Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 en sú útgerð gat ekki borið sig. Lá við um miðjan mánuð að síldveiðarn- ar stöðvuðust, en ríkið hljóp þá undir bagga með útgerðarmönnum, leyfði þeim að salta millisíld í allt að 10.000 tunnur og ábyrgðist þeim 290 kr. verð fyrir tunnuna. Um miðjan mánuð hafði verið samið um sölu á 70.000 tunnum af Suðurlandssíld en alls nam síldarsöltunin í mánaðarlok um 50.000 tunnum. Hæstu bátar höfðu þá feng- ið á 4. þús. tunnur. Margir höfðu orðið fyrir miklu veiðarfæratjóni af völdum háhyrninga, er gengu í vöðum á veiði- svæðinu og ónýttu stundum fyrir bát- unum öll net þeirra. Laxveiði i sumar varð meiri en í fyrra. Stærsti laxinn veiddist í þess- um mánuði í Brúará og vóg hann 37,5 pund og er stærsti lax sem vitað er að dreginn hafi verið á stöng hér- lendis. — Mikil brögð voru að því að veiðiþjófar gerði sig heimakomna í hinum ýmsu laxám eftir að skyggja tók á kvöldin, og höfðu þeir bæði ádráttarnet og dynamitsprengjur. — Tveir menn voru handsamaðir og höfðu þeir veitt um 500 kg. af laxi í ádrátt. MANNALÁT 1. Jón Hákonarson veitingamaður í Bjarkalundi, Reykhólasveit. 2. Guðjón Þórðarson, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur. 4. Frú Aslaug Proppé, Reykjavik. 6. Frú Kristín Einarsdóttir frá Skál- eyum á Breiðafirði. 10. Frú Rakel Ólöf Pétursdóttir, Blátúni við Reykjavík. 11. Sigurður Þorsteinsson verslunar- maður í Reykjavík. 12. Frú Dýrfinna Jónasdóttir frá Sauðárkróki. 14. Frú Rannveig Kristjánsdóttir Hallberg í Gautaborg. 18. Ingibjörg Tómasdóttir frá Reyð- arvatni, kaupkona í Vestmanneyum. 21. Frú Anna Patursson, dóttir hr. Sveins Björnssonar forseta, lést að heimili sínu í Danmörk. 22. Prófessor Ágúst H. Bjarnason Reykjavík. SLYSFARIR Tíu ára drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og meiddist hættulega. — Þrettán ára drengur á hjóli rakst á bíl í Reykjavík og handleggsbrotnaði. — Þriggja ára drengur hljóp fyrir bíl í Reykjavík og stórslasaðist. — Stúlka á reiðhjóli rakst á bíl í Reykja- vík, meiddist á höfði og fékk heila- hristing. — Maður varð fyrir bíl um nótt á miðri götu í Reykjavík og skadd- aðist á höfði. — Stefán Þórðarson, aldraður maður, fórst í bílárekstri á Húsavík. — Ólafur Tómasson bónai í Garðshorni í Kræklingahlíð, varð fyr- ir bíl og beið bana. — Kolbeinn Jó- hannesson bóndi að Eyvík í Gríms- nesi var vörður á fjárflutningabíl en er bíllinn fór um Norðurárdal í Borg- arfirði, var þar svo lág símalina að hún lenti á manninum, kippti honum af bilnum og beið hann þar bana. Um miðjan þennan mánuð hafði lögreglan í Reykjavík skrásett 655 bílslys frá áramótum og höfðu 1300 bílar skemst í árekstrum. Rannsókn leiddi i Ijós að aðalorsök slysanna var ógætilegur akstur. Þrir verkamenn á Keflavíkurflug- velli féllu af vörubíl, er hann tók snögga beygju. Einn þeirra, Símon Jónsson, aldraður maður úr Reykjavík, slasaðist svo að hann lézt síðar. Togarinn Röðull sigldi á