Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
67
menn eru nú að meðaltali hærri
vexti heldur en þeir voru fyrir
einni öld, þegar mest kapp var lagt
á það að ættingjar giftust. En hvað
sem um allt þetta er, þá er hitt
víst, að „hreinræktaðar“ þjóðir
hafa aldrei verið til og munu aldrei
verða til.
Þá svara kynþáttadýrkendurnir:
Setjum nú svo, að einhver borg
eða eyland einangrist algjörlega og
íbúarnir þar fái óáreittir að auka
kyn sitt mann fram að manni um
marga ættliðu. Mundi þá ekki
spretta upp af þessu hreinræktað
kyn?
Og hér erum vér þá komnir að
mjög veigamiklu atriði í þessu
máli. „Hreint“ kyn gæti því aðeins
ótt sér stað, ef erfðirnar væri lík-
astar læk, er sameinazt getur öðr-
um læk. Þess vegna töldu menn
að erfðirnar bærist með blóðinu.
Þeir sögðu að blóð foreldranna
blandaðist í afkvæminu. Nú vit-
um vér að þetta er ekki rétt. Til-
raunir þeirra Mendels, Hardy og
Weinberg sýna, að erfðirnar berast
ekki með blóðinu, heldur með ör-
eindum, sem vér köllum „genes“
eða erfðastofna. Af þessum erfða-
stofnum fær afkvæmið nákvæm-
lega jafnmikið frá hvoru foreldr-
anna, en það eru ekki sömu erfða-
stofnarnir, sem það fær frá hvoru,
og systkini hljóta mismunandi
erfðastofna. Rembingurinn af þjóð-
erni og ættgöfgi var sprottinn af
því, að menn heldu að erfðirnar
bærust með blóðinu, en þegar nú er
sannað að svo er ekki, þá er stoð-
um kippt undan þjóðar og ættar-
stolti.
Erfðastofnar blandast ekki, en af
þeim erfðastofnum, sem ráða litar-
hætti, getur komið fram nýr litur
hjá kynblendingum. Menn munu
því halda því fram, að ef svartir
menn og hvítir blandist, þá verði
öll afkvæmin eftir nokkra kynliði,
múlattarnir, kaffibrún á hörund.
En svo er ekki, því að þetta er það
sem Mendel kallaði miðlungserfð-
ir. Þegar fram í sækir verða margir
afkomendanna hvítir og aðrir
svartir. Þar kemur til greina hið
svonefnda sundrunarlögmál Mend-
els. Og enn kemur þar til greina
lögmálið um óháðar erfðir. Menn
þurfa ekki anngð en líta á Svert-
ingjana í Bandaríkjunum til þess
að sjá hve gjörólíkir þeir eru í
hátt. Og nú eru flestir þeirra kyn-
blendingar, komnir af ótal svört-
um ættum og sumir af hvít-
um ættum. Sé nú gert ráð fyrir
því, að um frekari kynblöndun sé
ekki að ræða og Svertingjarnir
auki kyn sitt innbyrðis um alla
framtíð, þá má að vísu gera ráð
fyrir að þeir verði líkari hver öðr-
um með tímanum, en þeir verða
aldrei svo að það sé eins og þeir
sé steyptir í sama mótinu.
Vér sjáum hvar það er sem for-
vígismönnum kenningarinnar um
„hrein kyn“ skjöplaðist. Þeir stað-
hæfðu að erfðirnar bærist með
blóðinu. Ef svo væri, þá var engin
fjarstæða að gera ráð fyrir því að
sérstakt „kyn“ sprytti upp af því
•
er sömu ættirnar blönduðust mann
fram af manni og engin aðskota-
dýr komu þar nálægt. Hver maður
þeirrar ættar hefði þá verið bein
af hennar beinum og blóð af henn-
ar blóði. En nú er það svo, að í
„ættum“ þá hafa menn ákveðna
erfðastofna sameiginlega, en hver
maður hefur auk þess sérstaka
erfðastofna í sér, ólíka þeim sem
eru í nánustu ættingjum hans. For-
eldrar hafa alltaf mismunandi
erfðastofna, og stundum marga
ólíka. Börn þeirra hafa í sér ólíka
erfðastofna. Erfðirnar eru óútreikn
-anlega mismunandi, hvort heldur
er hjá fjölskyldu, ætt eða þjóð.
Þess vegna er það miklu merki-
legra atriði hvað einstaklingar
hverrar þjóðar eru sundurléitir,
heldur en hitt ef þeirværi allir eins.
BRIDGE
AFSÖGN
f SÖGNUM ber ávallt að gæta þess
hver spilastyrkleikinn er. Menn verða
að telja, en sumir nenna því ekki. —
Komið getur þó fyrir að menn vcrði
að svara á lítil spil, og þá er.nauðsyn-
legt að fylgja föstum reglum. Hér er
spil til dæmis um það.
Norður
A x
¥ K x x
♦ 10 x x
* D G 10 9 8 3
Suður (gaf)
A Á K 8 7 ö
¥ Á G x
♦ D 8 7 2
A x
A og V sögðu aldrei neitt, en S opn-
aði með einum spaða. Nú var aðeins
um tvennt að gera fyrir N, annaðhvort
að syara með einu grandi og nota það
sem afsögn, eða þá að segja tvö lauf í
þcirri von að geta sagt aftur í þeim
lit sem afsögn. Það er föst regla, að ef
skift er um lit, þá á að halda sögn op-
inn aðra umferð, eins og t. d. hér, þegar
N svarar einum spaða með tveimur
laufum. En það er líka regla, að ef
svarað er með lægstu hugsanlegri sögn
og sami litur er endurtekinn í næstu
umferð, þá er það tvímælalaus afsögn.
Hvað var rétt að gera i þessu spili?
Réttast hefði verið af S að byrja með
því að segja eitt lauf. Þá getur N hik-
laust sagt 2 lauf. S segir þá tvo spaða
og N þrjú lauf (afsögn) og réttast er
þá að láta þá sögn standa. Spilið vinnst
líka með því móti. Þetta spil var í
keppni og fæstir tóku mark á afsögn-
inni, og allir töpuðu þeir fyrir vikið.
^ W
Umboðsmaður var að revna að selja
vini sínum slvsatryggingu, en hinn
tók heldur dauflega í það.
„Slysin eru ekki lengi til að vilja“,
sagði umboðsmaður. „Þú kannast við
hann K .... Daginn eftir að hann
kevpti sér slvsatryggingu, missti hann
báða fætur og báða handleggi í bíl-
slysi“.
„Ég kannast við það“, sagði hinn.
„En geturðu ábyrgst mér það að ég
verði fyrir sliku happi?“