Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 69 bandbylur er að skella yfir Khartoum. Þessa sandbylji kalla menn þar Haboob og eru þeir ægilegri en nokkur stórhríð. eins séð Araba, klædda síðum hvít- um skikkjum og með túrbana á höfði. En er vér komum til Er Itenk, rákumst vér á tvo allsnakta Svertingja, með stórar eldiviðar- byrðar á höfði. Það voru fyrstu inennirnir af þeim þjóðflokki, sem vrér áttum að dveljast hjá. Nú lá leiðin 675 mílur yfir gresj- ur með skógarbeltuin. Þar stóðu liáfættir gíraffar og gláptu á oss, stórar hjarðir af zebra-dýrum tóku sprettinn, er vér nálguðumst, flóð- liestar byltu sér í ánni og hópai af storkum voru þar á ílugi. Á kvöldin, þegar vér höfðum tekið oss náttstað og vorum að steikjí i'ugla, sein vér höfðum skotið grenjuðu Ijön i námunda við oss en mýbitið ætlaði oss lifandi að drepa- Að lokum náðum vér Juba, þar sem vér áttum að dveljast um hríð. Á hinni löngu leið höfðum vér glögglega séð að náttúran veitii ibúunum naumlega til lífsins við- urhalds. Fyrst eru eyðimerkur, þar sem hirðingjar ráfa með hjarðir sinar milh grasblettanna. í miðju landsins er svo lítið um lirkomu, að íbúarnir stunda litt jarðyrkju, en eru á faraldsfæti með nauta- hjarðir sinar. Þarna vaxa þyrni- runnar á víð og dreif. Ur þeim fæst límkvoða, sem nefnd er ara- biskt guin og notað á ýmsan liátt. Er það- helzía útflutningsvara á þessum sióðuin. Þar sem áveitur eru, er mikil uppskera, einkum af bómull, en þessar áveitur verða ekki auknar vegna samnings sem gerður var um vatnsmagn Nilar 1929. Samkvæmt þeim samningi má Súdan ekki taka svo mikið vatu úr Níl að það hafi áhrif á vatns- magn hennar í Egyptalandi. í sunnanverðu landinu rignir ekki nema með höppum og glöpp- um og úrkoman er svo lítil að ekki er hægt að stunda akuryrkju í stórum stíl. Þarna er drepandi hiti, skordýraplágur og vegleysur og allt hjálpast þetta að því að hefta allar framíarir. Enda þótt Níl renni um landið og sé talin samgönguæð, þá eru skipaferðir þar mjög viðsjálar, vegna þess að áin er alltaf að breyta sér. Það eru aðeins grunnskreiðar íerjur, sem komast eftir álunum og verða þó olt slys þarna. Hér er engin olia i jörð og engar aðrar námur. íbúarnir í norðurhluta Súdans A torgi i Latuka-þorpi. Husin eru með háum margföldum stráþökum, og þarna spigsporar taminn strutur. A pallinum og undir honum mega aóeins helztu menn þorpsias sitja, koaur íasga ekki koaia þar nærri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.