Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 233 þeirri tíð, er Jakobstad var mikill siglinga og verzlunarbær. Er það geymt í virðulegri byggingu, er Malmarnir gáfu bænum í þessu augnamiði. Þar er einnig bæjar- bókasafnið og stór lestrarsalur. Og hver haldið þið að sé safnvörður- inn? Enginn annar en höfundurinn að „Dar björkarna susa.“ Ég hafði orð á því við hann, að það væri nokkuð sungið úti á íslandi. „Það er allt Merikanto að þakka, en ekki mér,“ sagði hann og brosti. Hann heitir Viktor Lund og er gott Ijóðskáld. Yrkir hann nú mest tækifæriskvæði, en aldrei flytur hann þau sjálfur eða er við- staddur þar sem þau eru flutt, því að maðurinn er í mesta máta hlé- drægur. Kann þar nokkru um að valda, að hann er harla ófríður og h'till fvrir mann að sjá. — Hlýt ég að segja, að ég varð fyrir vonbrigð- um, að þetta skyldi vera höfundur hins gullfagra ástaljóðs, sem oft er sungið við brúðkaup í Finnlandí og hefur flogið víða í þýðingum. Ég var staddur í Jakobstad á sunnudegi, og var þar við guðs- þjónustu í fornri, virðulegri kirkju, Pedersöre. Þýðir það orð Péturseyrir. Þar var heimtur páfa- skattur í katólskum sið. — Utan við sáluhlið var járnlíkan af manni, sem kallaður er „fattiggubben“ (fátæki öldungurinn). Er hann víða að finna í eða hjá gömlum kirkjum í Finnlandi. „Fattiggubb- en“ er safnbaukur. Á miðjum kvið öldungsins er dálítil rauf, þar sem peningum er smeygt inn, þegar menn gefa til guðsþakka. Víða er þessi „gubbe“ í anddyri kirkju, en stundum fyrir utan. í Pedersöre- kirkju er mjög fagurt ævagamalt trélíkneski af Maríu guðsmóður með Jesúbamið. — Ég talaði í Jakobstad fyrir troðfullu húsi. Meðal áheyrenda minna voru þrjár konur, sem voru á ferð á íslandi stunarið 1951. Báðu þær mig fyrir margar kveðjur til kunningja á ís- landi. Sumum hef ég skilað, en öðrum ekki, þar eð mér hefur ekki gefizt færi til að hitta hlutaðeig- endur að máli. Ein var miðaldra kona og dýralæknir. Hinar báðar ungar. Þetta segi ég hér ef éin- hverjum kemur þær í hug. Virtust þær allar hugfangnar af dvöl sinni hér. — Mér þótti einkar gott að tala í Jakobstad, enda nú aftur meðal sænskumælandi áheyrenda. Dýra- læknirinn sýndi mér þá velvild, að spara mér járnbrautarferðalagið og aka með mig í einkabíl sínum til Jeppó, en þar átti ég næst að mæta. í Jeppó dvaldi ég örstutt Það er smáþorp með sveitabyggð að baki. Þar var fjöldi fólks við erindi mitt. Reyndist það rétt, sem ritari Pohjola-Norden í Helsingfors sagði áður en ég lagði upp í ferða- lagið: „Ég þori hvergi að lofa þér mörgum áheyrendum, nema í sænsku Austurbotnum. Það er sameiginleg reynsla allra, sem ferð- ast hafa um landið á vegum okk- ar að þar er sóknin miklu bezt.“ — ★ — SUÐUR AUSTURBOTNA En nú fór ég útúrkrók og talaði utan dagskrár. Skólastjórinn við Kennaraskólann í Nýkarlabæ, S. von Schanz, lagði fast að mér að koma, og með því að þangað var stutt að fara og bærinn kunnur, þó að smár sé hann, minnsti kaup- staður Finnlands, varð ég við þess- ari ósk. Á leiðinni var ég samferða all- mörgum bændum úr sveitinni og hlýddi á tal þeirra. Minnti mál þeirra verulega á íslenzku, svo að ég hef ekki heyrt annað mál lík- ara henni, þar sem ég hef farið um á Norðurlöndum. Árið 1607 voru hlutar af Peders- öre- og Vörásóknum gerðir að sér- stöku prestakalli, er hlaut nafnið Nie Carleby, eftir þáverandi kon- ungi Karli IX. Sonur hans, Gustaf II. Adolf, sem hafði brennandi á- huga fyrir verzlun og siglingum, brýndi fólk til þess að setjast að við mynni Nýkarlabæjar ár og varð nokkuð ágengt í þessu efni. Fáum árum seinna fékk þetta hverfi , kaupstaðarréttindi. Skjaldarmerki hins unga bæjar varð tjörukaggi, með logum út úr efra botni og hlið- um. Og var það vel til fundið, því tjöruvinnsla varð á þessum tímum góð atvinnugrein í Nýkarlabæ, sem í öðrum smábæjum Austurbotna. Bærinn tók góðum framförum allt fram til Norðurlandaófriðarins mikla, en þá varð hann mjög illa útleikinn. — Árið 1808 var rétt ut- an við bæinn háð stór-orusta, og slapp ekki bærinn óskemmdur frá því, eins og gefur að skilja. Sænsk- finnska hernum stjórnaði hinn frægi hershöfðingi Döbeln, og lauk orrustunni með sigri hans. Hefur honum verið reistúr þarna mikill minnisbautasteinn- Um þessa orr- ustu orti Runeberg frægt kvæði í Fándrik Stál og hefur Matthías Jochumsson íslenzkað það. Ýmislegt varð til þess að kippa úr eðlilegum vexti Nýkarlabæjar. Bærinn dróst aftur úr fyrir sam- göngutregðu og missti af verzlun, er Saimaskurðurinn var opnaður, og járnbrautarlínan var lögð um Uleáborg. Þá henti það óhapp eftir miðja 19. öld, að mikill hluti bæj- arins brann til ösku. — Lega þessa litla, gamla bæjar er mjög falleg. Hann stendur hátt á bökkum Ný- karlabæjarár, sem í hefur verið sett mikil stífla til rafveitu. Auk kennaraskólans, sem er annar af tveim sænsk-finnskum kennara- skólum fyrir pilta í Finnlandi, er þar kristilegur lýðháskóli. Þá er bærinn kunnur fyrir það, að Zacharis Topelius ólzt þar upp. Bærinn hefur allmikið aðdráttarafl, þó ekki sé hann stór. Á Topelius mestan þátt í því, svo og hin fagra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.