Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 12
218 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS bæði hvað snerti vatna- og land- samgöngur, og straumþungir, djúp- ir álar heldu vörð um virkið. Var mjög til þess vandað og stóð bygg- ingin lengi yfir. Þegar kastalinn var fullgerður voru á honum 5 turnar: Klukkuturn, Kirkjuturn, Kílsturn, Þykkiturn og Sankti- Eiríksturn. Standa nú þrir hinir fyrrnefndu, en annar hinna eyði- lagðist við sprengingu. Hinn var rifinn. Milli hinna háu turna eru geysi voldugir múrar, og er innan- gengt um þá. Er Ólafskastali komst í hendur Rússa, byggðu þeir mikið hornvígi þar sem áður hafði staðið Þykki-turn. — Það kom fljótt í ljós, að Ólafskastali hafði mikla hern- aðarþýðingu. í stríði sem Finnar áttu við Rússa í lok 15. aldar sett- ust Rússar um hann, en urðu frá að hverfa. Oft var um hann barizt og hann lengi í umsátursástandi. Fyrir miðja 18. öld urðu Svíar og Finnar að gefa hann upp eftir langa vörn, og fengu Rússar hann við friðinn 1743. — Á dögum Gúst- afs 3. reyndu Svíar að ná honum, en tókst ekki og var hann síðan í höndum Rússa þar til Finnland varð sjálfstætt ríki á þessari öld. En fyrir löngu hafði hann misst alla hernaðarþýðingu, þar eð Finn- land allt fell undir Rússland við friðinn 1809. Setulið var þar þó allt til 1847. — Komst Ólafskastali í mikla niðurníðslu og ekkert fyrir hann gert fyr en undir lok 19. aldar. Sveið mörgum Finnum það sárt, að sjá þetta sögulega minnis- mcrki í niðurlægingu. Hefur miklu fé og fyrirhöfn verið varið kastal-; anum til endurreisnar. Og fara þar nú fram í virkisgarðinum á hverju sumri við mikla aðsókn sögulegir sjónleíkir. — í hátiðasal hans hcld- ur bærinn allar meiri háttar sam- komur sinar og veizlur. Það er margt að sjá í Ólafskast- ala. í anddyri er mikið minnismerki af verndara kastalans, Ólaii helga. Er það gert af þekktum, finnskum myndhöggvara, Ville Vallgren. — Margir virðulegir og stórir salir eru í kastalanum, svo sem riddarasal- urinn, með glæsilegum skjaldar- merkjum þeirra aðalsmanna, sem mest komu hér við sögu, mjög skrautlegur veizlusalur, er nýlokið er viðgerð á, og kapellan með sín- um þrem ölturum. — Alls staðar á leið okkar eru skotgluggar. Útsýn úr hinum háu turnum er svimhá, en fögur. SAGNIR UM ÓLAFSKASTALA Enn eru geymdar ýmsar sagnir um Ólafskastala, ívafðar hjátrú. — Svohljóðandi frásögn er til um hann frá 1555, eftir sænskan, land- flótta sagnfræðing, í riti sem hann samdi á latínu og gaf út í Róm: „í afskekktustu héruðum Norður- Finnlands stendur kastali, sem sænska ríkið á. Hann kallast Nýja- Slot og er byggður af miklu hug- viti, vel gerður bæði að byggingar- snilli og náttúru. Hann hggur á kúlumyndaðri, hárri hæð og er út- gangur og inngangur á vesturhlið. Með sterkum járnstrengjum er þar fest flotbrú, sem með miklu erfiði, við hjálp vinduhjóls, er dregin upp á nóttinni að fyrirskipan varð- manna eða lénsherra Svíakon- ungs, til þess að forða kastalanum frá árás yfir álinn. Fram hjá þessum kastala fellur ægiþungur straumur, ókannaður að dýpt, frá Hvitavatni til suðurs. í kring um kastalann cr vatnið svart, og allir fiskar þar svartir.... Ef kastala- stjórinn deyr skyndilega, cða ein- hverjum dauðadæmdum, svefnug- um varðmanni er samkvæmt regl- um kastalans, varpað í strauminn, þá sést stundum meðal gáranna hafmcy, er spilar á strengleik, og boðar það óhamingju." Þá er sögn um svarta hrútinn i Olafskaslala. — Verndardýriingur kastalans, Olaíur helgi Noregskon- ungur (1015—1030) var einn af vin- sælustu dýrhngum í Finnlandi. Á ártíð hans 29. júlí var dýrkun hans mest, og þá fram borin fórnarmál- tíð. Þá var slátrað og neytt á sveita- heimilum lambakóngsins, sem kall- aður var Ólafssauðurinn. Þessum almenna sveitasið var einnig fylgt í Ólafskastala. Og því var það að kastalabúar ólu upp í kastalanum hrút, venjulega svartan, eins og jafnvel gömul skjöl vitna um. Þar eð hrúturinn sem alidýr átti býsna góða daga varð til í umhverfinu tals hátturinn: „Hann lifir eins og hrút- urinn í kastalanum", þ. e. lifir eins og blóm.í eggi. — Þó undarlegt sé var svartur hrútur enn alinn upp í kastalanum tveim öldum eftir siðaskifti. Hafði dvöl hans þá sjálf- sagt aðeins táknræna þýðingu. — Samkv. frásögn gamallar bókar, drukknaði síðasti hrúturinn í áln- um árið 1728. Og þar með fell sið- urinn um koll. Og loks er hér sögnin um reyn- inn helga. — Hátt frá jörð vex út úr múrnum á suðvesturhlið kast- alans, lítill, fallegur reyniviður. — Tréð er merkilegt að því leyti, að það sprettur fram úr sprungu í múrnum. Er ekki vitað, að það hafi nokkurn jarðveg, þar sem það get- ur fengið næringu. Sem skýring á þessu kynlega fyrirbrigði hefur sögnin um runnann helga orðið til. Samkvæmt henni vex reynirinn út úr hjarta kastalameyar einnar, sem grafin var lifandi í múrinn. Hann nærist á blóði hennar, cr sprettur fram sem dropar í rauðum berjun- um. Af hverju var mærin grafin í múrinn? Á því eru ýmsar skýr- ingar eftir þjóðsögninni. Ein er sú, að hún hafi verið dæmd til þessarar ströngu refsingar fyrir skírlífis- brot, þó að saklaus væri hún, og hafi reynirinn sannað sakleysi hennar. Önnur er á þá leið, að hún haíi verið geymd í múrnum til þess að vernda hana fyrir óvinun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.