Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 13
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 465 ÝMISLEGT UM TE hafði hafið enn heimtað dýra fórn og skilaði ekki ástvinunum aftur. Opið og ófult stóð ástvinaskarðið, og hugir margra landsmanna leituðu þá til Bíldudals með innilegri samúð. Vinir á Patreksfirði sendu fagran silfurskjöld til minningar um hina látnu og „með innilegri hluttekn- ingu“. — Hreppsnefnd Suðurfjarða- hrepps ljet gera annan silfurskjöld með áletruðum nöfnum allra þeirra, sem fórust. Báðir þessir silfurskildir hanga nú í kirkjunni, sinn á hvorum vegg. Aðstandendur hinna látnu víldu reisa þeim minnisvarða, og þeir gerðu það á þennan einfalda og fallega hátt, með Minningabókinni. Þessi bók hygg jeg að sje einstök í sinni röð. Hún lýsir hlýrri ræktarsemi við hið liðna jafnframt því sem hún hefur ákveðið menningar markmið. Það er venja að skrifa langar greinar um framliðna menn í blöðin og birta þar myndir af þeim, en flest af þessu glatast síðan hætt var við að láta efnisyfirlit fylgja blöðunum. Hjer geymist þetta á sínum stað, að- gengilegt öllum hvenær sem til þarf að taka. Hugsið ykkur hverja þýð- ingu það hefði fyrir menningarsögu og ættarsögu vora, ef slík bók væri við hverja kirkju á landinu. Mjer finst að það gæti orðið eitt af verk- efnum átthagafjelaganna að stuðla að því, hvert á sínu sviði, að minn- ingabók með þessu sniði verði að hverri kirkju. Það þarf ekki að biða eftir neinum stórkostlegum sorgar- atburði sem tilefni að stofnun slikrar bókar. Fordæmið er gefið og það er gott fordæmi, sem allar safnaða - stjórnir og allir prestar ætti að telja sjer sóma að fylgja. Og þá er þessi einfaldi bautasteinn, sem Bílddælir reistu út af sorgaratburðinum L943, orðinn að allsherjar bautasteini yfir alla framliðna íslendinga. Meira. ^ w w & Ef þú byggir loftkastala, þá þarf það ekki að vera unnið til einkis. Láttu þá vera þar sem þeir eru, en bygðu nú grunn undir þá. Hættan við það að svíkja aðra er sú, að það endar óhjákvæmilega með því að maður svíkur sjálfan sig. — (Eleonora Duse). ENGINN veit nú með vissu hve- nær menn komust fyrst upp á að drekka te. En til eru forn munn- mæli um það. Kínverjar halda því fram, að fyrsti maðurinn sem drakk te, hafi verið Shen-Nung keisari í Kína og það hafi skeð árið 2737 fyrir Krist. Þessi keisari ljet sjer mjög ant um að menn lifðu heilsusamlega og gekk þar á undan öðrum með góðu fordæmi. Meðal annars drakk hann aldrei vatn, nema það væri soðið. Svo var það einu sinni þegar verið var að sjóða vatn handa honum, að nokkur blöð fuku niður í það. Lagði þá skjó.tt þægilega angan af pottinum. Keisarinn afrjeð því að bragða þetta seyði, og þá komst hann að raun um að bragðið var jafn gott og anganin af því. Seinna komst hann að raun um að blöðin, sem þessu höfðu valdið voru af te- runna. \ Indverjar segja aðra sögu um það hvernig te sje upp runnið. Þar var einu sinni Búddhaprestur, sem Darma hjet og hann var uppi um líkt leyti og Kristur. Þessi prestur afrjeð að sýna trú sína í verkunum með því að vaka samfleytt í sjö ár og gera ekkert annað en hugsa um Búddha og almætti hans. Alt gekk vel fyrstu fimm árin. En þá fór Darma ákaflega að syfja og fil þess að halda sjer vakandi tók hann nokkur laufblöð og tugði þau. Og þetta hresti hann svo, að hann gat vakað tvö ár í viðbót. Auðvitað voru það telauf, sem hann hafði tuggið. Japanar segja að þessi saga sje sönn að mestu leyti, en segja hana dálítið öðru vísi. Þeir segja, að þeg- ar Darma var orðinn yfirkominn af svefnleysi, þá hafi hann ekki getað náð í telauf, því áð tejúrtin hafi ekki verið til. En til þess að halda sjer vakandi hafi hann skor- ið af sjer augnalokin og fleygt þeim frá s>er. Þau festu rætur þar sem þau komu niður á jörðina og upp af þeim spruttu tvö lítil og falleg trie. Þetta voru fyrstu teplönturnar í heiminum, segia Japanar. Þessar eru þjóðsögurnar um bað hvernig menn uppgötvuðu teþlönt- una. En sagnfræðingar segja að te- drykkja hafi byrjað í Kína miög snemma á öldum. Þó var það ekki fvr en á 8. öld að hún var 'orðin almenn í landinu. Þá voru þar margir tekaupmenn og græddu á tá og fingri. í bvrjun 9. aldar gerðist merkis- atburður í te-sögunni. Þá flutti helgur maður, Dengyo Daishi að nafni, tejurtina til Japans og gróð- ursetti hana þar. Og þar broskaðist hún ágætlega. Og nú leið ekki á löngu að Japanar uiðu jafn sólgnir í te og Kínverjar. Þótti tejurtin þar svo mikil nvtiaiurt að keisarinn gaf út lög árið 815 þar sem fyrir- skipað var að te skvldi ræktað í fimm hieruðum landsins. Og Jao- anar gerðu tedrvkkiuna að nokk- urs konar helgisið á heimilum sín- ■■ "nr* ^ um. Þióðirnar í Norðurálfunni hevrðu ekki getið um te fvr en eftir miðja 16. öld. Þá kom út bók eftir pers- neskan mann sem Haiii Mohamet hiet, og hafði ferðast í Kína. Hann skýrði þar frá því hvernig te væri ræktað í Kína og hvernig það væri notað. Hann liet þess þar getið að te væri hinn ágætasti heilsudrykk- ur. * 1 ^"" Það var ekki fyr en eitthvað 50 árum seinna að fvrsta tesendingin kom til Evrópu. Hún kom.tilHol-!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.