Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 7
W LESBÓK MORGUNDLAÐSINS ¦ 459 framleiðir hina dýrustu tóna. Sír James Jeans sagði einu sinni að alheimurinn líktist fremur stórri hugsjón, heldur en stærðfræðileg- um formúlum, eða vjelrænni menn ingu. Alheimur — það þýðir í eðli sínu „alt gert afi einu," eitt ails- herjar samband í guði. Guð gaf oss frjalsræfti. í leit minni komst jeg að raun um að fóLk sem leitaði guðs, var ekki aðallega að reyna að gera sjer grein fyrir því hvernig guð væri í hátt, heldur vildi það reyna að skilja hann. í Heidelberg skólanum í Tiflin í Ohio hafa stúdentar umræðu- fundi á sunnudagskvöldum. Á ein- um fundinum átti að ræða um blóðsúthellingarnar í Kóreu. Tcrry Wickham rektor var viðstaddur, og þeir beindu þessum spurningum til hans: „Hvernig stendur á því að guð líður það að menn drepi hver ann- an? Hvers vegna lætur hann svona hræðilega atburði gerast? Hvers vegna lætur hann mannkynið 6teypa sjer út í þessar hörmung- ar?" Rektor hallaðist aftur á bak í stólnum og mælti með hægð: „Guð skiftir sjer ekki af því, sem vjer eigum sjálfir að ráða fram úr." Og svo útskýrði hann þetta: Þegar guð skapaði manninn, þá var hann ekki að skapa neina vjel. Hið dásam- legasta við sköpunarverkið er það að manninum var gefið frjálsræði. Guð gaf oss skynsemi til að velja og hafna. Vjer ráðum því sjálfir hvort vjer erum með guði eða móti honum. Vjer getum látið guð ráða, eða ráðið sjálfir. Með þessu var mannkyninu lögð mikil ábyrgð á herðar. Og vegna þess að vjer höf- um þessa ábyrgð, þá hðfum vjer engan rjett til þess að kenna guði um það þegar vjer eteypum oss sjálfir í ógæfu.---------- En hvernig á þá að skýra sumt, sem kemur fyrir í þessum heimi og maðurinn virðist ekki bera neina ábyrgð á, sum slysin, sumar harm- sögurnar og sorgaratburði? Góður og gegn maður, maigra barna fað- ir, lendir í bílslysi og missir sjón- ina. Góð og umhyggjusöm móðir veikist aí' krabbarneinL Ung hjón, sem unnast heitt, mLssa einkabarn sitt. Heiðvirður kaupmaður er gerð ur gjaldþrota af hóflausri sam- kepni. Heil borg sópast burt í vatns flóði. Barn druknar í bæarlækn- um. Saklaus maður fer í fangelsi. Hvers vegna? Hvers vegna? Jeg hef lagt þessar spurningar fyrir marga kennimenn. Einn þeirra svaraði á þessa leið:, JÆargir líta svo á að þeir eigi farsæld inni eins og nokkurs konar bankainn- stæðu, og að guð sje gjaldkerinn. Þeir þykjast geta gefið út ávisanir á þessa innstæðu og fá þær greidd- ar. Hinu gleyma þeir alveg að lífið er eilíft, og hver er tilgangur hins eilífa lífs." Rómversk-kaþólskur prestur sagði: „Lífið hjer á jörð er aðeins undirbúningstími. Þeir, sem ágirn- ast auð, metorð og völd, ættu að vita að þeir geta ekki f lutt það með sjer yfir um. En andleg auðlegð hefur eilíft gildi. Hún er hluti af hinni ódauðlegu sál." Hann sagði að kapphlaup manna um þessa heims gæði væri eins og þegar drengir tefla um tölur eða tappa; ágóðinn er bara til stundargam- ans. En andleg auðlegð er ófor- gengileg. Það er sá mikli munur á þessu tvennu þegar drengirnir eru kallaðir heim í rökkrinu og taflinu er lokið. „Heimskur maður hættir öllu undir sína skoðun á lífinu, en hygginn maður treystir guði," sagði sjera Arthur E. Wilson á Rhode Island. „Kjarni trúarinnar er að guð hafi ætlað mannkyninu sjerstakt hlutverk í lífinu. En vjer megum ekki binda oss við að aðal- hlutverk vort sje'að vernda hið líkamlega líf. Mönnum hættir þó við því á þessum dögum þegar all- ir óttast kjarnorkuna." Margir eru tregir á að gera sjer gfein í'yrir hver tilgangur h'fsins sje. Þeir ætLast til þess að guð hugsi urn þá sjerstaklega, að hann vaki yfir hverju íótmáli þeirrá, bægi allrí óhamingju fra þeím og ausi yfir þá velgerðum. Þeir sætta sig ekki við að hið sama gangi yfir sig og mannkyn alt. „Auðvitað er guði ant um hvern einstakan," segir sjera Cayley, „á sama hátt og mjer er ant um hverja frumu í líkama mínum, enda þótt jeg sje ekki að stjana við hverja þeirra ár og síð." Að vera guði samtaka Maðurinn væri auðvirðileg vera ef guð þyrfti að stjórna hverju fót* máU hans. En hann er hafinn yfir aðrar skepnur vegna þess að guð skapaði hann í sinni mynd og gaf honum hæfileika til að skapa, taka ákvarðanir og elska. Það er máske kraftur þessa hæfí- leika, sem menn leita á þessum þrengingatímum. Ef til vill er það þrá til að vera guði samtaka, að lifa og breyta eins og barn guðs og sannfærast um að guð er í mann- inum. Jeg sat í almenningsvagni í New York. Fyrir framan mig sat mið- aldra kona og var að lesa í biblí- unni. Jeg hallaði mjer fram og spurði: „Lesið þjer oft í þessari bók?" „Á hverjum degi," svaraði hún. Hún sagði mjer ennfremur að mað- ur sinn væri hættulega veikur og að hún læsi í biblíunni fyrir hann. „Haldið þjer að guð muni hjálpa ykkur ef þið lesið biblíuna?" „Nei, ekki ætlumst við til þess," svaraði hún. „En vlð verðum þá fremur fær um að hjáJpa guði."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.