Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 7
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19
FORSETA RÆNT
SAGA
AF AMERÍSKRI SAMKEPNI
Á ÖLDINNI SEM LEIÐ
UM MIÐJA*19. öld áttu fljótabát-
arnir 1 Ameríku í harðri samkepni
við járnbrautirnar. Víðast hvar
höfðu þeir farið halloka, en heldu
þó enn hlut sínum á Mississippi og
Ohio fljótunum. Fallegasta, besta
og hraðskreiðasta skipið þar hjet
„Saladin11.
Á siglingaleið skipsins í Louisi-
ana, eða skamt frá Baton Rouge,
átti frægur hershöfðingi mikinn og
fagran búgarð. Hershöfðingi þessi
var Zachary Taylor og hafði unnið
marga sigra í þrælastríðinu
1848 var hann kosinn forseti Banda
ríkjanna.
Hann var frá Kentucky og þaðan
var' einnig Thomas G. Coleman
skipstjóri á „Saladin“. Lengi hafði
verið vinátta með Taylor og Cole-
man fjölskyldunni og þess vegna
var það talið alveg sjálfsagt að
hinn nýi forseti mundi ferðast
fyrsta áfangann á leiðinni til Was-
hington með „Saladin“.
En þegar að því kom að forseta-
efni skyldi leggja á stað norður
þangað til þess að taka við embætti
var það falið sjerstakri nefnd
manna að ákveða alt um ferðalag-
ið. í þessari nefnd voru nær ein-
göngu menn frá New Orleans. Þeir
ákváðu að forsetaefni skyldi ferð-
ast fyrsta áfangann með gufuskipi,
frá búgarði sínum til Vicksburg. En
þeir völdu ekki „Saladin“ til ferða-
lagsins, heldur skæðasta keppi-
naut þess.
Þegar Thomas Coleman frjetti
þetta varð hann mjög gramur. —
Hann hafði þá alveg nýlega tekið
við skipstjórn. Hann beit á jaxlinn
og sagði mönnum sínum að hann
ætlaði ekki að láta fara svona með
sig.
í rökkrinu kvöldið áður en Tay-
lor átti að leggja á stað, lagði „Sala-
din“ á stað frá New Orleans. Hitt
skipið, sem átti að flytja forseta-
efni, lá þar þá enn við bryggju.
Skipstjóri þess sá þegar Conolly
lagði úr höfn, en grunaði ekki neitt,
helt að hann væri að fara í áætl-
unarferð. Nokkru seinna um kvold-
ið lagði svo þetta skip á stað.
Coleman Ijet „Saladin“ fara fulla
ferð og kom til Baton Rouge
snemma morguns, áður en bjart
var orðið. Hann vissi vel hvar var
landgöngubrúin hjá búgarði Tay-
lors og lagðist þar og þeytti eim-
pípuna eins og hún þoldi, hvað eftir
annað. Forsetaefni ásamt fylgdar-
liði, kom niður á bryggjuna. Allir
voru grútsyfjaðir og gengu þegar
um borð í myrkrinu. Og þegar sá
seinasti var kominn um borð, heyrð
ist í hjólum hins skipsins, sem kom
öslandi upp eftir fljótinu.
Farþegarnir gengu þegar til
hvílu, og „Saladin" beið ekki boð-
anna en sigldi með fullri ferð í átt-
ina til Vicksburg. Þegar það var
komið fram á fljótið heyrði skip-
stjóri að hitt skipið þeytti eimpípu
sína lengi. En það er af því að segja
að enginn kom um borð og að lok-
um sneri það aftur sömu leið til
New Orleans.
Það var ekki fyr en í dögun að
fararstjóri forsetaefnis uppgötvaði
misgripin. Einn af nefndarmönnum
bað stýrimann að ná í skipstjóra.
„Já, jeg skal kalla á Coleman
skipstjóra,“ svaraði stýrimaður.
„Coleman?“ át hinn eftir undr-
andi. „Hvaða skip er þetta?“
Þegar honum var sagt að það
væri „Saladin“, varð hann ær og
hrópaði: „Það er laglegt! Snúið
skipinu undir eins við! Hæ, þið
þarna, við erum komnir um borð
í vitlaust skip.“
Hinir nefndarmennirnir komu
þjótandi, varla meira en hálfklædd
ir. Og svo ruddust þeir allir inn til
Colemans skipstjóra.
„Get jeg gert nokkuð fyrir ykk-
ur?“ spurði hann blátt áfram.
Þeir þrengdust um hann og það
heyrðist ekki mannsins mál í káet-
unni fyrir brigslum og hótunum.
Coleman ljet sjer hvergi bregða.
Þá ærðust nefndarmenn, brugðu
upp marghleypum og ógnuðu lion-
um. Einn þeirra skók marghlcypu
rjett við nefið á honum og grenjaði:
„Er þjer það ljóst hvað þú hefur
gert? Þú hefur rænt forseta Banda-
ríkjanna."
Coleman brosti og svaraði:
„Er yður þá Ijóst að forseti
Bandaríkjanna er kominn um borð
í skip mitt án míns leyfis?“
Hinir höfðu ekki búist við þessu
svari og gátu ekkert sagt.
„Hann kom hjer um borð sjálf-
krafa og af frjálsum vilja,“ mælti
Coleman enn, „og auðvitað dettur
mjer ekki í hug að reka forseta
Bandaríkjanna af skipi mínu nema
hann óski sjálfur að fara. Og nú
læt jeg ykkur vita það, herrar mín-
ir, að það eru aðeins tveir menn í
heiminum, sem geta stöðvað skipið.
Annar er jeg og hitt er forseti
Bandaríkjanna. Jeg vil ekki stöðva
skipið. Hann ræður hvað hann
gerir.“
Þá var sendur maður á fund for-
setans. Litlu seinna kom hann inn
í káetu Colemans og var mjög al-
varlegur á svip.
„Tom, hrekkjalómurinn þinn,“
sagði hann og skók að honum vísi-
fingur. „Hvernig stendur. á því að
þú hefur komið mjer í þessi vand-
ræði?“
Svo sneri hann sjer að fylgdar-
liði sínu og mælti: