Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 6
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er tengdur við á dularfullan hátt og er honum að mestu leyti óviðkomandi, heldur eru líffæri manna fiðlustrengir og hljómur þeirra er hugarstarfsemin. Þetta tvennt, líkamann og hugarstarf- semina, er nemandanum ætlað að taka til meðferðar sem eitt og hið sama fyrirbrigði. Af þessum orsökum verð- ur t. d. þetta boðorð um hreinleika að ná til líffæranna engu síður en hugar- farsins. Líkamanum verður að halda hreinum hið ytra með tíðum böðum og hreinlæti, og hið innra með skynsam- legu og hqllu mataræði, og með því að forðast nautn eiturlyfja. Hugann verður á sama hátt að hreinsa af öllum myrkum og skugga- legum hugrenningum, unz nemandinn öðlast það léttlyndi, jafnaðargeð og ró- semi, sem auðveldar honum að beina hug sínum inn á við til sjálfskönnunar. Hin önnur fjögur atriði nayama eru nægjusemi, sjálfsafneitun, lærdómur og trúarhol'.usta: — Með því að vinna bug á ágirnd sinni og rækta með sér nægju- semi öðlast nemandinn sannari ham- ingju en þá, sem keypt verður eða seld. — Með sjálfsafneitun er honum ætlað að vinna bug á munaðargirni sinni og auka líkamsþrótt sinn. — Meinlíeta- lifnaður á þó litlum vinsældum að fagna hjá hinum meiri spámönnum yogaheimspekinnar. Með því að afla sér lærdóms og þekkingar úr bókum greiðir hann fyrir birtingu hinnar sönnu þekkingar, sem kemur innan að. — Og með því að beina vitund sinni til hins æðsta máttar finnur hann að lok- um sjálfan sig. Þessar fimm reglur niyama eru tald- ar yoganemandanum nytsamlegar, en þó er hverjum einstakling í sjáifsvald sett á hvern hátt og að hve miklu leyti hann tileinkar sér þær. — Hinna fimm boðorða yama aftur á móti er krafizt af öllum mönnum — líka þeim, sem ekki tileinka sér hin hærri stigin. Jafnvel nú eftir að nemandinn hefur tryggt hinn siðræna grundvöll sinn, er þó samt ekki tímabært að leggja stund á hið raunverulega yoga. Þrjú næstu stig eru einnig undirbúningur, þar sem nemandanum er ætlað að læra líkams- stellingar og uá valdi yfir andardrætti og skynfærum. k kk Asana nefnist hið þriðja stig hins áttfalda vegar. Nú á dögum hefur ásana verið gert að sérstöku íþróttakerfi, þar sem mönn- um er ætlað að sitja tímum saman í hinum ólíkustu stellingum. Með því hvggjast menn styrkja taugakerfið, efla líkamshreysti og fegurð og þó sérstak- lega að útrýma þreytu og hrörnun líf- færanna. íþróttakerfi vesturlanda og hollar lífsvenjur gera þó að vissu leyti sama gagn. Patanjali hinn gamli meistari yoga- heimspekinnar leggur ekki eins mikla áherzlu á asana og síðar var gert, eftir að það þróaðist upp í sjáifstætt kerfi. Hann leggur aðeins áherzlu á, að iík- amsstaðan verði að væra stöðug og þægileg meðan á hugleiðslunni stend- ur, svo hægt sé algjörlega að gleyma tilveru líkamans. 'k 'k 'k Pranayama er að ná valdi yfir andar- drættinum. Eins og áður er að vikið er rósemi hugans öndvegisskilyrði fyrir allri hugleiðslu. Nemandinn verður því að læra að lægja líffærastarfsemi sína og róa hugann, áður en hugleiðsla er framkvæmanleg. — Patanjoli kennir að hægt sé að öðlast slíka rósemi hug- ans bæði með yama (ástundun góðra hugsana og verka) og pranayama (önd- unaræfingum). Hvort nemandinn tekur upp öndunaræfingar í þessu skyni eða ekki er honum því í sjálfsvald sett. — en