Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 VEDA-BÆKUIl kenna að í djúpi vit- undar hvers manns búi hinn sanni andi og sá er snýr hjólum allrar tilveru. Að djúpt í eðli hvers manns sé hulinn íjár- sjóður: — Demant fylltur ljósi hinnar sönnu þekkingar, óskasteinn hinnar æðstu hamingju, sem lætur alla drauma rætast, og perla hreinleikans, sem aldr- ei flekkast, þó veröldin haldi henni í greipum sínum. En hjá venjulegum mönnum er þessi fjársjóður hulinn að baki þrefaldra tjalda. Yzt þessara tjalda er manns- líkaminn, og þær þarfir og hvatir, sem náttúran ljær honum til sjálfsviðhalds, sóknar og varnar. Innan þeirra tjalda taka við hulur skilningarvitanna. Hinar sömu takmarkanir, sem settar eru skyn færum okkar, takmarka einnig hug- myndir okkar og skoðanir. Skilningar- vitin skapa okkur því sína eigin heima, en skynja ekki hinn innri veruleika. Þriðja hulan er hugurinn (citta). Þess- ar þrjár hulur eru ekki okkar sanni innri maður, heldur gerfi hans háð sí- felldum breytingum, fæðingu og dauða. Hinn innri maöur okkur (purusa) íæðist aldrei og deyr aldrei, því hann er brot af bergi hins eilífa. Hann er fullkominn, því hann er hluti hins innsta veruleika, sem trúarbrögðin nefna guðdóm. Þessar þrjár hulur skilja því mann- inn frá uppruna sínum og hinu sanna cðli, svo hann lifir í útlegð í heimi villunnar. Þessi aðskilnaður er að dómi Indverja orsök allrar fáfræði og fylgi- liðs hennar, yfirsjóna og þjáninga. Til þess að losna úr útlegðinni, verð- ur maðurinn að þekkja sjálfan sig og lyfta tjöldunum þremur, sem hylja hinn dýrmæta fjársjóð. — Öld eftir öld reyndi hinn indverski andi að finna Jcið að þessu marki. Eðli manna og sálarlíf var krufið til mergjar, og á Sanskrit og Pali sköpuðust fleiri sál- fræðileg hugtök en cnn i dag cru til ú öllum tungum vcraldarinnar samanlagt. Dr. Jung, einn af helztu brautryðj- endurn vcstrænnar sálfræði, scgir m. a.: „Sálgreiningin sjálf og þau visindi, sem liún ci; visir að, er aðcins tilraun byrj- andans samanborið við hina ódauðJegu list austursins". — Nafniausir djúp- hyggjumenn kenndu mönnum leiðina, og visindi þeirra voru iðkuð, könnuð og sctl i kerfi, og niðurstaða þcssarar miklu Jeitar er heimspeki, sem kölluð er yoga. 'k'k'k Yoga er þanrng leitin að þerrn full- Gunnar Dal: HEilMSPEKIIM komnun, sem cr hinn duldi kjarni hvers manns. Með sjáifsþekkingu sinni verð- ur yoginn sér meðvitandi um lilutdeild sína í alheimsvitundinni. En þessarar sjálfsþekkingar verður ckki aílað með heimspekilegum vanga- veltum né fræðiiðkunum eingöngu. — Skynsemin cr aðeins hið lægsta svið skilningsins, og aöeins með þvi að lægja öldur hugans og friða starfsemi hans er hægt að láta Ijós heimsins, sem býr hið innra með hverjum manni, skína niður gegn um hina lægri himna vitundarinnar og rjúfa skýaþykknið milli þess og vors daglega lífs. Leiðin til sjálfsþekkingar er engum auðrötuð. — Patanjoli, sem fyrstur manna batt yoga hcimspckina i keiTi, skiptir leiðinni til fullkomnunar í átta áfanga, sem sigrast verður á áður en lokamarki er náð. Hinn fyrsti áfangi þessa vegar er í yoga heimspeki Patanjali kallaður Yama. — Á þessu fyrsta stigi er yoga iðkandanum ætlað að treysta sem bezt hinn siðræna grundvöll sinn, því án hans cr tilgangslaust að iðka yoga. Mannkostir manna eru grunnur hins nýa húss, og ef hann er ckki traustur má vist leljast, að hinir háreistu turnar musterisins lirynji til grunna fyrr eða síðar. Yuma er fólgið i þvi að nemandinn tileinkar sér fimm boðorð, sem öll lúta að breytni hans. Fyrsta boðorðið fjallar um friðhelgi mannlífsins: — Þú skall ekki iifi eyða. — Það boðorð cr af- dráttarlaust og leyfir engar undantekn- ingar. Þjóðhöfðinginn og hermaðurinn, scm brjóta þetta boðorð i nafni föður- landsins, eru jafn réttlausir og páfinn og krossriddarinu, sem brjóta það í naíni truarinnar eða uppreisnannaður- um, sem brýtur það í nafni frelsisins. Að beita ofbeldi er mönnum ósam- boðið, að eyða lífi er óréttlætanlegt. — Jafnvel ekki í sjálfsvörn er mann- inum leyfilegt að drepa náunga sinn. Sá, sem eyðir lífi, hvort heldur sem ástæða hans er ágirnd, reiði eða heimska, formyrkvar vitund sína og bindur sig við klafa stórrar þjáningar. Með því að rækta með sér góðvild til manna og dýra, lífsgleði og alúðlegt viðmót, skilning og samúð með öilum mönnum, góðum og vondum, tekst nemandanum að lokum með návist sinni einni saman að eyða»allri óvin- áttu. Næst þessu kemur boðorðið um að vera einlægur, sannorður og trúr sjálf- um sér og öðrum. — Með því að koma jafnan til dyranna eins og hann er klæddur, halda sig við sannleikann og forðast bakmælgi, tekst nemandanum að afla sér jafnvægis og andlegrar heil- brigði. Heiðarleiki er hið þriðja boðorð yama-stigsins. Með því að ástunda hann og útrýma allri öfundsýki, veitist nem- andanum allur sannur auður. — Hóf- semin er hið fjórða. — Með hcnni eyk- ur nemandinn styrk sinn og lífsþrótt. — Loks er brýnt fyrir nemandanum að forðast auðsöfnun. Honum er ætlað að taka þátt í þjáningum annarra og verja fé sínu til að hjálpa samfélagi sínu eftir fremsta megni. Á þann hátt ræktar nemandinn með sér góðvild og eykur lífshamingju sína. Þessi fimm boðorð eru að dómi yoga heimspekinnar fyrsti áfanginn á leið hins áttfalda vegar sem liggur til sjálfsþekkingar. k- k- kr Niyama er næsta stig yoga hcim- spekinnar og miðar að hinu sama og yama, — að styrkja scm bezt hinn siðræna grunn, sem hin hærri stigin byggjast á. Niyama eru fimm atriði til viðbóta'r, sem nemandanum er ætJað að tileinka sér. — Hið fyrsta þeirra er hreinleiki. En sú hreínsun, sem nemandanum er ætlað að framkvæma nær ekki ein- göngu til hugarfarsins. — Yogaheim- spekin aðhyllist ckki hugmýndina um krossfestingu holdsins. Að dómi yogans er likaminn hluti hins andlega vanda- máls. — Hinn innri maður okkar (sjálf- ið, purusa) er hulinn að baki forgengi- legs holds og friðlauss hugar og verð- ur því livort tveggja að takast til með- ferðar jöfnum höndum. Likaminn er ekki vél, sem hugurum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.