Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 12
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lega bæjarins. — Dvöl mín varð stutt í Nýkarlabæ, því að um kvöldið átti ég að vera kominn til Hárme. Skólastjórinn gekk með mér um baeinn og sýndi mér kirkjuna og Kuddnás. — Kirkjan er mjög falleg, og hefur nýlega farið fram mikil og dýr viðgerð á henni. En mestur kostnaður og vinna hefur þó orðið við það, að kalla fram á ný hinar fögru freskó- myndir lofts og veggja, er skyn- semistrúarmenn máluðu yfir á sinum tíma. Víða um Finnland og' Svíþjóð hefur undanfarið verið unnið að því af mikilli kostgæfni að bæta fyrir þetta brot, og hefur verkið tekiat vonum framar, þar sem þetta er mjög vandasamt verk, ef myndirnar eiga ekki að bíða tjón af. Skynsemin hættir sér stundum of langt inn á þau svið, þar sem hún á ekki heima. — ★ — Á ÆSKUSTÖÐVLM TOPELIUSAR Og nú komum við til Kuddnás, er stendur dálítið út af fyrir sig, rett við árbakkann- Í Kuddnás var heimili Topeliusarættarinnar i fjóra ættliði. Ættfaðirinn, kirkju- málarinn Michel, sem aður er getið um bjó þar íyrstur. Þa tók við son- ur hans, nafni skáldsins og faðir. Og er húsið i þeim skorðum, er það var á hans tíð. Læknirinn var mjög merkur maður, mikill þjóð- kvæðasafnari og náinn samverka- maður Ehas Lönnrot, Kalevala- hofundarins fræga. — Zackris læknir varð fyrir þvi öhappi á fremur ungum aldiú að falla niður í vök á læknisferð. Honum var bjargað frá drukknun, en ofkæld- ist heiftarlega. Fekk hann lomun af, sem batt hann við stóhnn í áratug. Eftir mætti reyndi hann þó að fást við lækmsstorf meðan hann lifðf. Skáldið, sem þá var barn að aldri, segir svo frá í endur- miahingum sínum: „óft var gest>- kvæmt hjá iöður mínum, en bezt man ég gráskeggjuðu öldungana í fótsíðu kuflunum, með grátt hár á herðar niður. Þeir kváðu einhverja undarlega söngva inni hjá föður mínum, stundum frá morgni til kvölds.“ Þetta voru kalevalaþulir úr Kyrjálahéruðunum. Læknirinn hafði áhuga fyrir ræktun og landbúnaði, og var á undan sínum tíma um margt í því efni. Ekkja hans bjó í Kuddnás í 37 ár eftir dauða manns síns, og dvaldi skáldið þar öll sumur eftir að hann iór í skóla. — Þá tók systir hans við jörðinni, en hætti búskapnum bráðlega. Og nú hnignaði þar öllu. Þegar systir skáldsins fluttist burt og skáldið var orðinn embætt- ismaður í Helsingfors, neyddust þau systkinin til þess að selja Kuddnás, og var þeim það þó ekki sársaukalaust. Um 1930 varð til „Stofnunin æskuheimih Z. Topelius. Stóðu að henni margir aðilar, m- a. sænsk- finnska bókmenntafélagið í Hels- ingfors. Það keypti Kuddnás, fekk gamla ættargripi aftur flutta heim og naut um niðurröðun þeirra leið- sögu systurbarna skáldsins. Má því telja, að þar sé nú allt í svipuðu ástandi og þá er skáldið var að alast þar upp. Er nú húsið aðeins notað sem safn. Safnvörðurinn býr í htlu húsi við hliðina á þvi. — í fyrsta herberginu, sem komið er mn i frá anddyri, stendur vagga skáldsins. í því eru einnig nokkur leikfong þeirra systkina, og að auki ýmsir munir móður þeirra. Þaðan er gengið inn í gestastofu, með hús- gögnum i Karl-Jóhanns stil, og fallegum krystalshjáhni i lofti. Þar er og flygill og aðnr merkilegir mumr. — Borðstofan og eldhúsið er hvorttveggja fremur frurn- stætt. og ekkert í húsmu ber vott um að þar hafi efnafólk búið. — Fra forstofu hggur stigi upp á þurrkloítið, sem er hátt og hálí dimmt. Það mætti kalla það leik- loftið. Á loftinu er að finna ýms leikföng, þar á meðal fjölda af pappírsmönnum, er drengurinn hefur af imyndunarafli sinu klippt út, og notað sem hermenn. En bar- dagar Voru uppáhaldsleikur Zachris litla, sem margra annarra drengja- í endurminningum sínum kemst Topelius þannig að orði: „Heilir herir af pappírshetjum, búnir hjálmum, brynjum, skjöldum og sverðum, efndu til hræðilegs blóð- baðs á loftinu. Bak við stóra papp- írsörk herjuðu skærin blint. Hend- ur og fætur og jafnvel höfuð fuku af. En pappírshetjurnar hlutu lækningu, jafnvel eftir þau voða högg'. Þá eru þar ýmsar teikningar og fyrstu skrif drengsins og ber allt vott um hið mikla ímyndun- arafl hans. Einnig er þar dálítið skordýrasafn, því að hann var snemma náttúruskoðari mikill og einkum hneigður fyrir þessa grein náttúrufræðinnar. Þegar afi hans gamli, kirkjumálarinn, var heima, bjó hann á þessu lofti. Hafði son- arsonurinn „frelsi meira en nokk- ur annar til þess að gramsa þar í litakrukkunum hans.“ — í öðrum enda loftsin.s er iierbergi skáldsins, þar sem hann bjó ásamt heimilis- kennaranum er leiddi hann fyrstu námsporin. í því herbergi orti hann sin fyrstu ljóð, pilturinn, er siðar varð „hamingja heillar þjóð- ar“ og ávann sér ást og frægð með- al margra þjóða heims. Fögur sál og kærleiksrik, sem alltaf var ung. Einnig vér íslendingar stöndum í þakkarskuld við þenna mæta mann, sem lá í vöggu í Kuddnás. (Meira) EITT AF ELZTU HANÞRITUM sem til eru íannst í Þebuborg og er talið 3000 ára gamalt. Það er auglýsing, ntuð á papyrus, þar sem fé er lagt til höfuðs strokuþráeli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.