Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 sýna fram á hver þjóðarnauðsyn væri, að iðnstarfsemi ykist í land- inu og að íslendingar hætti að kaupa af útlendingum þá vinnu, er þeir gæti sjálfir innt af höndum. Þá voru um 10.000 íbúar í Reykja- vík og atvinnuleysi var þá tiltölu- lega miklu meira heldur en það heíur verið nú um mörg ár. Þá var víða hin sárasta fátækt, sem von var, þar sem heimilisfeður gengu máske iðjulausir allan vet- urinn og uppkomin börn þeirra höfðu ekkert að gera heldur. Úr þessu gat aukinn iðnaður bætt. Morgunblaðið tók sér því fyrir hendur, þegar á fyrsta vetri, að kynna þær iðngreinar, sem hér voru. Tilgangurinn var tvenns kon- ar, í fyrsta lagi sá að vckja athygli á frainleiðslunni og livctja menn til að kaupa hana, og í öðru lagi að sýna livað þcssi íáu fyrirtæki veittu mörgum vinnu og hvers mætti vænta um bættan hag al- mennings cf iðnaður gæti aukizt hér í bænum. í formála íyrir þcssum greina- ílokki um iðnaðinn, komst blaðið svo að orði: „Innlendur iðnaður er að vakna. Möguleikarnir eru rnarg- ir í lundinu. Við verðum nú að íá margt íra öðrurn þjóðurn. En víst er, að mikið af því gætum við framleitt í landinu sjálfu. Iðnaður er nauðsynlegur hverju landi, og það er skylda hvers manns að styðja hann af fremsta megni.“ Það kom þá í minn hlut að hafa tal af forustumönnum ýmissa fyr- irtækja og skoða húsakynni þeirra og starfrækslu. Og þegar ég rifja nú þetta upp í huganum, þá blöskr- ar mér hvað íslenzkur iðnaður átti við bág kjör að búa í öndverðu. Skilningsleysi manna og erfiður fjárhagur var þar verstur þrándur í götu. Menn sögðu að íslenzkar iðnaðarvörur væri „skítti“ og láns- traust hafði iðnaðurinn ekki. Þeir, sem liöíðu getað keypt sér ein- hverjar vélar, urðu að nota stein- olíuhreyfla til þess að knýa þær. Og húsakynni voru víðast hvar mjög léleg og óþægileg. Ölgcrðin Egill Skallagrímsson var þá t. d. til húsa í þröngu kjallarahúsnæði undir Þórshamri í Templarasundi. En um þessar mundir voru mjög merkileg tímamót í sögu Reykja- víkur og íslenzku þjóðarinnar. —- Verslun var öll að komast á inn- lendar hendur. Selstöðuverslanirn- ar gömlu voru að syngja á sitt síðasta vers. Milljónaríélagið og J. P. T. Bryde lognuðust út af. — Hafnargerð var haíin í Reykjavík. Eimskipafélag íslands var stofnað. Togurum fór ört íjölgandi. Og hér hefði áreiðanlega orðið miklar framfarir á öllum sviðum ef heims- styrjöldin hefði ekki skollið á með þeim þrengingum, sem hún olli hér á landi. Stríðið varð árciðanlega til þess að hnekkja framíörum í íslenzkum iðnaði í bili. En að öðru leyti opn- aði það augu manna betur en áður fyrir þeirri staðreynd, að „hollt er heima hvað“. Þess má geta hér, að Heimilis- iðnaðarfélag íslands var stofnað árið 1913, og þótt það haíi jafnan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.