Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 1
bék 14. tbl. Sunnudagur 19. apríl 1953 XXVIII. árg Tungumálin í írlandi MR. LEO PATRICK HENRY heitir írskur menntamaður sem stundar ís- lenzkunám við Háskólann hér. Hann kom hingað á síðast liðnu hausti. Hann er mjög fær málfræðingur og hefur numið svo vel íslenzku síðan hann kom að hann getur talað islenzku viðstóðulaust. Áður hefur hann stundað tungumál í háskólunum í Dublin og Zúrich í Sviss. Fyrir nokkru var stofnað hér kynningarfélag í bænum, aðallega fyrir forgöngu prófessors Einars Ólafs Sveinssonar, til að auka kynni íslend- inga og íra. Á stofnfundi þessa félags flutti Patrick Henry erindi um írska tungu og birtist það hér Htið stytt frá því sem það var flutt. Patrick Henry býst við að vera hér á landi í sumar, og leggja stund á rannsóknir á íslenzkri tungu. Gerir hann ráð fyrir að dvelja einhvers staðar í sveit, helzt í Dalasýslu. Hann þykist þegar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að áhrifa gæti í íslenzkunni frá írskri tungu. Um þessar at- huganir sinar og rannsóknir ætlar hann að rita bók á næstunni. Það hefur vakið sérstaka athygli hans, hversu margt fólk hér á landi ber sama eða svipað yfirbragð og írar landar hans. Hefur hann tjáð þeim er þessar línur ritar, að hann hafi komið auga á einar sex mann- tegundir eða flokka af fólki sem minni hann greinilega á algeng svip- einkenni íra. Þó ekki sé hægt að sanna af þessu skyldleika íslendinga og íra, þá telur hann að með þessum samanburði renni auknar stoðir undir þá kenningu að um ættartengsl milli þessara þjóða sé að íæða. í 1 3 t 3 í 3 5 TVÆR tungur eru nú talaðar í írlandi, írska, og sambland af ensku og írsku, sem nefnist ensk- írska. Sú tunga er í eðli sínu írsk, en orðaforðinn er yfirleitt úr ensku, en setningakerfi beggja málanna er hið sama. Nú eru íbúar írlands taldir vera 4,25 milljónir manna. Af þeim munu ekki nema 10 þúsundir tala írsku eingöngu, en hér um bil ein milljón manna hefir sæmilega þekkingu á henni og um 300.000 nota bæði málin jöfnum höndum. Bæði málin eru ríkismál. írska er aðallega töluð á vestur- ströndinni, frá Donegal í norðvest- urhluta landsins til Cork í suðvest- urhluta þess. Þetta eru fátækustu og hrjóstugustu héruð írlands. Síðan írska lýðveldið var stofn- að 1922 hefir það verið stefna Mr. Leo Patrick Henry stjórnarinnar að reyna að vekja írskuna aftur til vegs og virðingar og gera hana að aðaltungu lands- manna. Er þetta gert með ýmsu móti. írskumælandi fjölskyldum eru til dæmis fengnar jarðir með góðum kjörum og foreldrar írsku- mælandi barna fá fjárhagsstyrk í viðurkenningarskyni fyrir að börn þeirra tala írsku. í skólunum er írska kennd og nemendum útveg- aðar írskar bækur- Ýmis félög leggja rækt við írska dansa, tón- list og leika. Árlega er haldið þing, er nefnist Oireachtas, Ml eflingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.