Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 71 Súdankona með barn sitt á bakinu off hefur hvolft yfir það' sóihlíf úr geitar- skinni. Hún reykir pípu en karlmenn af Lotuka kynþætti reykja ekki. flestir mundu verða blindir af að horfa á þá. Upp úr sjö leirkerum veiddi hann nú 13 aflanga kvarts-steina og draup vatp af þeim. Tveir stein- ar voru í hverju keri nema einu. Þar var aðeins einn steinn. Ég spurði hvernig á þessu stæði. Sagði hann mér þá, að fjórtándi steinn- inn hefði á einhvern yfirnáttúrleg- an hátt komizt upp úr kerinu og strokið. Aðstoðarmaður hans slátraði nú geit, en galdramaðurinn drakk mjöð og blandaði afganginum saman við gorið úr geitinni. Spýttu þeir síðan báðir í þetta og bættu þar í leirmold. — Að því búnu dreifðu þeir þessu yfir steinana og galdramaðurinn las fræði sín yfir þeim. — — Það bregzt sjaldan að rigningin komi. GRÓÐURJARÐAR Venjulega er orðið þröngt í búi hjá mönnum þegar rigningatíminn byrjar. Þá er allt upp etið og fyrra árs mjöður upp drukkinn. Veiði- dýrin hverfa undir eins og fer að gróa. Hirsi sprettur fljótt og það er fyrsta lífsnæring þeirra. — Ekki þóttu mér góðir hirsigrautarnir, sem þeir eta. Mais sprettur illa vegna þess að nætur eru of hlýar og rigning of stopul. En jarðhnetur þrífast ágætlega og eru kærkomin fæða meðan a betra er ekki völ. Úr sesam-plöntunni fá þeir matar- olíu, sem hefur mikið næringar- giidi. Þeir nota hana einnig til þess að festa á sig rauða leirnum, sem þeir hafa til skrauts- Olíu úr castor- baunum nota þeir til þess að mýkja geitarskinn í kvenföt. — Kartöflur fluttu trúboðar hingað fyrir nokkr- um árum. Dálítið er ræktað af tóbaki, svo að konurnar hafi í píp- una sína, því að karlmenn reykja varla. Á seinni stríðsárunum átti að knýa þá til þess að rækta bómull, en það fór allt í. handaskolum. Þeir þekkja ekki gildi peninga og töldu það gagnslausa vinnu, sem unnin var fyrir peninga. Nú er þó bóm- ullarrækt heldur að aukast þar. HVÍTMAURAR Með regntímanum sprettur þarna upp aragrúi af feitum og vængj- uðum hvítmaúrum og þykir það heldur en ekki búbætir, því að maurarnir eru etnir hráir og steikt- ir og þykja mesta sælgæti. Maurar þessir hafa félagsbú og hlaða upp háar strýtur úr leiri, sem þeir líma saman með kvoðu úr sjálfum sér. — Þegar sólin bakar þetta verður það grjóthart. Svert- ingjar brjóta niður strýturnar og mylja leirinn og nota hann í gólf og stéttar og jafnvel utan á hús sín. Harðnar þetta þá aftur og verður eins og sementssteypa. Flestir Lotuka-menn eiga all- margar geitur og nokkrar kindur. Þeim er ekki slátrað til átu nema á hátíðum, eða þegar hungursneyð Maurastrýta úti á víðavangi. — Þessa strýtu hafa hvítmaurarnir hlaðið úr leiri og límt saman með kvoðu úr sjálf- um sér. í sólarhitanum þornar þetta og verður hart eins og steinn. er. Aðrir eiga nautgripahjarðir, en það er ekki alls staðar hægt að hafa nautgriparækt vegna tse-tse flugunnar, því bit hennar er ban- vænt fyrir nautgripi. Sumir þjóðflökkar í nágrenni við Lotuka, lifa aðallega á mjólk og blóði. Þeir taka nautgripum sínum blóð hálfsmánaðarlega og hafa blóðið til manneldis. Þetta gerir nautgripunum ekkert til, en Lot- ukamenn telja þetta viðbjóðslegt og gera það aldrei nema í hungurs- neyð. , VEIÐAR í nóvembermánuði, þegar rign- ingatímanum er lokið, er mest um að vera í þorpunum. Þá er uppsker- unni bjargað og menn sækja gras og efnivið langar leiðir til þess að gera við hús sín. Ungir menn fara að búa sig undir danshátíðarnar- Spjót eru skeft og hvesst, því að nú byrja veiðarnar. Áður en lagt er í veiðiferð mála veiðimenn sig með rauðum leir og safnast svo saman til að espa í sér veiðihuginn. Síðan er lagt á stað í halrófu og á ákveðnum stað skifta menn sér og slá hring um stór svæði, þar sem þeir ætla að veiði-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.