Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 flt*Ga*i*** --f-W þgnn eiginleika hugans að stafla upp í sáfnhús minninganna sprekum, sem við tíndum upp úr bókum og viðræð- um við aðra menn. Þannig verða hugmyndir til. Þær eru háðar skynfærunum, hæfileikanum til rökréttrar hugsunar og þekkingar, sem aflað er úr bókum eða með við- ræðum. Allt, sem til hugans berst frá umheiminum, er litað og ummyndað af áhrifum hinna þriggja guna (góðvild, ástríður og myrkur). Reynsluþekking manna, sem þannig er sköpuð af blönd- uðum straumum skynfæranna, buddi (skynsemi) og purusa (sjálfið) er því ekki algjörlega sönn þekking að áliti yogaheimspekinnar. — Hugurinn, sem einnig er Austuvöllur andstæðra hvata og kennda, er því ekki hin ódauðlega vitund mannsins, heldur aðeins tæki hennar. Hugurinn er friðlaus og aldrei fullkomlega ánægður vegna þess að hann skynjar hið stundlega í stað hins eilífa, moldviðri sléttunnar er hlutskifti hans en ekki heiðríkja fjallsins. Hann seilist því í munað, sem er ekki ham- ingja, og er haldinn lífsþorsta og ótta við dauðann. Hann fer villur vegar og er móttækilegur fyrir allar þjáningar heimsins. Tilgangur yogans er þó ekki að binda enda á starfsemi hugans, heldur að láta sjálfið upplýsa hann og eyða þannig myrkri hans og villu. — Hugurinn er fyrirbrigði sem yoginn verður að taka til alvarlegrar meðferðar áður en lengra er haldið. Stundum er hann (hugurinn) friðlaus og hvarflar frá einu í annað. Stundum er hann blindur, fullur drunga og liggur í svefnmóki. Stundum hlaðinn áhyggjum og hrak- inn af veðri og vindum. Aðrar hindranir, sem yoginn verður að sigrast á, eru sjúkdómar, ótti og ó- vissa, munaðargirni, þrár og efi, rang- snúnar hugmyndir, getuleysi til að ein- beita hug sínum og óstöðugleiki jafnvel eftir að það hefur tekizt. ■k k 'k Þegar yoginn hefur sigrazt á öllum þessum hindrunum, hefjast lokastig þessarar farar. Þau eru Dharana (fast- hygli), Dhyana (hugleiðsla) og Sam- adhi (hið æðsta innsæi). Dharana er í því fólgið að yoginn tekur til meðferðar ákveðið hugðarefni og festir hugann við það eitt. Tilgang- urinn með því er að róa hugann og láta hann hætta að hvarfla frá einu í annað — en flestum er það um megn nema stutta stund. Um leið lokar yoginn skynfærum sínum fyrir umhejminum. Þessi rósemi og kyrrð líffærastarf- seminnar og hugans sem Dharana skap- ar leiðir hægt og hægt yfir til næsta stigs, Dhyana. Ný öfl losna þá úr læð- ingi og nýtt svið vitundarinnar birtist. Hugurinn er fullur friðar. Hann er al- gjörlega einþættur og þar kemst ekk- ert að annað en það sem yoginn hefur kosið að taka til meðferðar. í þessu ástandi næst fullkomin þekking á því sem huganum er beint að, því skynjun og hið skynjaða verða þar eitt. Hámark Dhyana eða hugleiðslunnar er Samadhi — hið æðsta innsæi. — Vitundin beinist þá að því ljósi, sem er ofar öllum áhyggjum og sorgum. Hug- arstarfsemin stöðvast og ný vitund tek- ur við. Yoginn skynjar sinn innri veru- leika, sjálfið, og hið sanna eðli lífsins. í þessu ástandi er vitundin skýrust og víðtækust Það einkennist af hugljómun, voldugri máttartilfinningu og hamingju sem á sér enga ytri orsök. Ávextir þess eru djúpur ójarðneskur friður og leiftur innsæisins sem veita yoganum sanna þekkingu. Veraldleg hamingja verður honum næsta fátæk- leg og fölnar eins og