Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r« á þessu stóð buðust tveir menn til þess að reyna að synda í land með streng og koma þannig á sam- bandi milli skips og lands. Var nú bundið streng um mitti þeirra og fleygðu þeir sér til sunds í brim- garðinn. Það er af öðrum mannin- um að segja, að hann varð magn- þrota í baráttunni við holskeflurn- ar og urðu þeir að draga hann um borð aftur. Hinn komst á land, en 1 svo óheppilega tókst til fyrir hon- 1 um er hann leysti sig, að hann missti strenginn út úr höndunum 1 á sér, og voru þeir því engu nær. Þegar flekinn var tilbúinn, var bundinn í hann kaðall. Síðan gengu 8 menn á flekann og lögðu frá borði. En er þeir komu undir land, riðu brotsjóar yfir flekann, skoluðu mönnunum af honum og drukkn- uðu þeir þar allir fyrir augum fé- laga sinna. En flekann bar á land og með honum kaðalinn. Mundi al- veg eins hafa verið hægt að koma kaðli í land með flekanum mann- lausum, svo að þessir 8 menn hafa ófyrirsynju hlaupið í dauðans greipar. Skipverjar tóku nú að fleygja öllu lauslegu útbyrðis, þar á meðal fatnaði sínum og koffortum, en Brynjólfur og menn hans hirtu þetta jafnóðum og það bar á land og báru undan sjó. Skipverjar byltu og öllu í sjóinn er nokkur þungi var í og þeir gátu losað. — Gerðu þeir það til þess að létta skipið undir næsta flóð. Væntu þeir þess að þá mundi það berast nær landi, sem og varð. Vildi svo { vel til að stafn skipsins horfði á land. Segir í dagbók skipsins að f það hafi verið lán í óláni, því að 1 annars hefði ekki verið líft um ■ borð. ^ Flóðið skolaði skipinu 10 föðm- r um nær landi, en það hafði verið. Var nú kaðallinn festur um stafn- merki þess og þegar fjaraði renndu ^ flestir sér á honum til lands. Einnig björguðu þeir nokkrum matvæla- forða, svo sem fleski, öli, einni tunnu af smjöri, fiski og nokkrum tunnum af grjónum. Þetta gerðist undir rökkur Allan daginn hafði verið hvassviðri með hríðareljum, en nú hvessti mjög og varð þá að hætta björgun. Þeir, sem þá voru eftir í skipinu, urðu að hírast þar um nóttina. SKIPHERRA TILKYNNIR STRANDIÐ Friis skipherra var meðal þeirra, sem komust í land þennan dag. — Ritaði hann nú bréf, er sendast skyldi með hraðboða til Bessastaða. Skýrir hann þar fyrst frá því, að hann hafi strandað á Hraunsskeiði. „Hefi ef ásamt mönnum mínum bjargast i land á opinni strönd. þar sem engin bygð er. Eg er hér al- gjörlega ráðalaus og guð veit livernig mér er innan brjósts". — Biður hann því amtmann og land- íógeta að koma þegar í stað og hjálpa sér með ráðum og dáð. — KÖLD AÐKOMA í LANDI Skipbrotsmenn urðu auðvitað fegnir er þeir stigu fótum á fasta grund. Þeir byrjuðu á því að tína saman pjönkur sínar, sem í land hafði rekið og tók hver það sem hann átti. En heldur var köld að- koman þar á eyðisandi. Hvergi var neitt afdrep, veður slæmt og þeir allir votir. Einhvern veginn tókst þeim þó að kveikja eld og kyntu þarna bál alla fyrstu nóttina og höfðu til þess rekavið úr skipinu. Stóðu þeir svo umhverfis bálin, ornuðu sér og reyndu að þurrka föt sín. Daginn eftir tókst að bjarga nokkru í land af matvælum, svo að þeir höfðu nú matarforða til viku. Jafnframt náðist í nokkuð af segl- um og voru gerð úr þeim tjöld í landi. Þá fóru allir í land, sem eftir voru í skipinu nema skipstjóri og tveir eða þrír yfirmenn. Heldust þeir þar við næstu nótt, en þá braut sjórinn káetuna og skipið lagðist á hliðina og eftir það var engum vært þar. Skipverjum þótti að vonum vist- in ill þarna á sandinum. Veðurofs- inn helzt hinn sami og skóf sand- inn, svo að óvönum mönnum var ekki við vært undir beru lofti, en brimið gekk upp á tjöldin með flóði, svo að þar var ekki vært heldur. Lenti svo allt í ráðleysi og varð engri reglu við komið. Stukku fyrst nokkrir menn í burt í leyfis- leysi að leita bæa. Komu þeir næsta dag og sögðu félögum sínum að skárra væri að vera ofan við sandinn. Varð þá alger upplausn í liðinu. Lögðu sumir farangur sinn á bak sér og heldu á stað, án þess þó að vita hvert halda skyldi, eða hvað við kynni að taka. Hafði þá matvælum verið úthlutað, svo að hver gat farið með sinn skammt með sér. Sumir voru svo heppnir að fá hesta hjá bændum og þurftu því ekki að rogast með farangur sinn. Á fimmtudaginn var svo komið, að ekki voru eftir á strand- staðnum nema 8 menn, er gæta skyldu vogreksins og reyna að bjarga meira úr skipinu, ef unnt væri. Ekki er nú vitað hvert skipbrots- menn hafa farið. Sumir hafa ef til vill farið til Þorlákshafnar og feng- ið húsaskjól í kirkjunni þar. En flestir munu hafa farið inn í Ölfus og máske haft þar húsaskjól um nætur í útihúsum, því að ekki var hægt að hýsa allan þennan sæg, enda þótt þeir hefði skift sér á alla bæi í sveitinni. Á skipinu munu upphaflega hafa verið nær 190 manns. Tíu höfðu látizt frá því skipið lagði á stað úr Hafnarfirði, en landfógeti segir á einum stað, að rúmlega 170 hafi bjargazt, eða álíka margir og íbúar hafa verið í einum hrepp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.