Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 reynzt næsta erfitt að finna nokkurn algildan mælikvarða á hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvað sé gott og hvað sé illt. — Hafa ekki jafnvel trúarbrögð og heimspeki hin sundurleitustu svór við þessum spurningum? Höfundar karmaheimspekinnar svara því til, að það sé samvizkan í brjósti manna, sem sé hinn eini leiðarvísir um rétta breytni. — En hverju erum við nær fyrir það svar? — Ef til er gott og rétt verður það að vera aigilt — hið sama í dag og á morgun — gott og rétt bæði við Faxaflóa og á Guil- ströndinni. Ef raunveruleg samvizka er til ætti hún að vera hin sama hjá öllum mönn- um um allan heim, — og ef hún kenn- ir mönnum hvað sé rétt og gott ætti enginn ágreiningur að geta risið i þess- um efnum. En er þessu þannig farið? Er samvizka min og þin nokkuð ann- að en það sem við heyrðum fyrir okk- ur i bernsku og æsku og foreldrar okk- ar og samfélag lagði okkur á hjarta og kenndi að væri gott og rétt? Er hyrningarsteinninn að samvizku barns, sem aiið er upp í kristnum sið nokkuð annað cn hin tíu boðorð Móses? Öðru barni, sem alið er upp undir handarjaðri galdraprests inn í myrk- viði Afríku er innrætt að hægt sé uð öðlast eiginleika látins manns með því að éta lík hans. Það verður því hluti af samvizku þessa barns að þvi beri siðferðileg skylda til að éta föður sinn 1 virðingarskyni, og það er gert án alls samvizkubits. Ef sonurinn neitaði þessu mundi hann hljóta fyrir það fyr- írlitningu og ávitur samfélagsins cg mundi sennilega fá samvizkubit. — Samvizku kristinna manna ofbýður þessar aðfarir og telur þær hámark siðleysis og rangrar breytni. — Ef sarnvizkan er hið eina leiðarljós um rétta' breytni og ef hugtök eins og gott og rétt eru algild, hvers vegna hafa menn þa mismunandi samvizku? Til eru kristnir menn, sem halda þvi frarn að þeirra samvizka sé hin éina rétta samvizka. — ilið sama segja Muhameðstrúarmenn og fylgjendur Zoroaster t. d. — Emi getum yið verið viss um að sú samvizka, sem saman stendur aí hinum tíu boðorðum Móses sé hmn fullkomm mæhkvarðí á bréytni m.anna?"—' Ef til vrll eru þau rödd guðg. Ef til vjII eru þau aðejns rodd rjkra og eigjjrgjarnra öldunga, sárnin í náfni trúarínnar tíl verndar verald- legum tugsmuuúm þeirra og gjxndum. Ef til vili lætur guð sér aðeins annt um gamla menn og rika. Ef til vill læt- ur hann sér jafn aimt um allar mann- eskjur. En þessi boðorð, sem samin eru af rikum öldungum virðast sumum ekki taka mikið tillit til fátæklinga eða ungra manna — heidur ekki kvenna. — Kðnan er þar, segja þeir, aðeins tal- in upp meðal þeirra gripa, sem mann- inum tilheyra í sömu andrá og asni hans og aðrar cigur. Ríkur maður og gamail í austurlönd- um átti sér og á sér víða enn eins ínarg- ar konur og hann hefur efni á. — Og þar sem afbrýðissemi og hégómadý’*ð eru elztu og verstu trvatir manna. virð- ist ekki fjarri sanni að álíta að þeitn hafi fundizt alveg sérstök ástæða til að trvggja nieð ákveðnii boðorði tð konur þeirra leituðú sér ukki annars manns, sem þó eðlilegt msétti teljast! Þannig varð það ungum mönnum og konum dauðasynd að lifa sáman eðli- legu lífi, nema konan væri lögleg eign mannsins. — Til verndar öðrum eign- um sinum settu þeir hið sjálfsagða boð- orð um að menn mættu ekki stela en gleymdu að setja þar