þegar vatnavextir eru. Dalir þessir eru allir þröngir, en ná langt norður í hálendið, og mega þar frekar kallast gil en dalir. Nesin milli fjarðanna eru þessi, talið að vestan: Litlanes, Skálmar- nesmúlafjall, Svínanesfjall, Bæar- nesfjall, Skálanesfjall, Brekkufjall og Hjallaháls. Öll eru nes þessi há- lend og víða gínandi hamrar í brúnum þeirra. Eru hámramúlar miklir á sumum þeirra við fjarðar- botnana og rísa hærra en hálendið þar fyrir norðan. Þessir hamra- múlar eru kallaðir axlir. Á þessum slóðum eru tvær sveit- ir, Múlasveit og Gufudalssveit. Bygðin er strjál, því að undirlendi er sama sem ekkert. Nokkur hlunn- indi eru á sumum jörðunum af æð- arvarpi í eyum og selveiði, en aðal- lega verða bændur að treysta á sauðfjárrækt. Og hjer eru einhver hin bestu sauðlönd, sem hægt er að hugsa sjer, skógarkjarr víða og kjarngott graslendi í fjallahlíðun- um. Er það og annálað hvað fje verður hjer vænt og hve mikil nyt var úr búsmala meðan fært var frá og hve kjarngóð mjólkin var. En sá var ljóður hjer á, að sam- göngur voru ákaflega erfiðar. Til skamms tíma urðu bændur að sækja verslun út í Flatey og flytja vörurnar á bátum upp á nesin. Út- firi er svo mikið í fjörðunum, að þar er ekki bátum fært nema með flóði. Og þegar vörurnar voru nú komnar í land, varð að binda þær í klyfjar og flytja heim á klökk- um. Stundum skemdust vörurnar á leiðinni í land af ágjöf og oft gat komið fyrir að ekki væri hægt að flytja þær heim þegar er báturinn kom, og lágu þær þá undir skemd- um niður við sjó, því að þar voru engin skýli. Með síauknum við- skiftum og vaxandi þörf fyrir meiri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.