Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 9
509 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Capitol’1 (stjórnarráðið) í Mianeapolis þessa „aura“ sem lögmæta viðbót við áður ákvarðaða húsaleigu. En hin virðulega húsaleiguneínd sagði „pass”. Og kerling var ófáanleg til að semja á öðrum grundvelli. „Það er víðar guð en í Görðum.” En nóg um það. Þessi pálmasunnudagur varð einn ánægjulegasti dagur minnar löngu ferðar. Frú Guðrún sá íyrir rausnarlegum góðgerðum, en Valdimar fór með mig í bíl sínum um borgina, sýndi mér helztu staði, sérstaklega vötnin gullfögru, sem kváðu vera ellefu í borginni, og auka mjög á fegurð hennar og bæta loftið. Við þessi vötn er einn- ig völ á góðum baðströndum, sem íbúar borgarinnar sækja mjög að sumrinu sér til hressingar og heilsubótar. Skömmu áður en Valdimar fylgdi mér heim um kvöldið, sagði hann við mig: „Viltu ekki koma með mér til Ilibbing á morgun. Eg á þangað brýnt erindi?” Og ég þáði boðið, án uinhugs- unar, en vissi þó ekkert, hvað Hibbing var. Bað ég Valdimar að fá frí fyrir mig hjá leiðsögumanni mínum við Minnesota háskóla, sem ég var í heimsókn hjá í páskavik- unni, og var það auðsótt. NORÐURFÖRIN Ég vaknaði anemma á mánu- dagsmorguninn, og var ferðbúinn, þegar Valdimar kom. Lögðum við af stað klukkan rúmlega fimm. Veður var ákjósanlegt, heiðskírt en heldur kalt, dálítið föl á jörð. Ráðherrann var í nýjum Pontiac- bíl og stýrði honum sjálfur. Á- fangastaðurinn var Hibbing, sem er frægur járnnámubær, hér um bil 340 ' kílómetra norður af Minneapolis. Það varð að hafa hraðan á, því að Valdimar átti að flytja fjóra fyrirlestra í þessum bæ, þá um daginn. Vegurinn var ágætur, og Valdimar ók að jafnaði með 100—120 km hraða. Fljótlega komumst við á þjóðveg nr. 61, og skyldum við halda honum meiri liluta leiðarinnar. Minnesotafylki er rúmlega helm- ingi stærra en ísland og mun lengra frá norðri til suðurs en frá austri til vesturs. Norðurmörk þess liggja að Canada. Nafnið, Minnesota, a rætur sínar í indíána- máli og þýðir nánast: Land hinna bláskyggðu vatna. En það eru tal- in vera um 10 þúsund vötn í fylk- inu, og þykir því minna mjög á Finnland, með því að þar er einn- ig mikið flatlendi. Jarðfræðingar telja, að í ævafirnd hafi landið verið botn á geysistóru vatni. íbú- ar fylkisins eru tæpar 3 milljónir. Og vegir þeir, sem fylkið stendur straum af, eru um 17.600 km að lengd. Bíllinn skilar okkur óðfluga norður ílatt og skógivaxið land. Utsýnið er takmarkað, þó að skóg- urinn sé óvenju lágvaxinn. Og sagði Valdimar mér, að það væri vegna þess, að í þessum hluta fyiKisins heíðu herjað skógareldar, hvað ei'tir annað iyrir axi-löngu. Rak mig og minni til þess, að eg hafði eitthvað lesið um það í blöð- um heima. Við förum ekki langt frá austurmörkum fylkisins, og því norðar sem dregur, virðist manni landið verða strjálbýlla. Bænda- býli og smáþorp sjást þó á stangii, og reyk ber við loft í litlum verk- smiðjubæjum. Valdimar er léttur í máli og leikur við hvern sinn fingur. Hann notar hvert tækifæri til að fræða mig um það, sem fyr- ir augu ber, og kryddar það með sögulegum tilvitnunum. En allt í Gunnar Björnsson skattstjóri og Valdimar Björnssoa ráðherra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.