nokkur fyrirmæli um, að sá sem tvo kyrtla hefði, gæfi þeim, sem engan ætti. Og sá, sem flutti þá kenningu síðar meir, var gerður höfðinu styttri. begar við höfum lokið við að kanna boðorð Móses j þessu ljósi undrar það okkur ekki meira, segja þeir, að meist- arinn frá Nazaret átti alltaf til vin- gjarnleg orð handa þeim, sem brotleg- ir gerðust við „lögmálið“ — en kallaði fulltrúa þess hræsnara og líkti þeim við líkkistur, hvítkalkaðar hið ytra — en að innan fullar af dauðra manna beinuni. Svo þegar öllu er á botnmn hvolft er það ahtamál, hvort hin tíu boðorð Móses. séu hin fullkomna samvizka. í Kóraninum, biblíu Mohammeðs- trúarmanna, má lesa; — Fylgdu kenn- íngu Mohammeðs. í því er öll skylda mannsins fólgín. — En spámaðurinn leyfir t. d, fjölkvæm og átti sjálfur átján konur. — Zoroasta aftur á inóti biður okkur að hlýða kenningu Zend- Avesta og boðorðum Ahura Mazda — Að eiga tvær konur er þar t. d. tahn synd. — IÞernig getur nú sanivizk- an verið hinn bruggi.leiðarvísir a vegi réttrar breytm? Hofundar karmaheimspekinnaf svara öllu þessu og segja, að tíúarbregð, siða- laerdómar og lagafcáUrar þjóðféiagsms séu ekki hin raunverulega samvizka og geti aldrei komið fullkomlega í hennar stað. Þeir kenna áð kjarni mannsins, hin æðra vitund bans, sé sjálfur guðdómurinn ög hann búj því i hverjum mannl En meðan hann er hulinn í myrkri hins lægra eðlis er maðurinn siðferðilega blindur og gervi samvizka, svo sem refsingarlög ríkis- ins og utanaðkomandi siðalætdómar verða aldrei hið sanna leiðarijós, held- ur aðeins hrævareldur um nótt. Fy.rst þegar maðurinn heyrir rödd hinnar æðri vitundar þekkir hann full skil á réttu og röngu, góðu pg illu. Ef henni er hlýtt eykst styrkur henn- ar og rnanninum miðar fram á við. — En þegar henni er ekki hlýtt verð- ur hún veikari og veikari unz liún heyrlst naumast lengur i háreysti hinna lægri livata. Og þar seni þær eíns og allt annað í náttúrunni leitast við að endurnýja sig og margfaldast verður maðurinn loks ofurseidur illum hugsunum. orð- um og verkum — og geigvænlegum forlögum, sem biða hans. Hvatir manna og hugsanir, sem birt- ast síðan í orðum þeirra og verkum eru sjaldnast að öllu leyti góðar eða að öliu leyti illar. Þær eru bæði góðar og vondar. Samt sem áður er mikill stigsmunur á lifsviðhorfi manna og breytni. Sá, sem að dómi karmaheimspekmn- ar stendur á lægstu tröppu lífsskiln- íngsins, er sá, sem engu ann nema sjalf- um sér og kemur næstum hvergi fram til góðs. — Hið eðlilegu takmark hans, eins og allra annarra, er að öðlast lífs- hammgju, Hann lítur svo á að hennar verði aflað með þvi að hrifsa til sín sem mest aí veraldlegum gæðum. Fjár- söfnun er venjulega höfuðeintak lifs hans og hann hirðir aldrei um hvaðan né á hyern hátt fjárins er aílað, né hverra þjáningá framferði hans kann að valda Með fé sínu reynir hann að kaupa sér lífshamingju. — Og ef hann skyidi vakna upp um miðja nótt og fyllast kynlegum ótta við það, sem kann að bíða hans handan landamæranna — ef það er. þá nokkuð hinum megin — þá fer hann senmlega dagmn eftir a fund einhvers guðsmánnsins og reynir á sama hatt að kaupa ser aðgongunuða aðjhinum gullnu hliðum paradísér nieð þvj að gefa íé til kirkju hahs cg safn- aðar’ - ...vmaSsr tííiS er hcnúm að visu innantómt Í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.