Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •455 allt öðru vísi farið í erlendum rit- um sama efnis. í þeim eru oft mjög langar og rækilegar ritgerðir um hina mestu afreksmenn, en annarra aðeins stuttlega getið. Mest er þar um það hugsað að gefa slíka heild- armynd af hverjum manni og verkum hans, að menn þurfi yfir- leitt ekki að leita frekari heim- ilda. Þessum tilgangi hefði verið hægt að ná með því að gera Ævi- skrárnar miklum mun lengri, en þá hefði útgáfa þeirra líklega orð- ið öllum fyrirtækjum hjer ofviða. Hinn kosturinn var sá að fækka mjög þeim mönnum, sem í ritið voru teknir, en það hefði mjög rýrt gildi þess sem ættfræðirits og handbókar. Einn höfuðkostur Æviskránna í samanburði við önnur sambærileg rit. er einmitt, hve margra manna er þar getið. Erum yjer.þar „til- tölulega" fremstir íslendingar, eins og víðar. Það gerir minna til, þótt ekki sje t- d. lengra mál um Egil Skallagrímsson og Ara fróða til samans en um meðal pokaprest á seinni öldum. Heimildir um. fræg- ustu menn vora eru flestum til- tækilegar, er því hægast að visa til þeirra og óþarfi að orðlengja sjerstaklega um þá. Það er einn af kostum Æviskránna, að vísað er til þeirra rita, sem notuð hafa ver- ið, en því miður eru heimiidaskrár þessar ekki eins fullkomnar og æskilegt væri. Þess er hvergi getið í Æviskrán- um, hvaða reglur hafi ráðið vah þeirra manna, scm þar cru taldir. Svo er samt að sja scm þar sjeu teknir allir iandnámsmcnn og allir stúdcntar. Um suraa lancináms- menn cr lítið vitað ncma nafnið, og er vaíasamt, hvað unnið er með því að taka þá, því að uppiýsingar um þá eru öllum aðgengilegar í Landnámu. Annon; má endalaust um' það deila, hvwrja ætU helafc að taka í rit tíj/s 9g Æviskráwr. Má jafnvel segja, að slíkt sje að miklu leyti smekksatriði, enda mjög háð lifsviðhorfi manna og skoðunum. Sumum finnst mest til embættis- manna og höfðingja komið, og aðr- ir dá fróða og dugmikia alþýðu- menn öðrum fremur. Ekki ber því að neita, að heldur hefur hall- að á síðari flokkinn hjá Páli. Varla mun þó hlutdrægni vera þar um að kenna, heldur eðU þeirra heim- ilda, sem hann notar. Um lærða menn er gnótt gagna í opinberum skjölum og auðvelt að ákveða, hvort þeir hafi uppfyllt eitthvert visst skilyrði svo sem að vera stúdentar. Mannfræðin berþað með sjer, að hún er gömul fræðigrein og.ná- tengd munnmælum og jafnvel þjóðsögum. Þar sem heimildir eru til, eru ættfræðingar engir eftir- bátar annarra fræðimanna í ná- kvæmni og mati á heimildum. En þeir hafa átt erfitt með að losa sig við vafasamar ættfærslur, ef annað betra hefur ckki verið upp á að bjóða, og slæðist því ýmislegt kynlegt inn í fræði þeirra. Eitt æviágripið í Æviskránum hefst t.d. á þessa leið: Bárftur Dtunbsson, Snæfellsás (10. öld). Forcldrar taldir: Dumb- ur konungur í hafsbotnum og koha hans Mjöll Snæsdóttir konungs hins gamla á Kvænlandi. Kona I: Flaumgerður Dófradóttir konungs og eru þrjár nefndar dætur þeirra." Nattúrlega vissi Péll vel, að eng- inn fótur var fyrir neinu af þessu, cn samt íinnst honum rjett að ncfna það. Það cr líkiega ckki of djúpt tckið í árinni að segja, að rjettar feðr- anir sjeu eitt undirstöðuatriði ætt- fræðinnar. Má því virða ættfræð- ingum það til vorkunnar, þótt þeim sje jaínvel öð'rum mönnum frcmur um þáð'bugað að halda a loít tögiasögnum um misbresti í ættíaerslum ög hjús]B^)arinálum. í Æviskránum er íurðu margt slíkt tahð og oft af litlu tilefni. Má til dæmis færa niðurlag greinar- innar um Ara Jóngson Arasonar biskups, sem er á þessa leið: „Þess getur sums staðar, að Ari hafi átt launbarn með Þórunni Jónsdóttur, sem nefnd er ríka og er reyndar ókunn, en ekki hefir það komist upp (börn eru henni og eignuð með öðrum mönnum)." Hjer virðist hvort tveggja vera jafn óvíst, til- .vera móðurinnar og barnsins. Þótt vafasamar upplýsingar af þessu tagi sje víða að finna í Ævi- skránum, rýrir það lítið öryggi þeirra sem heimildarrits. Það má oftast sjá af orðalaginu og þeim heimildum, sem tilfærðar eru, hverju má treysta. Hins \'egar krydda þær óneitanlega frásögnina og gefa oss góða mynd af þeirri menningu og áhugamálum, sem einkennt hafa íslenska mannfræði. Æviskrárnar eru fyrst og fremst handbók, og sem slík munu þær verða mörgum ómetanlegar. Þeir eru færri en skyldi, sem lært hafa að leita til handbóka, þegar þeir rekast á eitthvað, sem þeir eru í váfa um og fýsir að vita. Er það þó einhver hinn besti vani og verð- ur hverjum, sem hann öðiast, ó- þrjótandi brunnur þekkingar og fróðleiks. En Æviskrárnar eru þar að aulú ein af-peim íau handbók- um, sem Irægt er að lesa sjer til skemmtunar. Þær eru fullar af óvæntum og furðulegun\ upplýs- ingum, og í fáum orðum æ^iágrip- anna spcglast á áhrifamikinn hátt hin margvíslegu örlög íslenskra manna. IV. Mannfræði er nú einkum stund- uð af aiiugamönnum til fekemmt- 'unar og fróðleiks, og er heldur í tisku að draga úr gildi lwmnar fyi"- u' sogul°gar •ratuisoltmr Aliugi fagiiiræði/y^ hefur á síðustu tía>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.