Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 10
r 462 1 I.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS I.anganesL er lengri róður heldur en frá Reykjavík upp að Akranesi, og inn að Dynjanda er álíka róður og frá Reykjavík inn í Hvalfjarðarbotn. Menn ljeku sjer því ekki að því að skreppa heim, gerðu það ekki nema brýn nauðsyn væri að ná í matvæli, fatnað eða annað, sem þá vanhagaði um í útilegunrú. Og ekki hafa kon- urnur þeirra verið tifundsverðar. hær iiafa orðið að bæta á sig aft miklu leyti heimastörfum rnaitna sinrta, annast fjárgeymslu úti og inni, stinga út úr húsum, taka upp mó, vinna á túnum o. s. frv. En það var þó máske lítils um vert hjá hinum sifelda nag- andi kvíða og ótta, sem hefur gagn- tekið þær út af þvi að vita ástvini sína á þessum brimasama útkjálka og frjetta ekkert af þeim tímunum saman. Nú eru verbúðirnar rústir einar. Menn segja að fiskur hafi lagst frá landi og smáfleyturnar dugi ekki lengur. ,.Sá grái er uteLT“ og það verður að leita hans á stærri skip- um, sem hafa stórvirkari veiðarfæri. Brimið gnýr á skerjum og klettum hjá Verdölum, brýtur sig sjálft á bak aftur en hremmir enga bráð, því að nú þurfa ekki litlir bátar að leita þar lands upp á líf og dauða. — Norðan fjarðarins blasa við Lokin- hamrar, þar sem skáldið Guðmundur Gíslason Hagalín er fæddur og upp aiinn. Þar var einnig mikið útræði fyrrum en sá er munurinn, að þar var bygð. Annars er engin leið að Lokinhömrum nema að fara grýtta fjöru undir háfjalli og hafa bændur þar jafnan treyst á samgöngur á sjó. „Esja“ skríður inn með ströndinni og nú opnast fyrsti reglulegi dalur- inn að sunnanverðu. Það er Selár- dalur. Þar er kirkjustaður og þar er Ólafur prófessor Lárusson fæddur. Nokkrir bæir eru í dalnum og er hann grænn og fagur yfir að líta. Næst kemur svo Fífustaðadalur (áð- ur Kolmúladalur), og svo tekur við hver dalurinn af öðrum, Austmanns- dalur, Bakkadalur, Hringsdalur (rjettara Hrísdalur), Hvesta, Auði- Hrísdalur, og er þá komið inn að Bíldudalsfjalli. Allir eru dalir þessir fremur þröngir, en bygð hefur verið í þeim öllum og sums staðar margir bæir. Ekki eni það landkostirnir og landrjTnið, sem freistað hefur manna upphaflega að festa bygð þarna, heldur hefur aðallega verið treyst á sjóinn. Dalir þessir eru oinu nafni nefndir Ketildalir og sveitin Ketil- dalahreppur. Halda sumir að nafnið sje dregið af því hve margir katlar eru þarna í fjöllunum eða ketilmynd- aðar hvosir. Hitt er þó líklegra, að þeir sje kendir við fyrsta manninn, sera nam þarna land. 1 Landnámu segir svo: „Ketill ilbreiður, son Þor- bjamar tálkna, nam Dali alla frá Kópanosi til Dufansdals". Mætti þvi liugsa sjer að dalirnir hefði upphaf- lega verið við Ketil kendir og kall- aðir Ketilsdalir. En ekki festi Ketill þarna yndi. Fluttist hann þaðan suður í Berufjörð í Reykhólasveit. Það er athyglisvert hvað fyrstu landnámsmennirnir í Arnarfirði voru lausir við þar, og gæti það bent til þess að þeim hafi ekki þótt þar góðir landkostir, þrönglent og erfitt. Örn sá er fjörðurinn er við kendur, nam þar land svo vitt sem hann Vlldi. Hann sat fýrsta veturinn á Tjaldá- nesi „því að þar gekk eigi sól af um skammdegi". Þetta bendir til eins annmarka sem er á bygðinni í Am- arfjarðardölum, að þar sjer ekki sól mánuðum saman. (A Bíldudal var það venja til skamms tíma, og er máske enn, að drekka „sólarkaffi“ þegar sól sá fyrst í febrúarmánuði).