menn eru sérstaklega varaðir við að taka upp slíkar æfingar án öruggs kennara, þvf ef ranglega er með farið geta þær reynzt heilsu manna skaðleg- ar og andlegri heilbrigði bein hætta. En þeir, sem gagnkunnugir eru yoga vidya — vísindum pranayama — telja þau vel til þess fallin að þroska dul- spekileg öfl með mönnum og hafa ró- andi áhrif á hugarstarfsemina. — Djúp innöndun og útöndun í þrjár til fimm mínútur eru þó öllum taldar heilsu- samlegar og styrkjandi fyrir taugakerfi og hjarta. (Sbr. Dr. Weber: The Means for Prolongation of Life). ~k kr -k Pratyáhára er síðast þessara þriggja undirbúningsstiga, sem eiga að kenna mönnum að ná tökum á líffærastarf- seminni og undirbúa sig á þann hátt undir hið raunverulega yog’a: hugleiðsl- una. — Tiigangurinn með pratyahara er að „svæfa“ skynfærin um stund, svo engar nýar myndir berist til hugans, sem valdið geta þar umróti. Lao Tze, höfundur Bókarinnar um veginn spyr einhvers staðar: „Hver get- ur gert gruggugt vatn hreint?“ Og hann svarar sjálfur spurningunni: „Láttu það í friði og það verður hreint af sjálfu sér.“ — Þetta er einmitt það, sem hinn verðandi yogi leitast við að gera á þessu stigi. — Hann gerir skynfæri sin ónæm fyrir umheiminum og hverf- ur inn í sitt innra virki. •k -k 'k Þessi fimm stig, sem nú hafa verið talin, eru aðeins undirbúningur undir meginviðfangsefni yogans: að öðlast sanna þekkingu, sem leiðir til lausnar frá hinni lægri tilveru manna til æðra og betra lífs. Þessarar þekkingar verð- ur aðeins aflað með innsæi og aðferðin til að þroska það er fasthygli og síðan hugleiðsla. Gamansamur vesturlanda- búi, sem virðir fyrir sér yoga í hug- leiðsluástandi, skoðar hann jafnan sem kyndugan náunga, sem horfir dægur- langt á nafla sinn og ímyndar sér, að þar sé gáta allífsins falin! En yoginn sér ekki einu sinni nafla sinn. Augu hans eru blind. Skynfæri hans starfa ekki lengur (pranayama). Ástand hans er þó ekki líkt og.svefn eða meðvitund- arleysi. Honum er þetta ástand hið mikla ævintýri sem lyftir mannsand- anum út fyrir allt sem áður var þekkt og skynjað. Ný vitund. Nýr heimur. Viðfangsefni hinna þriggja síðustu stiga er sjálfskönnunin. Fyrst þegar yoganum tekst að greina hugann frá hinum innra manni, sjálfinu, öðlast hann sanna þekkingu og veit að starf hans hefur borið árangur: — Sjálfið (purusa) er eilíft og óumbreytanlegur veruleiki, kjarni hvers einstaklings. — Hugurinn (citta) er stundlegur, þvi hann er sífelldum breytingum undir- orpinn. Hann skapast og eyðist. Eins og lag á ekki upphaf sitt í hljómi fiðlustrengjanna heldur í sál fiðlarans, sem strengina snertir, eins er hugurinn í sjálfu sér án vitundar en fær vitund aðeins vegna sjálfsins (purusa), sem notar hann sem tæki sitt. — Þannig getum við skoðað líffærin sem fiðlu- strengi, hugann sem hljóm þeirra og sjálfið sem hinn mikla fiðlara. Hugur ungbarnsins er í fyrstu tóm- ur og auður líkt og óskrifað blað. — Skyr.færi barnsins skrá þar hið fyrsta stafróf og skynsemi og reynsla skipa þessum stöfum síðan í orð og setning- ar, eftir því sem þroski þess vex. — Hugurinn, sem fær er um að skynja að vissu marki orsakir og afleiðingar kemur smám saman auga á hið óhagg- anlega samhengi hlutanna og öðlast hæfileika sem við köllum rökrétta hugsun. Og þekkingu köllura við siðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.