Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 221 Sjórinn er MANNKYNINU fjölgar stöðugt og jafnframt verður það æ meira vanda- mál hvernig á að framfleyta öllum þessum fjölda. Nú er talið að sex af hverjum tíu jarðarbúum liði skort. Vegna rányrkju hafa mörg frjóvsöm lönd breyzt í eyðimerkur. Hvað á þá til bragðs að taka til þess að bjarga mannkyninu — forða þvi að milljónir manna hrynji niður úr hungri? Fjöldi vísidamanna er nú að fást við þetta vandamál og þeir halda því fram að mannkynið verði að fá meiri matvæli úr sjónum heldur en verið hefur. í sjónum sé óþrjótandi bi'rgðir af næringarefnum. En hvernig fer þá ef fiskveiðar eru stundaðar í langt um stæi'ri stíl en nú cr og með miklu stórvirkari veiði- tækjum? Mun þá ekki fljótt ganga á stofninn og rányrkjan í sjónum leiða til hins sama og rányrkjan á landi? Ekki halda vísidamnenirnir það og þeir benda á ýmislegt máli sínu tii sönnunar. Það er þá fyrst, að veiðar eru ekki stundaðar nema á land- grunni og öll fiskimið eru nú samtals aðeins 7 % af hafinu. í öðru lagi hafa 90% af öllum fiski a'ð undanförnu komið úr norðurhöfum. Og' í þriðja lagi ber á það að líta, að í höfunum eru 19.000 tegundir fiska, en aðeins um 50 þeirra hafa enn verið notaðir til manneldis svo nokkru nemi. Ýmsar athuganir sýna hve geysimik ið er af fiski úti í höfunum, þar sem mcnn veiða hann ekki. Á Pribilof- eyum er nú talið að vera muni um miiijón sela. Að látratímanum loknum fer allur þcssi skari suður i haf og lifir þar á fiski. Er svo talið að þessi selafjöldi muni þurfa meiri fisk til lifsviðurværi, heldur en öll veiði- skip flyt.ja á ári til vesturstrandar Bandaríkjanna. En enginn veit enn hvar „fiskimið“ selanna eru. Þá er og talið að allur fiskifloti Bandaríkjanna veiði ekki jafn mikið á hverju ári eins og „gúanó“-fugl- arnir við vesturströnd Suður-Ame- ríku. Fiskimið þessara fugla er Hum- boldt-straumurinn og er sagt að hvergi í heimi sé önnur eins fiski- gnægð og þar. Þá er að geta um „torfur" þær, er skip hafa orðið vör við með berg- forðnbúr mannkynsins máls dýptarmælum út um öll höf. Á daginn eru torfur þessar nokkuð djúpt, en grynka á sér um nætur. Á því sést að hér er um lifandi verur að næða, en hitt vita menn ekki hvort þetta eru heldur fisktorfur eða svif. En hvort sem er heldur, þá er hér um algjörlega ótæmandi gnægtabúr næringarefna að ræða. því að ,.pro- tein“ er jafnt í svifi sem í fiskum. Hvernig á þá að greiða hinu svelt- ondi mannkyni aðgang að þessu mikla forðabúri? Ekki hafa orðið jafn miklar framfarir í veiðiaðferðum eins og í mörgum öðrum greinum á und- anförnum árum. Helztu nýungarnar þar eru bergmáls-mælarnir cg fisk- sjáin. Hvort tveggja hefur aukið mjög veiðiskap þvi að nú geta menn vitað hvar fiskur er undir og jafnvel vitað um hvaða fisktegundir er að ræða. Þá hafa og fiskleitir með flug- vélum borið góðan árangur, einkum hjá Florida og við Kyrrahafsströnd. Þar nota fiskimenn kopta til þess að vísa sér á fisktorfurnar. í seinni heimsstyrjöldinni komust kafbátar að því, að allar tegundir fiska gefa frá sér einkennileg hljóð. Með nýtízku áhöldum ætti að vera hægt að rata á hljóðið og finna fisk- torfurnar. En það er ekki nóg að íinna fisk- torfurnar, menn verða líka að geta veitt fiskinn. Fiskiskipin eru nú stórum betri en þau hafa verið áður, stærri, hrað- skreiðari og geta sótt á fjarlæg mið. Nokkrar endurbætur hafa verið gerð- ar á veiðarfærum þeirra, en þetta er ekkj nóg. Menn þekkja ekki nógu vel lifnaðarháttu fiskanna. Menn vita t.d. ekki hvernig þeir hregðast við ýmis- konar hljóðum, ljósum. rafmagni og ilman. Þó vita menn, að fiskar fælast og flýa fráhverfa rafgeisla, en sækja á aðhverfa rafgeisla. Hin sömu áhrif hafa hljóðbylgjur á þá, hvort þær eru stuttar eða langar. Það er þess vegna ekki loku fyrir það skotið að í fram- tíðinni dragi veiðimenn fisk að sér með rafbylgjum eða hljóðbylgjum. — Þá getur og máske orðið gott að nota sér þefvísi físka. Vísindamaður nokk- ur, sem var í kjarnorku-leiðangri hjá Bikini-ey, tók eftir því að kastað var útbyrðis safa úr niðursuðudós, sem asparges hafði verið í og á sömu stundu skaut þar upp í yfirborðið ótrúlegri mergð fiska. Þeir höfðu fundið þefinn af safanum og sóttu svona gráðugir í hann. Út af strönd Perú, um hundrað mílur úti í Kyrrahafi, eru menn farn- ir að veiða makríl í stórum stíl með rafmagni. Raftækjum er hleypt niður í sjóinn og eins og fyr segir sækja fiskar að aðhverfum rafgeislum. Þar hefur skipið úti sogdælu og þegar makríltorfa hefur safnast fyrir, er fiskinum dælt upp í skipið hrönnum saman. Með slíkum veiðiaðferðum og öðr- um enn stórvirkari, er hætt við rán- yrkju. Vísindamenn segja að svo geti fariS að sumum tegundum fiska fækki mjög. En þrátt fyrir það sé forðabúr sjávarins ótæmandi. Menn verði aðeins að komast upp á það að hagnýta fleiri fisktegundir en þeir hafa gert lil þessa, og framleiða úr þeim nýar fæðutegundir. Það verður máske þyngsta þrautin að kenna mönnum átið. En allar tilraunir í þessa átt eru á byrjunarstigi enn. PATOCKA var Kaupsýslumaður í Prag og honum hafði tekizt að koma sér í mjúkinn hjá kommúnistastjórninni. —' Var hann svo sendur til Rúmeniu í verslunarerindum. Eftir nokkra daga fekk verslunarmálaráðuneytið skeyti frá honum: „Hef gert ágætan verslun- arsamning. Lengi lili hin frjálsa Rú- menia". Ráðuneytinu þótti heldur vænt um og símaði honum að fara til Soffiu. Þaðan kom svo von bráðar skeyti: „Hef gert ágætan verslunarsamning. Lengi lifi hin frjálsa Búlgaría". Þá var hann sendur til Búdapest og þaðan kom skeyti litlu siðar: „Hef gert ágætan vcrslunarsamning. Lengi lifi hið frjálsa Ungverjaland". En svo leið langur timi, að ekkert heyrðist frá honum og • hafði honura þó verið falið nýtt trúnaðarstarf. Einn góðan veðurdag kemur þó skeyti til verslunarmálaráðuneytisins: „Kominn til New York. Lengi lifi hinn frjálsi Patocka“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.