* Þriðji landnámsmaðurinn þarna var Án rauðfeldur „son Gríms loðin- kinna úr Hrafnistu og Helgu dóttur Ánar bogsveigis“. Hann var vel kvæntur, því að hann átti Grelöðu dóttur Bjartmars jarls á írlandi. Án settist að í Dufansdal, „þar þótti Greiöðu illa ilmað úr jörðu“. Örn flýði sitt landnám og fluttist norður í Eyafjörð. Keypti Án þá lönd af honum og reisti bú á Hrafnseyri og „þar þótti Grelöðu hunangsilmur úr grasi". Þar var víðara gróðurland og sólfar meira en í Dufansdal. I Hrísdal, sem lepgi hefur verið nefndur Hringsdalur, segir þjóðsaga að bygt hafi landnámsmaður, er Hringur hjet og verið drepinn þar. * Þessi vísa var eitt sinn orkt við sóifagnaðinn á Bíldudal: Komdu sæl að sunnan sól í dalinn minn. Öllum vekur yndi ástarkossinn þinn. AJt, sem anda dregur, á þig fyrir vin. Vertu enn sem- áður altaf velkomin. Bardagagrund efri heitir þar í tún- inu og Bardagagrund neðri niður við sjóinn. Á þessum stöðum á Hringur að hafa varist og felt marga menn. Alt bendir til að kumbl hafi verið þar á sjávar'bakkanum, því að þar hafa komið fram mannabein, og fyr- ir eitthvað 90 árum fanst þama sverð og var smíðuður úr því lmifur. Ann- að sverð, eða sverðsbrot, íundu veg- nrgerðarmenn skamt frá bænum í fyrra. Telur þjóðtninjavörður það ó- tvirætt frá söguöld og merkan grip. Það er nú geymt í Þjóðminjasa/mnu. A Klúku í Fifustaðadal bjó eitt sinn Jón Guðmundsson, sem varð að þola þá mestu húðstrýkingu, er sögur fara af hjer á landi. Það var árið 1698. Hann var hafður til alþingis og ákærður fyrir slæmt orðbragð og brjefaskrift um sóknarprest sinn, sjera Halldór Pálsson í Seiárdal, son sjera Páls Bjðmssenar. Segir Mæli- fellsannáll að hann hafi þar á þing- inu verið hýddur 200 höggum af tveimur böðlúm, er skiftust é þannig að annar tók váð þegar hinn var upp- gefinn. Segja sumir að Jón hafi verið svo dasaður eftir þetta að hartn hafi mist af samreiðarmönnum sinum, en aðrir segja að hann hafi borið sig vel og keypt vinkút af öðrum böðlinum og drukkið sig ölvaðan. Síðan hafi hann riðið af þinginu. „Síðar fanst hestur hans upp á völiunum, en hetta hans á einum gjébakkanum. Heldu menn að annar böðullinn hefði stjak- að honum ofan I gjána.“ En hvað sem um það er, þá hitt vist, að til Jóns hefur aldrei spurst siðan hann reið af þinginu. ★ Bíldudalsfjall ber þannig í Langa- nes að maður verður ekki Suður- fjarðanna var fyr en alt í einu að þeir opnast og þá er þverbeygt inn á Bíldudal. Þar er vogur lítill inn ú milli hárra og þverhnýptra fjalla og inn af honum snoturt dalverpí. Það er Bíldudalur. Þar sem kauptúnið stendur heitir Bíldudalseyri. Þar sem fjallið gengur lengst fram að norðan- verðu við voginn, heita Banaklettar og nær lóð kauptúnsins þaðan inn að býli, sem nefnist Bræðraminni. Hún er ekki nema 860 metrar á lengd og þvengmjó, því að skamt er miiii fjalls og fjöru. Inni í dalnum eru tvö býli, Litlaeyri og Hóll og eru þar 6tór og falleg tún. Eins hafa veriS gerð tún og kartðflugarðar úr grjót-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.