Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 16
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MENNTASKOLINN AÐ LAUGARVATNI. — Seinast liðinn sunnudag var hinn nýi menntaskóli að Laugarvatni settur með mikilli viðhöfn. — Er þetta fyrsti menntaskóli í sveit hér á landi. Og skólameistari sagði í ræðu sinni við þetta tækifæri: „Framar öllu vona ég, að þessi skóli megi revnast íslenzkur skóli, sem sameini það bezta úr fortíðinni. því góða í nútíðinni“. — Jónas Jónsson ritstjóri afhenti skólanum að gjöf bláhvítan fána, sem Einar skáld Benediktsson hafði átt. Nemendur Laugarvatnsskóla sungu aldamótaljóð Hannesar Hafstein og er mynd- in hér að ofan tekin af söngflokknum einmitt á þeirri stundu. (Ljósm. Ól. K. M.) Andakelda heitir undir Skarðshyrnu á Skarðs- strönd. Er mælt að Geirmundur helj- arskinn landnápismaður hafi sökkt þar niður í gullkistum sínum, og hefir ýmsa langað til að ná í þær. Þorleifur lögmaður Pálsson á Skarði (d. 1558) átti launson, sem Björn hét. Hann var fyrirliði að því, að reyna að ná upp kistum Geirmundar. Þeir höfðu náð í kistuhring, en hann siitnaði úr og skall kistan niður aftur. Sýndist þeim þá allt leika í loga fjær og nær. Hræddust þeir þá og hættu við. En Björn hendi það óhapp að vega mann skömmu síðar. — Þorsteinn Guð- brandsson bjó á Skarði eftir Eggert Bjarnason. Hann hugði fast á að ná kistum Geirmundar. Fékk hann sér stöng afar langa, sumir 9 álna, og óð út í kelduna og kannaði með stöng- inni. Kvaðst hann hafa fundið gjörla fyrir kistunum. Hann ætlaði að skera fram kelduna og moka sem mest úr henni bleytuna, en Magnús Ketilsson sýslumaður, er þá bjó í Búðardal, taldi hann fastiega af því, kvað hon- um mundi verða það að mesta slysi, því röm væri forneskjan. Áræddi Þorsteinn þá eigi að halda áfram. Þetta hefir verið skömmu fyrir 1800. Enn í dag mundi það vera talið mesta gæfuleysi þar vestra, ef einhver ætl- aði sér að ná í kistur Geirmundar. „BEZT AÐ LÁTA AFLIÐ ÞRÆTUM SLÍTA" Fyrsta veturinn minn á Möðruvöll- um (1892) varð ágreiningur meðal pilta út af lítilfjörlegu atviki. Varð samkomulag um að útkljá þann ágrein- ing með glímum. Skyldi hvor aðili velja tvo menn til þeirrar hólmgöngu. Vorum við Jóhannes frá Hrauni valdir annars vegar, en hins vegar þeir Krist- ján Guðnason og Indriði Sveinsson, er báðir voru úr efri bekk. Allir, er vett- lingi gátu valdið, horfðu á þennan leik. Er þar skemmst af að segja, að ég fell fyrir hinum skæða glímumanni, Krist- jáni, en Indriði laut í lægra hald fyrir Jóhannesi. Skyldu þeir nú útkljá málið, Kristján bg Jóhannes, og voru þeir báðir hinir vigalegustu. Tók Jóhannes Kristján heljartökum og hugðist færa hann niður fall mikið, en Kristján var kattmjúkur og bráðsnar að sama skapi, auk þess var hann þolnari en keppi- nauturinn. Urðu þeirra viðskifti bæði hörð og löng, en þeim lauk svo, að Kristján varpaði Jóhannesi til jarðar yfirkomnum af mæði, og ekki sást blóðdropi í hans andliti eftir viðskiftin. Sleit svo þessari glímuhólmgöngu og voru allir sáttir að kalla. — (Ingimar Eydal). SPILAGESTUR Vinnumaður einn á Stórólfshvoli andaðist rétt fyrir jólin. Á jólanóttina fór fólkið út í kirkju að spila. Meðal þeirra var vinnukona nokkur fljótleg og fleppin. Þegar þau gengu út í kirkj- una, sparkaði hún fæti við leiði vinnu- mannsins og sagði í gáska: „Komdu nú og spilaðu við okkur, greyið mitt, ef þú getur.“ Síðan fór fólkið að spila. Eftir nokkra stund kemur moldargusa á kirkjuhurðina, og rétt á eftir kemur svipur vinnumannsins inn í kirkjuna. Fólkið varð dauðhrætt og þaut inn í bæ í mesta fáti. Enginn hafði mein af þessu nema vinnukonan, hún varð vit- laus og var það alla ævi síðan; lifði hún fram undir 1880. (Sögn Magnúsar Helgasonar, kennaraskólastjóra). SUNDLAUGARNAR FYRIR 60 ARUM Ekki lærði ég að synda fyr en í Menntaskólanum. Naut ég þar tilsagn- ar í þeirri list hjá Páli Erlingssyni. Sundkennslan byrjaði víst með okkar bekk í kring um 1893. Kennt var í Laugunum, það var ljóta vatnið, sem við syntum í, kolmórautt leirskolp, því moldar eða leirbotn var í sund- tjörninni. (Ing. Gíslason læknir). BÓNDINN í BREIÐHOLTI Árið 1801 gerðust þau tíðindi, að Guðmundur Ingimundarson bóndi að Breiðholti í Seltjarnarneshreppi,keypti skútu af Norðmönnum í félagi við ann- an mann og byrjaði þilskipaútgerð. Skútan var lítil, 13'/2 stórlest, og kost- aði 3000 rdl. Þau urðu afdrif Guð- mundar, að hann fórst með skipi sínu sumarið 1813. Hefur hans lítt verið getið þegar rætt hefur verið um braut- ryðjendur á sviði þilskipaútgerðar hér, en framtak hans er jafn merki- legt fyrir því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.