trillubát,’ sem lá fyrir festum á ytri höfninni í Reykjavík. Á bátnum voru 4 menn og fórst einn þeirra, Kristján Þorgríms- son frá Laugarnesi, forstjóri Austur- bæarbíó í Reykjavík. Maður féll af vinnupalli í Áburðar- verksmiðjunni og meiddist mikið. Við fjárslátrun í ísafirði vildi til það slys, að maður skaut kind en kúl- an fór í gegn um höfuð hennar og í lær mannsins og sat þar föst. Varð að leita læknis til að ná kúlunni úr sárinu. Að Syðri Gröf í Flóa var húsmóð- irin að opna bauk með klórkalki, en við það varð í því sprenging og brendist konan í andliti og blindað- ist um hríð. Skothylki sprakk í höndum sex ára drengs í ísafirði og skaddaðist hann mikið á vinstri hönd. Lík Einars Gíslasonar, gamla mannsins sem hvarf í Keflavík í fyrra mánuði, fannst hinn 4. í fjörunni við svonefnda Básakletta. ELDSVOÐAR Tvívegis kom upp eldur í bygging- um á Reykjavíkurflugvelli. í fyrra skiftið var það í geymslu og verk- færaskálum flugskólans Þyts og urðu þar allmiklar skemdir. í seinna skift- ið brunnu þrjár skemmur, sem olíu- félagið Esso átti og brunnu þar inni bílar, vélar og áhöld. Tjónið talið vera á aðra miljón króna. Eldur kom upp í skúr við Reykja- víkurhöfn. Var þar um íkveikju að ræða og brann nokkuð af verkfærum, sem geymd voru í skúrnum. Sjá’fsíkveikja varð í heyi að Hömr- um hjá Akureyri og brunnu þar um 250 hestar. Slökkviliðið barðist 3 stundir við eldinn. IiISTSÝNINGAR Finnur Jónsson hafði málverkasýn- ingu á Akureyri. — í veitingasal Iðn- sýningarinnar höfðu þeir málverka- sýningu hver eftir annan Kristinn Pétursson og Sverrir Haraldsson. — Eiríkur Smith hafði málverkasýningu í Reykjavík. — Gerður Helgadóttir hafði sýningu í Listamannaskálanum á höggmyndum og myndum gerðum úr málmþynnum og vír. —■ Dönsk handa- vinnusýning var í Listasafninu. RÁÐSTEFNA utanríkisráðherra Norðurlanda, Sví- þjóðar, íslands, Noregs og Danmerlc- ur, var haldin í Reykjavík í öndverð- um mánuðinum og voru fundir haldn- ir í Háskólanum. t OLÍUMÁLIÐ Dómsmálaráðherra fyrirskipaftl málshöfðun gegn Sigurði Jónassyni fyrv. forstjóra Olíufélagsins h.f., Jó- hanni Gunnari Stefánssyni fyrv. skrif- stofustjóra þess og núverandi forstjóra, og Hauki Hvannberg forstjóra Hins ísl. Steinoliuhlutafélags. Var þeim gefið að sök að hafa gefið verðiags- yfirvöldum rangar skýrslur og hafa selt steinolíufarm of háu verði. ÍÞRÓTTIR Drengjameistaramót í frjálsum íþróttum var í Reykjavík. Svavar Markússon KR setti þar nýtt met í 1000 metra hlaupi, er slagar upp í met hinna eldri. — Meistaramóti í frjálsum íþróttum lauk hinn 7. — Meistari í tugþraut varð Tómas Lár- usson úr Mosfellssveit, hlaut 5516 stig. Á mótinu fékk ÍR 7 meistara, KR 6, Ármann 5, UMS Kjal. 4, UMF Selfossi 1 og og KA 1. — Danski kringlukastarinn Munk-Plum kom og keppti á frjálsíþróttamóti og bar sig- ur af hólmi. — Kristján Jóhannesson setti nýtt íslandsmet í 3000 m hlaupi á 8:52,2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.