Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 11
" tESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 af mikilli alúð og rausn, og dvöld- um við þar í fulla tvo klukkutíma. Á borðum var meðal annars þjóð- arréttur Savolaksanna, pírokinn, sem er eins konar kartöflubrauð. Ekki þótti mér hann taka öðru brauði fram og margt annað girni- legra á borðum. Að lögun minnti hann á íslenzkan skó. Hjónin voru fremur ung. Hafði bóndinn tekið við búi af föður sínum, en kona hans var Helsingforsbúi. Þó und- arlegt megi virðast, var hún komin í aðra ætt af Hottentottum. Afi hennar var þýzkur trúboði í Af- ríku, og hafði hann átt móður hennar með Hottintottakonu. En ekki virðist þessi blóðblöndun hafa spillt frúnni hið minnsta, því að hún var glæsileg og vel gefin kona. Að öllu leyti ólík þeim Hottintott- um, sem við höfum séð á myndum og lesið um í landafræðinni okkar. Með því að þau hjón vissu, að ég var bóndi, var að loknum verði gengið til fjóss. Bar þar allt vitni um mikla reglusemi og myndar- brag. 24 mjólkandi kýr voru í fjqs- inu og virtist það ekki nema tæp- lega hálft. Eitthvað mun ég hafa getið um það við samferðamann minn, hvernig í því lægi. Ástæðan var þessi: Áður voru hér 60 kýr. En þegar bændurnir á Kyrjálaeið- inu urðu að hverfa þaðan, varð að sjá þeim fyrir jarðnæði, og það þurfti ekki lítið til. Þetta jarðnæði fekkst bæði með góðu og illu. Gisti- vinur minn varð að láta % af sinni jörð fyrir slakar bætur. Gott dæmi um hinar miklu fórnir, er finnskir þegnar urðu að færa. Þó aðrar væru enn þyngri, missir nánustu ástvina og örkuml þeirra á víg- völlum. Frá herragarðinum fórum við beint til Savonhnna og vorum þar við hljómleika píanóleikara frá Helsingfors. í för með okkur voru herragarðshjónin. Enn hef ég næstum því heilan dag til umráða í Savonlinna. Það er óvenju rúmur tími á einum stað. Átti ég það að þakka ritara Pohjola -Norden í Helsingfors, sem taldi nauðsyn fyrir mig að fá þar góðar tómstundir til að skoða mig um. Savonlinna stendur á tveim hólmum í sundum milli vatna, og hefur nu teygt sig á meginlandið til beggja hliða. Bærinn hefur vax- ið verulega upp á síðkastið og telur nú 12 þúsund íbúa. Lögun bæarins er mjög einkennileg. Hann er 13 til 14 km langur, en mjör sem þvengur. Aðalgatan frá austri til vesturs heitir Olavinkatu, Ólafs- gata, kennd við verndardýrling borgarinnar, Ólaf konung helga. — Bærinn er nýr og gamall í senn. Mest ber þar á einnar hæðar timb- urhúsum frá 19. öld. Ekkert finnst þar af verulega gömlum húsum nema Ólafskastali einn. En nú rísa upp mörg glæsileg margra hæða há steinhús, svo sem gistihús og verslunarhús. — Lega bæarins er yndisfalleg, en sjálfur á hann eftir að skipuleggjast og byggjast betur. Vísir að byggð þarna varð snemma til, eða nokkru eftir að Olofsborg, Ólafskastali, var byggð- ur. En bæarréttindi fekk staðurinn ekki fyrr en 1639, á dögum Per Brahe. Oft var barizt á þessum slóðum og bærinn fór nær því í eyði oftar en einu sinni. Það var ekki fyr en Saimaskurðurinn mikli var grafinn um miðja 19. öld, og sam- band náðist við hafið, að bærinn fór að vaxa. Þá varð Savonlinna miðstöð vatnasiglinganna. Er þar góð höfn og íslaus frá maí til nóv- emberloka, og stórt sölutorg að baki. í járnbrautarsamband komst bærinn í byrjun þessarar aldar, og hafði það að sjálfsögðu mikla þýð- ingu fyrir hann. Savonlinna varð fyrir miklum skemmdum í vetrar- stríðinu, en lítt sér nú þeirra staði og endurreisn senn lokið. Þar á meðal á hinni fallegu kirkju, er skemmdist þá mikið. Fóru guðs- þjónustur lengi fram á rústum hennar. Savonlinna hefur mikið aðdrátt- arafl. Sækja hana heim meira en 30 þúsund ferðamenn árlega- Ber margt til: Ágætur baðstaður. Sér- kennileg náttúrufegurð. Sögulegar minjar. Fjörugt athafnalíf, með vaxandi verðmæti skóganna. Höf- uðstaður Austur- og Mið-Savolaks. Siglingar eru miklar og verulegur iðnaður. — Savonlinna er menn- ingarbær. Andi gamalla sögulegra viðburða svífur yfir vötnunum. Nú er laugardagur 10. nóvember. — Klukkan tíu að morgni sækir Malmi leiðsögumaður mig og píanó leikarann, er bjó í sama hóteli og ég. Og erindi hans er að fara með okkur til Ólafskastala, sem er sögu- frægt minnismerki horfinnar tíðar, og eitt fegursta virki Norðurlanda. — Við göngum góðan spöl, unz við komum að stríðum ál. Kæna liggur bundin við bakkann. Við göngum um borð. Malmi leysir bátinn og fellur á árarnar. Eftir tvær mínút- ur erum við á bakkanum hinum megin. Turnar Ólafskastala gnæfa beint fyrir framan okkur. Kastal- inn er byggður á klettahólma og nær að heita má yfir allan hólm- ann- Upphaflega hét hann Nýslot, og fekk bærinn nafn af því. Það er hið gamla heiti hans. Nýslot kall- aður svo af því að það er yngsti kastali Finnlands, miklu yngri en Tavastehus og Áboslot- Höfundur kastalans, sem er frá ofanverðri 15. öld, var Erik Axels- son Tott landstjóri Svía í Finnlandi, en þó af dönskum ættum. Af glögg- skyggni sinni sá hann hve nauð- synlegt ríkinu væri að koma upp öflugu virki á þessum stað. Þrá- felldir árekstrar urðu þar milli Finna og Rússa, ekki sízt vegna dýraveiða, því að um engin glögg landamæri var að ræða. Staðurinn var valinn á mjög heppilegum stað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.