Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 4
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þrýstiloftsflugvélar hefja ferðir sínar, að fara ótal reynsluflug með öðrum flugvélum til þess að ganga úr skugga um að allt sé í góðu lagi. Flugmennirnir á þrýstilofts- flugvélunum verða líka að æfa sig á þeim áður, því að það útheimtir sérstakt lag að stjórna þeim. Næsta fyrirætlan félagsins er að koma á föstum ferðum til New York og Suður-Ameríku. En til þess þarf miklu meiri undirbúning, því að veðrátta yfir Atlantshafi er að mestu leyti órannsökuð enn. Menn vita sem sé ekkert um það hvernig loftstraumar fara í háloft- unum þar, allra sízt yfir suðurhluta hafsins. Flugmenn B.O.A.C. eru kunnugri leiðinni yfir norðanvert Atlantshaf, því á stríðsárunum flugu þeir þar yfir að staðaldri. Þeir vita að hvassir vestanvindar geta þar náð upp í 25.000 feta hæð, svo hvassir að vindhraðinn er allt að 100 milur á klukkustund. Þeir vita að hætta er á, að ísing leggist á flugvélarnar í grennd við Labra- dor. En enginn veit hvernig veðr- áttu er farið enn hærra, eða á þeim slóðum sem þrýstilofts-flugvélun- um er ætlað að fljúga. Hefur þessi flugleið aðeins verið farin einu sinni í þrýstiloftsflugvél. Það var þegar Canberra flugvélin flaug á einum degi fram og aftur milli Englands og Ameríku. Þá lenti hún í. stormi í 40.000 feta hæð og var vindhraðinn svo mikill að henni mældist hann vera 160 mílur á klukkustund. Á heimleiðinni hafði hún vindinn með sér, og þótt flug- hraði flugvélarinnar væri ekki tal- inn nema 500 mílur á klukkustund, þá skilaði henni 660 mílur á klst. Slíkir stormar, sem kunna að blása úr öllum áttum, geta haft hinar örlagaríkustu afleiðingar fyrir flug á þessum leiðum- Verður því ekki lagt í flugferðir á þeim slóðum að órannsökuðu máli. Verð- ur því að fara mörg reynsluflug um háloftin áður en hægt er að hefja reglubundnar flugferðir með farþega, því að félagið vill ekki steypa farþegum sínum í ófyrir- sjáanlega hættu. Það er kunnugt, að á ýmsum stöðum eru mjög sterkir loft- straumar í þeirri hæð, þar sem þrýstilofts flugvélarnar eiga að fljúga. Eru þetta aðallega uppvind- ar, sem geta náð allt að 100 mílna hraða á klukkustund, og myndast yfir sólbökuðum svæðum, svo sem eyðimörkum Arabíu. Hvernig slík- ir uppvindar haga sér yfir Atlants- hafi, er með öllu ókunnugt. Þó eru taldar nokkrar líkur til þess að vinda þessa taki að lægja þegar þeir hafa náð 42.000 feta hæð, en þar eru allra efstu brúnir skýa. Er talið að þar fyrir ofan muni fljótt draga úr þeim. En sé svo, þá getur vel verið að nauðsynlegt sé að fljúga hærra heldur en nú er gert. Mikil vandkvæði eru á því að lenda þrýstilofts flugvélum þar sem nokkur hálka er, ísing eða klaki. Það kemur oft fyrir að hinn steypti flugvöllur hjá Gander á Newfoundland er þakinn ísingu. Nú er löndunarhraði þrýstilofts flugvéla ekki meiri heldur en ann- arra flugvéla. En þess verður að gæta, að þrýstilofts flugvélarnar verða eingöngu að treysta á heml- urnar til þess að stöðva sig, því að þær geta ekki látið hreyflana vinna aftur á bak. Hjólin verða því að fá gott viðnám, en slíkt er útilokað þegar ísing er. Ekki er gott að vita hvernig þessi vandi verður leystur. Þegar samgöngur eru komnar á til Ameríku, hyggst félagið snúa sér að því að koma upp föstum áætlunarferðum til Ástralíu. Og árið 1953 býst það við að tilbúnar verði vöruflutninga flugvélar, sem nefndar verða Bristol Britannia. Þessar flugvélar eru enn á reynslu- stigi, hefur ekki verið flogið nema 20 flugstundir. Þær verða með nýrri tegund hreyfils, sem nefnist Proteus III, en hann er ekki full- smíðaður enn — þarf að gera á honum ýmsar endurbætur áður en honum er treystandi til langferða. Þessar flutningaflugvélar eiga að geta borið 20 smálestir, og þykja hentugar fyrir léttavarning, sem mikið liggur á að komast til á- kvörðunarstaðar, t- d. sýnishorn af vörum. En vegna þess að flutnings- gjöld eru miklu lægri heldur en fargjöld, miðað við þunga, þá verð- ur að kosta kapps um að þessar flutninga flugvélar verði sem allra sparneytnastar og ódýrar í rekstri. Þegar kemur fram um 1960 ger- ir félagið ráð fyrir að hafa eignazt þrýstilofsflugvél, sem er miklu stærri heldur en þær, sem nú eru. Væntir félagið þess, að þá standi það betur að vígi í samkeppni við aðrar þjóðir, enda þótt ekki verði kapp lagt á. að hafa þessar flug- vélar hraðfleygari en nú er. Það þykir sæmilegur hraði að fara 500 mílur á klukkustund, enda þótt um 5000 mílna langa leið sé að ræða. Ef hraðinn er aukinn mikið úr því, eða jafnvel upp í hraða hljóðsins, 625 mílur á klukkustund, þá líður farþegum ekki eins vel. En þessar flugvélar eru eingöngu ætlaðar til fólksflutninga á löngum leiðum, og hver þeirra á að geta flutt 100 far- þega í einu. Gert er ráð fyrir að um þær mundir er þessar flugvélar koma í notkun, að þá verði flogið yfir Norðurheimskautið, en við það styttast leiðir milli heimsálfanna stórkostlega. Fer þá að líða að því að hægt sé að komast „hálfan hnöttinn kring“ á einum sólar- hring. Bretar eru nú fremstir allra þjóða í loftsiglingum með þrýsti- lofts flugvélum. Eins og á þessu má sjá, ætla þeir ekki að hleypa öðr- um fram fyrir sig á næstunni. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.