Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 6
50fi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS upp í 40 mílna hæð og þá er hrað- inn orðinn 14.364 mílur á klukku- stund. Þar losnar þessi rákettu- belgur á sama hátt og hinn og svíf- ur til jarðar í fallhlíf. Þriðja áfangann fer geimfarið af eigin ramleik þangað til það er komið í 63,3 mílna hæð. Þá eru afl- vélarnar stöðvaðar. Hraðinn er nú 18.468 mílur á klukkustund og þeyt -ist nú geimfarið áfram af sjálfu sér og íflrlægist jörðina þangað til það er komið í 1075 mílna hæð, en þar er sá staður, sem því er kosinn. Flugtíminn frá jörðinni hefur ekki verið nema 56 mínútur, og af þeim tíma hafa hreyfivélar rákettunnar ekki verið í gangi nema 5 mínútur. , *. Geimfarið er nú ©rtSiéi að nokkurs konar smástirnr, sem hreyfist af sjálfu sér'eftir vissrí sporbraut um- hverfis jörðina, alveg á sama hátt óir tunglið. Hér á jörðunni gera mefin sér alls ekki grein fyrir því að þeir eru á flugferð með jörðinni umhverfis sólina, eða með 66.600 mílna hraða á klukkustund. Áhöfn geimfarsins mun því alls ekki verða vör við það að hún geysist áfram með 14.770 mílna hraða. En annað mundi henni þvkja einkennilegt — menn hafa misst þunga sinn. Allir eru í loftheldum fötum og með súrefnisgeymi til öndunar. Og nú verður byrjað á því að gera hina svífandi bækistöð. í alls konar stellingum mundu menn vinna og’allir eru þögulir, því að þarna er ekkert loft og þess vegna heyrist ekkert hljóð. En hver mað- ur hefur talstöð og kemur það sér vel þegar þeir þurfa að tala eitt- hvað saman. Þeir geta heldur ekki hreyft sig af sjálfsdáðum, og þess vegna er hver þeirra útbúinn með sérstakan hreyfil, sem er festur við hinn furðulega búning. Geimstöðin verður samsett úr 20 bútum, sem eru gerðir úr nylon og plast-efnum. En þetta er þó ekki nóg. — Enda þótt ‘geimfarið beri helmingi meira af vörum heldur en Constellation-flutningaflugvél, hrekkur farangur hennar skammt til þess að fullgera geimstöðina, en hún verður hringlaga og þreföld. Þvermálið á hringnum verður 250 fet. Til þess nú að koma þessari stöð upp, verður að senda mörg geimför til þessa staðar, hvert þeirra með nokkurn hluta geim- stöðvarinnar, og svo hjálpast menn að því að setja hana saman. Innan í iiringnum verða vistar- verur fynr menn, líkastar því sem eru í kafbátum og andrúmsloftið verður að endurnya jafnharðan sem það eyðist. Á iörðunni stjórnast allt af að- dráttaraflinu. Vér leggjum frá oss hluti og þeir eru þar kyrrir, vegna þess að aðdráttaraflið heldur þeim föstum. — Öðru máli er að gegna þarna úti í geimnum. Þar er þyngd ekki til og þetta mun mönnum þykja mjög óviðfeldið. Það þarf því að gera „gerfi“-aðdráttarafl innan í hringnum. Það er gert með mið- flóttaafli, þannig, að stöðin er látin snúast um sjálfa sig, og þarf ekki nema örlitla rákettuvél til þess. Annar flötur hjólsins mun alltaf snúa móti sól, og þar eru sólargeisl- arnir brennandi. Þess vegna verður settur hvolfspegill á þá hliðina. Undir speglinum verður járnhólk- ur og í annan enda hans verður hellt fljótandi „mercury“, er kem- ur sem gufa út um hinn endann. Þessi gufa mun nægja til þess að knýa aflvaka, sém framleiðir um 500 kílówatt. Geimstöðin mun geysast um- hverfis jörðina einu sinni á hverj- um tveimur stundum. Og af því að jörðin snýst um möndul sinn, þá verður úr geimstöðinni hægt að skoða öll úthöf jarðar, lönd og borgir einu sinni á hverjum sólar- hring. Og vegna þess að þeir, sem á geimstöðinni eru hafa svo full- komin nýtízku sjóntæki, geta þeir greint hvern blett á jörðinni jafn glögglega og menn sjá með berum augum það sem er í IVz—2 kíló- metra f jarlægð: Því hefur með réttu verið haldið fram, að sú þjóð er fyrst kemur sér upp geimstöð, geti ráðið lögum og lofum á jörðfnni. — Það væri hægðarleikur fyrir hernaðartrylda þjóð að láta skothríð dynja á hvaða stað sem er fra sliku geimfari. Og vegna þeirra framfara, sem oröið hafa á gerð fjarstýrðra skeyta, þá er enginn efi á því, að frá slíkri geimstöð væri hægt að senda kjarn -orkuskeyti og hæfa með þeim hvert það mark, sem óskað er og tæta þar allt sundur. En í höndum friðsamra þjóða gæti þessi geimstöð orðið hin öfl- ugasta vörn friðarins. Mennirnir á geimfarinu mundu sjá allt, sem gerist á jörðinni, og þá gæti engin þjóð farið í felur með herbúnað sinn. Auðvitað kæmi þessi geimstöð að miklu gagni á annan hátt. En hún hefur svo geisimikla hernaðar- lega þýðingu, að það getur ekki dregizt lengi að henni verði komið upp. Og það er jafn víst eins og hitt að sólin keriiur upp á morgun, að menn gera sér slíka bækistöð útí í geimnum. ★ ★ ★ ★ ★ Panamaborg er elsta byggð hvítrá manna á meginlandi Ameríku. Húp var stofnuð sem nýlenda árið 1519. Heræfingastöðvarnar voru þar sern mjög er sviftivindasamt. Og svo vali það einu sinni að einn hermaðurinrt kemur úr háu loíti og fleygist fyrii? fætur hershöfðingjans. Hann vará reiður. — Hver hefir gefið þér leyfi til þess að æfa fallhlífarstökk í þessu hvín- andi roki? — Ég stökk ekki með fallhlíf, ég fauk með tjaldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.