morgunstjarna í skini nýrrar sólar. Eftir að þessu stigi er náð er veröldin honum fangelsi, sem aðskilur hann frá hinum miklu víð- áttum, því fullkomna lausn fær hann ekki fyrr en í dauðanum. Eftir það hverfur hann til annarra veralda, nema hann hafi ákveðin verk að vinna í þágu framvindunnar. * ** Þegar yoginn hefur náð hinum þrem síðustu stigum sínum öðlast hann yfir- skilvitlega þekkingu og vald til að gera „kraftaverk“. Með því að beina vitund sinni að Udana (taugum sem stjórna lungum og öllum efri hluta líkamans) upphefur yoginn þyngd sína og getur gengið á vatni eða þyrnum og sofið á spjóts- oddum. Hann getur öðlazt fullkomna innsæisþekkingu á hverju því máli, sem hann kýs að leita lausnar á. Hann getur gert sig óháðan veðráttu svo sem hita og kulda. Ef honum býður svo hugur við að horfa getur hann setið nakinn uppi á jökultindi í frosthörku og illum veðrum. — Að vaða eld er honum leikur einn. Hann getur tekið vizku-steininn sér í hönd og séð inn í dulheima annarrar tilveru. Hugsanir manna verSa honum opin bók. Hann getur kannað fortíð og framtíð og seð fyrir dauða sinn og annarra. Hann get- ur gert líkama sinn ósýnilegan, gengið um lokaðar dyr eða farið hamförum. Hann getur kannað rúmið, sólkerfi og himintungl. Hann getur náð tökum á líffærastarfsemi sinni — stöðvað andar- drátt sinn og hjartslátt og látið grafa sig lifandi í loftþéttu hylki jafnvel vik- um saman, án þess að verða meint af. Hann getur gefið vöðvum sínum styrk- leika fílsins eða látið ijósblik leiftra frá líkama sínum — og margir fleiri hlutir eru sagðir honum í sjálfsvald settir. Patanjali kennir að sá er náð hefur samadhi og er fær um að greina milli sjálfsins og hinnar ytri tilveru, nái valdi yfir öllum sviðum tilverunnar og öðlist vitund, sem kalla mætti al- vizka. 'k -k k Út frá sjónarmiði venjulegra manna virðast allir þessir hlutir næsta ótrú- legir og ef sannir reyndust, yfirnáttúr- legir. — En yogaheimspekin álítur þá eðlilega og útskýrir hvert einstakt fyrir -brigði hvernig það er framkvæmt. Frá sjónarmiði hennar er ekkert til, sem kallazt getur yfirnáttúrlegt. Allt lýtur föstum ákveðnum lögmálum. En aðeins lítið brot þessara eðlilegu lögmála náttúrunnar eru mönnum kunn. — Yoginn lítur því á undrun manna yfir þessum fyrirbrigðum svip- uðum augum og faglærðir nútímamenn skoða undrun frumskógarmanns, sem í fyrsta sinn horfir á kvikmynd, talar í síma, hlustar á útvarp eða sér bifreið, flugvél eða gufuskip. í augum náttúru- barnsins er nútímatækni Vesturlanda engu smærri galdur en hin fornu vís- indi austursins. En allir þessir furðulegu hlutir eru yoganum þó aukaatriði. Þeir eru blóm, sem gróa utanbrautar við leið hans til fullkomnunar. Hann getur beygt sig niður og lesið þessi blóm ef hann vill, en sá sem yfirgefur veginn vegna þessa gróðurs hverfur fljótlega niður á við aftur og verður að hefja för sína að nýu. — Yoginn er því varaður við að beita ekki kunnáttu sinni um of, sízt af öllu í hégómlegum og eigingjörnum tilgangi. Einkum hér á hinum efstu stigum reynir á siðferðisstyrk yogans og þess vegna er lögð svo rík áherzla á hið fyrsta stig hans, yama, því ef siðferðilega vanþroskaður maður öðlast mátt yogans verður sá máttur honum aðeins mistilteinninn í hendi blind- Frh. á bls. 220.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.