Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 12
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvað gerbist í september IÐNSÝNINGIN 1952 Húsgagna- iðnaður IBNSÝNINGIN var höfuðviðburðurinn í þessum mánuði, vakti mcsta at- hygli og mest var um liana rætt. Hún var opnuð hinn 6. og stóð fram yfir mánaðamót. Var þetta stærsta, fullkomnasta og fjölbreyttasta iðnsýning, sem hér hefir haldin vcrið, enda sýndu þar á 3. hundrað fyrirtæki fram- Iciðslu sina. Sýningin var i 56 stofum á 5 liæðum i liinu nýa húsi Iðnskól- ans og var því ekki hlaupið að því að skoða hana alla í einu, enda komu margir þar.gað hvað eftir annað. Fjöldi íólks streymdi utan af landi til þcss að skoða hana og voru farnar hingað margar hópferðir í því skyui. í lok mánaðarins liöfðu um 40.000 manna komið til að sjá hana. VEÐRATTA OG LANDBÚNAÐUR í september var yfirleitt mjög góð hausttíð. Sunnan lands var yfirleitt bjartviðri og kalt um nætur, en oft ljlýtt á daginn. Allan fyrri hluta mán- aðarins var öndvegistíð norðan og austan lands, hiti og sumarblíða, en fók að spillast upp úr miðjum mánuði. Vcgna þess hve menn urðu seint fyrir með heyskap víðast hvar, var göngum viða frestað. Er talið að nokkuð hafi ræst úr með þessu og hcyfengur orð- íð undir það í meðallagi í flestum sýslum, en víðast var nýting með af- þrigðum góð, svo heyin eru með bezta móti. Hret gerði um mánaðamótin ágúst- sept. og féll þá víða kartöflugras svo af þeim ástæðum varð kartöflufengur víða minni en áhorfðist, einkum norð- an lands og vestan. Sunnan lands mun hafa orðið meðal uppskera. Fé var óvenju vænt til frálags og haustverð á sláturafurðum hærra en í fyrra. Mjólk hækkaði einnig í verði. Stórkostlegustu fjárflutningar, sem sögur fara af hér á landi, fóru fram í þessum mánuði. Var þá verið að flytja fé á hið sauðlausa svæði milli Hvalfjarðar og Rangár og voru keypt þangað rúml. 30.000 líflömb, þar af rúml. 16.000 í Þingeyarsýslum, rúm 10.000 á Vestfjörðum og um 3000 úr Öræfum og af Síðu. Að norðan var allt íéð flutt á bílum og voru rúmlega 100 bílar í þeim flutningum. Sjóveg voru fluttar rúmlega 8000 kindur frá Vestfjörðum, en féð úr Öræfunum var flutt í flugvélum. Gengu þessir flutn- ingar furðu vel. Viðtakendum var gert að skyldu að bólusetja féð við garna- veiki og baða það. Gróður jarðar. Hinn 26. var opnuð Garðyrkjusýn- ing hér í Reykjavik, hin mesta hér á landi og var henni ætlað að sýna hvað hægt væri að framleiða hér á íslandi, eigi aðeins grænmeti, heldur einnig suðræna ávexti. Garðræktun hefir fleygt fram hin síðari ár og má bezt sjá þá þróun á því, að árið 1940 nam sala grænmetis og ávaxta hjá Sölufélagi garðyrkjumanna 165 þús. krónum, en í fyrra 2.440.800 kr. Dr. Raymond Taylor, skógræktar- stjóri í Alaska, kom hingað á vegum F.A.O. til þess að athuga um sam- vinnu milli skógræktanna hér og í Alaska. Ferðaðist hann nokkuð um landið og kynti sér hvernig gagnvið- ir frá Alaska hafa þroskast hér. Eftir þá athugun lét hann svo um mælt, að plönturnar næði hér skjótari þroska cn þar og væri það vegna þess að jarðvegur væri hér betri en þar. Kvaðst hann því vera viss um að skóg- ar gæti vaxið hér, ekki síður en í Alaska. Mun hann nú athuga hvernig Islcndingaf geti fengið fræ þaðan með sem minstum kostnaði, en af því þurfum vér að fá um 100 kg á ári. Unnið var í Öskjuhlíð að undirbún- ingi trjáræktar þar, og er gert ráð fyrir að gróðursetning trjáplantna geti hafist þar á vori komanda. Aflabrögð. Þorskafli var sæmilegur bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum i þessum mánuði. Margir togarar voru að veið- um við Grænland og var afli þar mis- jafn og stundum tregur. Nokkrir tog- arar seldu afla í Þýzkalandi í þess- um mánuði og var verðið mjög mis- jafnt, 77—120 þús. mörk. Togaraeigendur í Grimsby og Hull samþykktu að leigja ekki íslenzkum togurum löndunartæki, en það er sama sem löndunarbann og að þeim sé meinað að sigla þangað með afla. Þeir Jón Axei Pétursson, fram- kvæmdastjóri Bæarútgerðar Reykja- vikur og Kjartan Thors formaður Félags íslenzkra botnvörpuskipacig- enda, fóru þá utan til þess að vita hvort ekki væri hægt að liðka þetta mál við brczku útgerðarmennina. Síldveiðar mcð rcknetjum voru stundaðar allan þennan mánuð. Nokkrir stórir bátar héldu uppi veið- um djúpt út af Langanesi og Aust- fjörðum allan mánuðinn, öfluðu sæmi- lega og söltuðu um borð. Þá veiddist síld í Hornafirði og var nú í fyrsta skifti saltað þar í landi. Hjá Vest- manneyum, í Faxaflóa og Breiðafirði veiddist allmikil síld, on yfirleitt var hún smærri, en leyfilegt væri að salta og fór því mest aí henui í bræðslu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.