Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 Sjöttu heimsálfan: Níu þjóðir hafa lagt undir sig Suðurskautslandið um, en farizt þar síðar, þar eð eini maðurinn, er um hana vissi, fell í bardaga. — Fleiri sagnir eru um Ólafskastala, þó eigi verði sagðar hér. SAVONLINNA KVÖDD Er ég kom til hótelsins frá Ólafs- kastala, beið mín þar Martti Halm- esmaa prestur, er bauð mér heim til hádegisverðar. Hann er virðu- legur miðaldramaður, gengur lítið eitt haltur, vegna sára, er hann hlaut í stríðinu. — Ég dvel hjá hon- um góða stund. Hann segir: „Nú á ég að jarða lík. Komdu með mér, þú hefur sennilega aldrei verið við jarðarför í Finnlandi. Við getum skoðað hetjugrafirnar um leið. Á eftir drekkur þú miðdegiskaffi hjá mér, ef þú hefur tíma til “ Ég fellst á þetta. Við göngum til líkhússins. Þar fer engin athöfn fram. Kistan er borin beint til kirkjugarðsins, er liggur uppi á hárri hæð utan við bæinn. Sá, er grafin var, var gamall einsetumað- ur frá einum vatnahólmanum. Ljk- fylgdin var 20—30 manns. Organ- isti kirkjunnar (kantorinn) var því *nær einn um sönginn. Sunginn var stuttur sálmur, er kistan hafði ver- ið látin síga ofan í gröfina. Því næst talaði Halmesmaa, og annar ungur prestur, að mestu eftir hand- bók, og fluttu síðan stutta bæn um leið og þeir drupu höfði. Er rekum hafði verið kastað á kistuna, var enn sungið. Tók öll athöfnin mjög skamman tíma. Veður var mjög kalt uppi á hæðinni, 13 gráða frost og stinningsvindur. Auðvitað hafði ég ekkert orð skilið, því að allt fór fram á finnsku. — Á heimleiðinni námum við staðar við hetjugraf- irnar mörgu, og sáum þar hið smekklega minnismerki Aaltonens, er þar hefur verið reist. Um kvöldið tala ég í hátíðasal menntaskólans og fekk stærri söfn- uð en píanóleikarinn, og mátti ég FRAM um 1800 var á öllum landkort- um og hnattlíkönum stór hvít skella á suðurhveli jarðar, þar sem hið mikla Suðurskautsland er, sem kalla má sjöttu heimsálfuna vegna stærðar sinnar. Talið er að það muni vera um 14 milljónir ferkílómetra að stærð. Og enn í dag er þetta víðáttumikla land- svæði að mestu ókannað. Landið er mjög fjöllótt og víða rísa himingnæfandi tindar upp úr ísauðn- inni, og eru sumir þeirra rúmlega 6000 metrar á hæð. Þarna er eldfjallið Ere- bus, 4000 metra hátt og gnæfir yfir Ross-jökulinn. Upp af því leggur alltaf gufu og reykmökk, og stundum gýs það og eru það öskugos. Yfir öllu landinu liggur þykk íshella og voldugir skriðjöklar ganga víða í sjó fram. Þar brotnar framan af þeim og eru það engir smájakar, sem þá vel við una, í bæ, sem er að heita má alveg finn-finnskur. Klukkan rúmlega níu um kvöldið er ferðinni heitið langt norður á bóginn til Kajana. Ég hef rétt hæfi- legan tíma til kvöldverðar með skrifstofustjóra einum, sem er Finn-Svíi frá Lovísa. Hann hafði einu sinni verið á Siglufirði og var einkar geðfelldur maður. Við borð- um í stóra salnum í Hotelli Tott. Það er laugardagskvöld- Hljóm- sveitin spilar, og æska Savonlinna stígur dans, fallegt, glaðvært fólk. Brátt verð ég að hverfa á braut, en áður en ég færi fekk ég þó að heyra gamalkunnugt lag í þjóðvísnastíl eftir Merikanto, sem margir kann- ast við og syngja á íslandi: „Dár björkarna susa sin milda sommer- sáng.“ — Hljómlistin fylgir mér út á götuna. Vertu sæl, Savonlinna! (Meira) losna, sumir margra kílómetra langir og breiðir og um hundrað metra háir upp»úr sjó. Og þegar þess er gætt, að ekki er nema tæplega áttundi hluti íss- ins ofan sjávar, geta menn gizkað á hvílík ferlíki þetta eru. Stærsti skrið- jökull heimsins er á Suðurskautsland- inu. Hann heitir Beardmore-jökull og er 500 km langur. Lengi var Suðurskautslandið nefnt „Terra australis incognita", þ. e. hið ókunna suðurland. Fyrsti maðurinn, sem komst í kynni við það var land- könnuðurinn James Cook. Það var árið 1772. Hann komst þá á skipi sínu svo nærri, að við sjálft lá að hann tepptist í ísnum og þóttust skipverjar eiga góðum vættum fjör að launa, er þeir komust út úr honum. Lýsingar þeirra af þessari svaðilför og hafísn- um voru og þannig, að það fýsti menn ekki fara þangað. Cook helt líka að þarna væri ekkert land — ekkert ann- að en himinháir jakar. Það var því ekki fyr en 1821 að menn komust að því að þarna var land. Baltneskur maður, F. von Bellinghaus- en, uppgötvaði það. Hann hafði verið sendur af Rússakeisara í rannsóknar- för suður í höf. Hann fann þar land, sem hann nefndi Pétursey, í höfuðið á Pétri I.. keisara, og gengur eyan undir því nafni enn í dag, en nú eiga Norð- menn hana, lögðu hana undir sig árið 1929. En þótt land væri fundið þarna, þá hafði enginn maður stigið fæti sínum á hið mikla meginland fyr en árið 1895. En síðan hafa ýmsar þjóðir haft ágirnd á því. Er þar fyrst að nefna þær þjóðir, er eiga lönd næst því, Argen- tínu, Chile, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýa Sjáland. En nú hafa níu þjóðir skift því á milli sín. Stærstu skikana af sjálfu meginlandinu hafa þó aðeins fimm þjóðir helgað sér: Ástralíumenn, Nýsjálendingar, Bandaríkin, Bretar, Norðmenn. Eru þessi landnám í orði kveðnu eins og geirar, sem mætast k. sama punkti, sjálfum Suðurpólnum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.