Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 11
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 463 JSíldudalur urðinni á bökkunum þar sem kaup- túnið stendur. Sjerstaklega er stórt tún hjá Bræðraminní, en það hús stendur hálft á kaupstaðarlóðinni, en hálft í landi Litlueyrar. Á Litlueyri bjó Hákon Bjarnason kaupmaður meðan hann verslaði á Bíldudal og þar munu hin þjóðkunnu börn hans vera fædd. Bíldudalurinn nær upp að heiði, sera Tunguheiði heitir, en oftast er nefnd Halfdan, eftir Halfdanarfelli, sem er á miðri heiðinni (614 m). Yfir heiðina er nú kominn akvegur til Tálknafjarðar og þaðan til Pat- reksfjarðar og suð'ur að Brjánslaek. Akvegur er og kominn frá Bíldudal út með stróndinni langleiðis að Sel- árdal. Er hann víða lagður hátt í skriðum. Þá er og kominn akvegur frá þorpinu inn að Fossfirði og á hann á næstu árum að framlengjast inn fyrir Suðurfirði. Fjallið sunnan við Bíldudalsvoginn er rúmlega 400 metra hátt með þver- hnýptum tröllahlöðum. Brúnin er að mestu sljett, nema á einum stað er ofurlítið skarð. Þaö var áður eyktar- mark. Þegar sólin var yfir þessu skarði að sjá frá Bildudalseyri, þá var hádegi; Á Uppdrætti íslands er fjall þetta nefnt Otrardalsfjall, en mjer var sagi að þfeð hjeti Eta litíf.i-gs hri=ur þaö nain afbakast og ætti f jallið að heita Bilda, þvi að viö það raun dalurinn kendur. Annars hefði hann átt að heíta Byltudalur. í fornum brjefum er dalsins víða getið, alt frá 14. öld, og er hann ávalt nefndur Bíldudalur, en nafnið skrifað á ýmsan hátt eins og gerist og gengur (Billdudalur, Bijldudalur, Bijlldudalur, Bilddalur). Þorpið er snoturt tilsýndar í fögru veðri; marglit hús með grænum geir- um á milli fara vel í þeirri umgjörð, et náttúran skapar með dókkbláum vognum, gráum skriðum og gnæfandi fjalli. „Esja" rennir að hafskipa- bryggjunni, sem er fyrir miðju kaup- túninu. Þessa bryggju braut „Þyrill" í fyrra, en nú hefur verið gert við hana og má heita að þarna sje komin ný bryggja, stærri og vandáðri en hin fyrri var. Fánar blakta á stöng- um um alt þorpið. Það er hátíð hjer í dag, því að nú á að afhjúpa minnis- merki þeirra hjónanna Ásthildar Guðmundsdóttur og Pjeturs J. Thor- steinsson, sem sköpuðu þennan stað. Þau komu hingað nýgift 1880 og þá var engin bygð hjer nema verslunar- húsin. Þegar þau fóru rúmum 20 ár- um seinna var hjer komið þorp með 300 íbúum, sem allir áttu afkomu sína undir framsýni og atorku kaup- msnnsins. Þarna hafði gerst eitt af ævintýrunum í viðreisnaxsögu ís- lands. Hjer hafði einstaklings fram- tákið gert n aítavern. Þarna reisii Pjetur stórt íbúðnrhús, sem talið var vandaðasta íbúðarhús á íslandi á sinni tíð. Hann ræktaði og stórt tún úr urðinni þar um kring. Þetta er nú hvort tveggja horfið. — Húsið brann 1929, en túnið hefur verið tekið til bygginga og þar reis* mörg nýtísku hús, er mundu sóma sjer vei þótt á stærri stað væri. Fyrsta húsið, sem Pjetur bj'gð' handa verkafólki sínu, stendur enn og nefnist Kaldibakki. Það var reis 1892 handa verkstjórum hans. Bjarna Friðrikssyni og Jóni Sigurðssyni. — Annars eru byggingar á Bíldudal með ýmsu móti. Þær bera margar merki sjálfsbjargarviljans, en tak- markaðrar getu. EfnalitUr menn, sem ekki gátu fengið lán í banka, hafa þar með eigin höndum bygt sjer heimili smátt og smátt. Stærð húsanna hefur þá miðast við það, hve mikið V'eir gátu keypt af efniviði. Síðar hafa komið ýmis þægindi, svo sem vatns- leiðsla og rafmagn. Rafstöðin var bygð 1917 við Hnúksá skamt fyrir innan Hól, og var stækkuð 1931. Eln- kennilegt er það hve margir hjaUar eru í þorpinu, aðallega þvottahjall- ar, og eru þeir þá reistir þar sem lækjarsitrur koma undan fjallinu. Kálgarðar eru viða og virðast kart- öflur þrífast %"el. Hjá mörgum hús- um eru snotrir garðar með blómum og trjám. VÖxtur trjánna sýnir að þar má hafa fagra skrúðgarða, enda ætlar kvenfjelag staðarins nú að koma upp skrúðgarði í brekkunni Fallcgt trje a Bíldudal ^_^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.