Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Side 2
um árum. Skipherrann hét Jochum Friis, en áhöfnin var aðallega norsk. Með skipinu kom hingað Niels Fuhrmann, til þess að taka við amtmannsembætti af Christian Miiller. Settist hann að á Bessa- stöðum. En herskipið lá í Hafnar- firði það sem eftir var sumars og | ætlaði að verða kaupförunum sam- ^ ferða út um haustið. GIÖTHEBORG EEGGUR ÚR HÖFN V Sunnudaginn 23. okt- var her- f skipið ferðbúið.- Hafði það áður f aflað sér matarforða, keypt harð- f fisk handa óbreyttum liðsmönnum f og kjöt handa yfirmönnum. Var f veður þá gott, bjart og norðaustan f gola og hið bezta leiði. Kvaddi svo f skipið Hafnarfjörð með þremur f fallbyssuskotum og lét í haf. Undir | kvöldið fór það fram hjá Keflavík f og skaut þá einu fallbyssuskoti til f merkis um það, að skipið „Hval- | fisken“,. sem þar lá, skyldi koma Itil móts við sig. Komust skipin svo útfyrir Garðskaga um nóttina. Var veður þá að breytast, gekk til norð- vesturs og dró upp skýabakka mik- inn í hafi. 1 Á mánudagsmorgun fóru þeir fram hjá Stafnesi og var byr ó- hægur svo að þeim miðaði lítt. — Veður tók og að dimma og undír kvöldið var áttin gengin til suð- austurs og gekk á með hryðjum. Næstu tvo daga var sama veður og liröktust skipin þarna á sömu slóð- um. Á fimmtudaginn tók að hvessa mjög og var veður svo dimmt, að þeir á Giötheborg voru að skjóta af fallbyssum við og við til þess að láta Hvalfisken vita hvar þeir væri. En undir kvöldið var skotið fjórum fallbyssuskotum í einu. Það var merki þess að nú ætti að láta reka. Var þá enn sunnan og suð- austan stormur og rak þá alla nótt- inu norövestur í haf. r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÖVEÐUR SKELLUR Á Á föstudaginn snerist vindur skyndilega til norðvesturs og brast þá á eitt hið mesta stórviðri um land allt og olli stórtjóni víða. Var veðurhæðin svo mikil að engar skepnur réðu sér. Fuku þá hey og hús og lestust margar kirkjur. Tók þak og stafna af kirkjunni á Urð- um í Svarfaðardal og fleygði lang- an veg, en þök tók af kirkjunni á Völlum í Svarfaðardal og kórinn af kirkjunni í Saurbæ í Eyafirði, en kirkjuna að Hálsi í Fnjóskadal braut veðrið í spón- Víða fuku bát- ar og brotnuðu og talið var að 30 skip hefði þá farið forgörðum und- ir Jökli og við Breiðafjörð. Herskipið var þá statt djúpt norð -vestur af Reykjanesi og kaupfarið skammt fra því. En í þessum ham- íörum náttúrunnar, ofviðri og stór- hríð, urðu þau viðskila og vissu þeir á Giötheborg síðan ekkert hvað um kaupfarið varð, enda hafði herskipið víst nóg með sig. Þennan dag andaðist einn háset- anna á skipinu. Voru rekkjuvoðir saumaðar utan um líkið og því síð- an kastað útbyrðis. Létu þeir svo reka þennan dag og næsta dag og helzt veðrið hið sama svo að segja allan tímann. En undir kvöld á laugardaginn 29. okt. lygndi nokk- uð og snerist áttin þá til suðvest- urs. Taldist þeim þá svo til að þeir væri l!/a milu norðvestur af Reykja -nesi. Dag og nótt höfðu þeír orðið að standa við dælur skipsins og hölðu með naumindum undan þótt 2—3 dælur væri í gangi í scnn. Haf- rótið mæddi mjög á skipinu og gekk það lítt, enda varð að hafa öll segl rifuð. Gekk þetta þannig fram á þriðjudag. Þá um kvöldið gekk áttin til vesturs og gerði haglel. Á mánudaginn andaðist annar háseti og fekk hann sams konar útför og hinn. Miðvikudaginn 2. nóvember rauk veður al'tui’ upp á suðvestan. Gerði þá miklar þrumur, en síðan fór að snjóa. Vissu þeir þá ekki glöggt hvar þeir fóru. Reyndu þeir að gera dýptarmælingar nokkrum sinnum um kvöldið, en fundu engan botn. Hafa þeir þá sennilega verið í röst- inni og hún borið með sér lóðið svo að það hefur ekki náð botni. Morguninn eftir, fimmtudaginn 3. nóv., var veður lægra og um há- degi birti svo að þeir áttuðu sig. Sáu þeir þá „syðstu Fuglasker 4 Vi mílu til norðurs, en Reykjanes um 3 mílur til norðausturs“. Hefur þeim þá ekki litizt á blikuna, því » að í dagbók skipsins stendur: „Gud hjælpe videre“. Þegar leið á daginn tók að hvessa á suðvestan með hryðjum, en undir kvöld rauk á slíkt aftakaveður að skipað var að taka niður „Mærs“-segl í dauðans ofboði, en vegna veðurofsans fór það allt í handaskolum svo að skip- ið „fór yfir stag“' og lagðist hlið- flatt fyrir hafrótinu. Eftir mikla mæðu tókst þeim þó að venda til stjórnborða. Og er skipið hafði rétt sig var veðurofsinn svo mikill að það þoldi tæplega þrírifuð undir- segl. Hrakti nú skipið austur með landi og gekk þannig alla nóttina. Alltaf varð að dæla og höfðu þeir varla við. Á föstudaginn var sunnan storm- ur, fannkoma og stórsjór. Voru þeir þá skammt undan landi, og gátu ekki náð því að sigla til hafs. Var þá kastað út tveimur akkerum og var þar 25 faðma dýpi. Gekk þá á með ofsahryðjum, en brotsjóir gengu yfir skipið hvað eftir annaö. Voru þeir að hugsa um að hleypa á land, en þorðú ckki, því að britn- rótið var svo mikið að sýnt þólti að enginn maður mundi komast af. Stormur og sjór reyndi mjög á skipið þar sem það lá fyrir akk- erum og óttuðust þeir að það mundi liðast sundur undir sér. Varð það því fangaráð þeirra að höggva allar þrjár sigluruar og ltoma þeim fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.