Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 505 Bækistöðvar s himingeimnum I’AÐ var dr. Werner von Brðun sem fann upp rákettuna Y2 í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er nú sem stendur í þjónustu Bandaríkjanna og stjórnar tilraunum þeim, sem geiðar eru með í'jarstýrð flugskeyti. Hann telur engan efa á að hægt sé að gera bækistöðvar lengst úti í himingeimnum og hefur „Daily Telegraph“ í London birt grein eftir hann um það efni, og er þetta útdráttur úr henni. MEÐ rákettunni hafa opnazt meiri möguleikar en menn geta gert sér í hugarlund. Seinustu fimm árin hafa rákettur farið 20 sinnum lengra út í himingeiminn, heldur en áður þekktist. Svo geisilegar hafa þessar framfarir orðið að menn geta nú farið að undirbúa framkvæmd hins stórkostiegasta ævintýris á sviði vísindanna — að leggja undir sig tómið utan við gufuhvolf jarðar. Ég býst við að ekki verði meira en svo sem 10—15 ár þangað til að vér sjáum stór farartæki hlaðin farangri og mönnum, leggja á stað iðnsýningunni 1952 er lokið. Hvernig verður svo umhorfs á næstu iðnsýningu? ^ Þegar þess ér nú gætt að aðal- framfarirnar í iðnaðinum hafa orðið seinustu 20—25 árin, má gera ráð fyrir að næstu iðnsýningu þurfi að halda eftir 10—15 ár. Þá hafa enn orðið geisimiklar breyt- ingar. Sú iðnsýning mun sennilega einkennast af „kemiskum“ iðnaði og uppgötvunum íslenzkra manna um hagnýtingu ótal heimaíenginna hráefna, sem vér vitum nú ekki hverja þýðingu hafa. ★ íslenzkúr iðnaður á míkla fram- tið fvrlr sér. Hér er afl þeirra hluta sem gera skal. í faílvötnum ís- lands er fólgin 6 milljón hestaíla orka og aðeins 1 /200 af henni hefur verið beizlaður nú. — Úr jörðu streyma um þúsund milljarðar hitaeininga á hverri klukkustund, en það samsvarar Vz milljón tonna af kolum á ári, og ekki hefur enn verið nýtt nema 2% af því. Á. Ó. (Myndirnar tók Ól. K. Magnússon). frá jörðinni til þess að búa iit bæk’- stöðvar, eða nokkurs konar smá- stirni gerð af manna höndum „austan við sól og vestan við mána“. Slík stöð mun verða 1075 mílur utan við jörðina, og það má segja að hún sé fyrsti áfanginn á leiðinni til þess að kanna himin- djúpin. Það hefur þegar verið reiknað hve langan tíma þetta muni taka og hve mikið fé þurfi til þess — 1428 milljónir Sterlingspunda á tíu ár- um. Árið 1949 tókst að koma skeyti 250 mílur út fyrir jörðina og var það met þá. Þetta var gert á þann hátt að ráketta, sem kölluð er W. A. C. Corporal var fest við broddinn á V2 rákettu, sem síðan var skotið. Þegar kraft hennar þraut, losnaði W. A. C. Corporal sjálfkrafa og þeyttist áfram af eig- in ramleik, en V2 fell til jarðar. Þetta var kölluð tveggja áíanga ráketta, og vér vitum nú, að ef vér bætum þriðju rákettunni við, svo að áfangarnir verði þrír, þá getum vér ílutt menn og farangur út fyrir guíuhvolfið og búið þar til bæki- stöð, svo fremi að oss takist að gera nógu stórt geimfar. En það geimfar þarf að vera um 265 fet á lengd, eða álika og hæðin á 24 hæða skýa- kljúf. Hver ráketta leggur til nægilegt afl að knýa geimfarið áfram sinn áfanga. í efstu rákettunni verður allur farangur og þar verður klefi fyrir mennina. Sú ráketta verður útbúin með vængjum, svo að hún geti flogið aftur til jarðar. Geimfari þessu verður hleypt á stað yfir sjó og flestir vísindamenn telja að það muni bezt suður í Kyrrahafi. Fyrsta rákettan knýr geimfarið með 5,265 mílna hraða upp í 25 mílna hæð, en hefur lokið þar hlutverki sínu. Þá losnar hún við geimfarið og um leið þenst sjálfkrafa út fallhlíf, og síðan sígur belgurinn niður í hafið, verður hirtur þar og notaður aftur. Næsta ráketta knýr geimfarið Hvernig uieuu hugsa sér að bækistóð úti i himingeimnum verði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.