Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Page 10
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS % M i.m, neina tilraun til þess. Finnland nægir mér nú. Savoloks er í enn ríkara mæli 1000 vatna land en Tavastland, hæðirnar hærri, svo að nálgast f jöll. Víða hggja hæðirnar þétt hlið við hhð og vita allar í sömu átt, frá norðvestri til suðausturs. Þegar litið er yfir landið er engu líkara en það hafi verið rist risaplógi. Á milli hárra hæða blikar á vötn með ótal oddum, töngum og nesj- um, en smáeyum og hólmum er um þau stráð. Hér hlýtur að vera dá- Samlega fagurt á sumrin. Það er það þrátt fyrir veturinn, sem fer nú sinni köldu hönd um landið, og blæs hrímgum anda á vötnin mörgu. Ekki er Savoloks frjósamt fvlki, jarðvegurinn er grýttur og malar- borinn, og búskapur þar í minni blóma en víðast hvar annars staðar í landinu. — Jarðyrkjuverkfærin sums staðar úrelt, nota sumir bændur enn hrísherfi við akra- vinnsluna. Bæirnir standa víðast uppi á hæðum, með nokkru milli- bili. í Savoloks hefur myndazt nýr kúastofn, austfinnski stofninn. — Kýmar eru því nær allar rauð- skjöldóttar og kollóttar, og eru þær frægar fyrir feita mjólk. Rjómabú eru víða, og selja bændur rjóm- ann, en gefa undanrennuna svín- um. — Víða er mikið fossafl í Savoloks, sem nytjað hefur verið. Kunnastur er Imatrafossinn. Frá Imatrastöðinni er leitt rafmagn út um allt Finnland. En þó mun þess skammt að bíða, að Finnar verði að leita til Lapplands, ef fullnægja á rafmagnsþörfinni. Lestin nemur staðar í Perikkala. Þar er nýtt veitingahús, rekið sam- an af trjábolum og stendur í rjóðri einu skammt frá landamærunum. Viðdvölin er svo skömm, að ég er ekki búinn úr bollanum, þegar lestarstjórinn kemur að vitja um mig. Savoloksarnir eru á margan máta ólíkir nágrönnum sínum og frær.dum Tavöstunum. Þeir eru miklu glaðværari og léttlyndari en þeir, en tæpast eins traustir að skapgerð. Þeir kunna feiknin öll af sögum, einkum gamansögum, og hafa yndi af því að segja þær. — Manna snarorðastir eru þeir og kunna vel að koma fyrir sig orði. Þeim er létt um að læra vísur, syngja oft, og hafa gaman af dansi. Þeir eru sílesandi, einnig þegar þeir eru á ferðalagi, og á heimilum þeirra eru víða furðustór bókasöfn. Úr hópi Savolaksanna er komið margt skálda og hstamanna Finna. .Þá hafa þeir yndi af hestum og þreyta oft kappakstur sín á milli, og eru drjúgir af gæðingum sínum. Klukkan er hálf eitt um nóttina, þegai komið er til Savonlinna. — Lestin á að haida áfram. En lestar- stjórinn tekur töskur mínar og skil- ur ekki við mig fyrr en ég er kom- inn í góðs manns hendur. Juhani Auvinen, sem fróðastur er allra manna um Savonlinna að fornu og nýu, fylgir mér til Hotelh Tott, þar sem ég á að búa. Ég geng þegar til náða og verð hvíhnni feginn eftir langt ferðalag, og sofna þegar draumlausum svefni. í SAVONLINNA Að afloknum hádegiswrði á hótelinu daginn eftir með stjórn Pohjola-Norden, Auvinen o. fl. er farið í ferðalag. Við erum fjögur saman, auk bílstjóra, og er förinni heitið til Punka-Harju, sem kall- aður hefur verið „Kóróna Finn- lands“ vegna einstæðrar náttúru- fegurðar. Ó, að nú væri sól og sumar, en ekki kuldi og fjúk öðru hvoru! — Landleiðin til Punka- Harju er alllöng, því að taka verð- ur oft stóran sveig fyrir vötn og vikur. Á leiðinni er staðnæmzt í htlu þorpi og skoðuð gömul timb- urkirkja, sem minnir að fátækt til á miðlungs íslenzka sveitakirkju. Sóknarpresturinn er geðþekkur ungur maður, fölleitur og fátæk- lega klæddur. Punka-Harju er sjö kílómetra langur, örmjór, brattur ás milli vatna. Áður en honum er náð, er ekið yfir stóra járnbrautarbrú, og er ásinn því eya. Punka-Harju þýðir svíwahryggsás. Horju á finnsku = ás. Lögun ássins minnir á svínshrygg. Eftir honum endi- löngum, þar sem hæst er, liggur járnbrautarspor og mjór vegur. — Stór og tíguleg tré krýna ásinn. Sagt er að verkfræðingurinn, sem mældi fyrir veginum hafi grátið, þegar honum varð hugsað til þess að fella yrði trén á sjálfri ásbrún- inni. Punka-Horju er nú friðaður reitur. Af ásnum blasa við vötn, hólmar og skógiklæddar hæðir, svo langt sem augað eygir, en ekki er það langt nú þar eð töluverð mugga er á. — Við höfum skamma dvöl, því að veður er að versna- — Á bakaleiðinni komum við í Hótel Finnlandía, sem er skammt frá brúnni. Það er stórt og glæsilegt hótel. Er þar jafnan fullt gesta á sumrum, en nú má segja, að allt sé autt og tómt. Skammt frá hótelinu nemum við staðar við brjóstmynd Runebergs skálds. — Því er hún sett niður hér? spyr ég. Það er af því, að hér orti hann 5. júlí, sem er eitt af kunnari kvæðum hans í Fándrik Stál. (Það hefur ekki verið þýtt á íslenzku). Samkvæmt ferðaáætlun stóð til að skoða stærstu timburkirkju heims, sem er á þessum slóðum, þótt kynlegt sé. Hún er frá fyrra hluta 19. aldar, og tekur sex þús- und manns. Úr því gat þó ekki orðið, þar eð okkar beið verður á herragarði einum í grenndinni, en við orðin á eftir áætlun. Var það sá eini, er ég gisti á ferð minni um Finnland. Voru viðtökur allar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.