Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Page 6
f>6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Kynþættir og erfðir VII.
„HR EI\ K VN“
Erfitt að skifta mönnum
oftir kynþáttum.
SVERTINGJAR, norrænir menn
og Suðurevrópumenn greinast sund
-ur í sérstaka hópa, en það væri
mesti misskilningur ef vér hyggð-
umst geta skipað hverjum manni,
sem vér mætum, í einhvern þess-
ara hópa. Það er þó líklegt að vér
gætum aðgreint Svertingja og suð-
ræna menn réttilega, en málið fer
að vandast er vér ætlum að gera
greinarmun á norrænum mönnum,
Miðevrópumönnum og Suður-
evrópumönnum. Og vísindamenn-
irnir, mannfræðingarnir, með allar
sínar mælingar, eru þar lítið betur
staddir en hver annar. Meðaltal
þeirra getur vel átt við hreinrækt-
aðan norrænan mann, eða Suður-
evrópumann, en meðaltalið er „ab-
stract“ mælikvarði, og það er
hreinasta tilviljun ef vér hittum
hjá nokkrum manni öll þau ein-
kenni, sem meðaltalið segir að eigi
að vera á mönnum af hans kyn-
þætti. Þetta viðurkenna allir, og
það sést bezt á því hvern hlátur
það vakti þegar fyndinn maður
sagði að hinn sanni norræni maður
ætti að þekkjast á því, að hann
væri „jafn hvítur og Hitler, jafn
hár og Göbbels og jafn grann-
ur og Göring“. En þótt maður sá,
er vér höfum kosið að ættfæra, sé
ekki jafn ólíkur hreinræktuðum
norrænum mönnum eins og þessir
þrír, þá er þó sennilegt, að hann
verði nokkuð lægri en meðaltalið
cegir norræna menn eiga að vera,
og nokkuð hærri en meðaltalið
segir að Suðurevrópumenn eigi að
vera. Höfuðlag hans getur verið of
stutt til þess að hann sé norrænn
og of langt til þess að hann sé
Suðurevrópumaður. Og svo getur
verið að hann sé með blá augu eins
og norrænn maður, en dimmur í
andliti eins og Suðurevrópumaður.
Ef vér mælum hann nú hátt og
lágt, þá getur svo farið að sam-
kvæmt mælingunni eigi hann ekki
heima í neinum flokki. Hver ein-
asti maður er ólíkur öllum öðrum,
og er því í sérflokki, en það kippir
alveg fótunum undan því, að hægt
sé að skipa mönnum í flokka eftir
kynþáttum.
Það er ekki einungis erfitt að
ákveða í hvaða flokki einhver ein-
stakur maðujr á að vera, heldur
getur oft og einatt verið erfitt að
ákvæða hvar heill hópur manna á
að vera í flokki. Þegar um norræna
menn er að ræða, er miðað við
Svía og Norðmenn, og þegar um
Miðevrópumenn er að ræða, þá er
miðað við Suður-Þjóðverja. Nú
líkjast Norður-Þjóðverjar norræn-
um mönnum og Þjóðverjar í Mið-
Þýzkalandi líkjast mjög Suður-
evrópumönnum yfirleitt. Og meðal
þeirra máifinná jafn hreinræktaða
norræna menn eins og á Norður-
löndum, og jafn hreinræktaða suð-
ræna menn eins og suður við Mið-
jarðarhaf. í hvaða flokk á nú að
skipa þessum mönnum? Sennilega
munu menn revna að krafsa sig
fram úr þessu með því að segja að
norrænt eða suðrænt blóð renni
þeim í teðum, eða að þeir sé kyn-
blendingar. En þá erum vér komnir
inn á nýa glapstigu, ekki betri en
hina fyrri.
Hreint kyn?
Ef vér tölum um að eitthvað sé
blendið, þá er það undirskilið að
það sé komið út af einhverju, sem
áður var hreinræktað. En hvar eru
hinir hreinræktuðu norrænu menn,
Miðevrcpumenn og suðrænu
menn? Hvar sem menn fara mun
verða erfitt að benda á einn ein-
asta mann, er teljast megi full-
komlega „hreinræktaður“. — I
Reykjavík er til dæmis fjöldi há-
vaxinna manna með dökkt hár og
brún augu. Og það er ekki minnsta
ástæða til að halda því fram, að
þessir dökkhærðu menn sé ekki
jafn ósviknir íslendingar eins og
hinir. Og ljóshærðir og bláeygir
menn finnast víðar en hér, þeir eru
til dæmis á Spáni.
Seinasta hálmstráið, setn menn
grípa svo til, er að halda því fram,
að þótt nú sé ekki til „hreinrækt-
aðar“ þjóðir, þá hafi þær verið til
fyrrum. Þess vegna halda sumir
dauðahaldi í kenning'una úm
„hreina kynþáttu". Þeir segja, að
forðum, á einhverri ímyndaðri gull-
öld, hafi verið til þjóðir, sern heldu
sér alveg hreinræktuðum, qg þess
vegna hafi þær orðið voldúgar ög
skarað fram úr öðrum. En svo hafi
þær blandað blóði við aðra og nú
sé hætta á að þær drukjcni í kyn-
blöndunarflóðinu.
En vísindin kveða þessa kenn-
ingu algjörlega niður. Kynblöndun
hefur átt sér stað frá upphafi vega.
Rannsóknir á elztu beínaleifum
sýna, að jafnvel áður en sögur hóf-
ust, höfðu hin svokölluðu kyn
blandazt. Mannkynið hefur alltaf
verið og er enn blendingar.
Að vísu verður að viðurkenna, að
hin öra mannfjölgun að undan-
förnu og stórkostlega bæjitar sam-
göngur, hafa mjög stuðlað að slíkri
blöndun. En það virðist einmitt að
þetta sé mannkyninu fyrir beztu,
að minnsta kosti þar sem um skyld-
ar þjóðir er að ræða. Blöndun þjóð-
anna í Evrópu hefur átt sinn þátt í
því, ásamt betra viðqrværi, að
t