Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 10
510 LESBÓK MORCUNBLAÐSTNS einu snýr hann sér að íslandi og spyr, hvaðan ég sé. Ég segi hon- um, að ég sé fæddur að Gilsárteigi í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði. „Ertu þá frændi Sigurbjörns Snjólfssonar, sem býr þar nú?“ spyr Valdimar. Kvað ég líkur vera á því. En nú brá Valdimar sér í völundar- hús ættfræðinnar og rakti aust- firskar ættir, einkum um Hérað og Vopnafjörð. — Undraðist ég stórum, hve ættfróður hann var, og einnig það, hve mikinn tíma hann gaf sér til að tala um þetta, þar eð ég vissi, að hann ætlaði að tala svo oft fyrir áheyrendum þennan dag. Þegar við höfðum farið rúma tvo þriðju leiðarinnar, kvað Valdimar borgina Duluth vera ekki all-langt fyrir austan okkur og verður minnst á hana síðar. Þótti Valdimar leitt að geta ekki farið með mig þangað, því að hann kvað þá borg minna svo mikið á Akureyri, hvað bæjarstæði snertir. Hún stendur í hallanda og brekkum við suðvesturhorn Sup- erior-vatns. Síðast beygðum við til norðvest- urs, og loks aftur til norðurs. Og kl. rúmlega 9, eða eftir fjögurra stunda akstur, komum við á á- kvörðunarstaðinn. „JÁRVGRÝTISHÖFUÐ- BORGIN.“ Við vorum komnir til Hibbing, sem einnig er kölluð „Járngrýtis- höfuðborg heimsins“, vegna þess, að rétt norðan við bæinn er stærsta opna járngrýtisnáma veraldarinn- ar. íbúatala bæjarins er um 16 þúsund. Fyrsta verk Valdimars var að koma við í ritstjórnarskrifstofu blaðs þess, sem gefið er út í Hibb- ing: „The Hibbing Daily Tribune“. Hafði blaðamaður viðtal við ráð- herrann og spurði mig einnig um ísland og tók af okkur mynd þá, er birtist hér með þessari grein. Kl. 10 átti Valdimar að tala fyrir nemendum við gagnfræðaskólann í Hibbing. Var hann búinn að segja mér, að hann ætlaði aðal- lega að tala um hagkerfi og fjár- mál fylkisins og koma inn á skóla- mál út frá því. En maðurinn, sem kynnti hann, sagði að hann ætlaði að tala um ísland. Var Valdimar ekki lengi að söðla um. Hann eyddi aðeins fáum mínútum í fyrrgreind atriði, en sneri sér svo að íslandi. Hann minnti á legu landsins, stærð þess og fólksfjölda. Hann sagði í stór- um dráttum landnámssöguna, minnti á stofnun Alþingis 930 og kristnitökuna árið 1000 og hélt svo áfram til vorra daga. Hann talaði blaðalaust og flutti mál sitt með slíkum töfrum og glæsibrag, að hlustendur hlýddu hugfangnir. Valdimar kryddaði og mál sitt með skemmtilegum innskotum, t. d. um ferðir víkinganna, feðra vorra, til Skotlands og írlands, sem hefði m. a. verið krókur á leið þeirra, til þess að geta náð sér í kvonfang af konungsættum. Þá kvað hann Columbus ekki fyrstan manna hafa fundið Norð- ur-Ameríku, fremur en hann sjálf- ur eða þeir, sem á hann hlust- uðu. Það hefði hinsvegar Leifur heppni gert, sonur Eiríks rauða, og fæddur á íslandi um 500 árum á undan Columbus. Og fyrsta hvítt barn, sem fæðst hefði á þessum slóðum, hefði verið Snorri Þor- finnsson, karlsefnis o. s. frv. Eftir að ráðherrann hafði lokið máli sínu, var okkur sýnt skóla- húsið, sem er mjög íburðarmikið og reisulegt, og vissulega eitt mesta „lúxus“-skólahús, sem ég hef séð. Námafélagið, sem vinnur járngrýtið úr námunni við þorpið, lét í té mikinn fjárstuðning til skólabyggingarinnar. Lokið var við skólahús þetta ár- ið 1923. Það er 130 metra langt, 84 metra breitt, þrjár hæðir og kjallari, í fögrum stíl og mjög íbor- ið. Sagt er t. d. að hurðarhúnar séu úr gulli. En víst er um það, að gangar eru á fimmta metra á breidd, að sundlaug er í skólanum, mjög fátítt í Ameríku, og að víða eru listaverk og myndastyttur, t. d. í lestrarsal stúdenta. En byggingarkostnaður varð líka þrjár milljónir og níuhundruð- þúsund dollara, eða tæpar 65 milj. íslenzkra króna, eftir núverandi bankagengi, sem mun vera algert einsdæmi um skólabyggingu á þeim tímum. Um miðjan daginn sá Valdimar um, að ég gæti hvílt mig á Androy hóteli. — Á meðan talaði Valdi- mar á tveim stöðum, fyrst hjá verzlunarfélagi bæjarins um hag- kerfi Minnesota. Hitt erindið flutti hann í miðdegisveizlu hjá kvenfélagi, og var þess þá óskað, að hann taiaði um Island, af því að hann hafði, fyrir nokkrum ár- um, sagt í sama félagi frá ís- landi. - ,-.•jr'w.—jr- NÁMAN SKOÐUÐ Klukkan tvö um daginn kom Helmer Olson, sænskur að ætt, til mín í hótelið. Skyldi hann vera leiðsögumaður minn, og hafði Valdimar ráðstafað því. Olson ók fyrst með mig um bæinn og minnti á ýmislegt, bæði hús og stofnanir. Hann sýndi mér hitunarstöð bæj- arins, sem hitar öll helztu húsin þar, ekkert ósvipað hitunarkerfi því, sem er hér í Reykjavík. Sá er þó munurinn, að við höfum jarð- hitann. Næst benti Olson mér á skóla, kallaður Glerskólinn, og var ógagnsætt gler í efri hluta glugg- anna, til þess að verjast ofgnægð sólarljóssins. Þessi skóli hefur einnig sjálfstillandi ljós. Verði of dimmt, kviknar á ljósunum af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.